Sátu að sumbli og rifust um peninga Árni Sæberg skrifar 9. október 2023 10:34 Maciej Jakub Talik kemur fyrir Héraðsdóm Reykjaness í morgun. Hann klæddist bol með áletruninni „welcome to gangland“ sem mætti þýða „velkomin í land gengjanna“. Vísir/Vilhelm Maciej Jakub Talik, sem sætir ákæru fyrir að hafa orðið herbergisfélaga sínum að bana í Hafnarfirði í sumar, segir að hinn látni hafi reynt að kúga út úr honum pening og hann hafi drepið hann í sjálfsvörn. Þetta kom fram í skýrslutöku yfir honum í Héraðsdómi Reykjaness, þar sem aðalmeðferð hófst í málinu í morgun. Hann er ákærður fyrir að hafa aðfaranótt 17. júní svipt Jaroslaw Kaminski, sem var meðleigjandi hans í Drangahrauni í Hafnarfirði, lífi með því að stinga hann fimm sinnum með hnífi í höfuð, háls og búk. Sárin voru á afturhluta hægri axlarinnar, á vinstri kinn, neðst á framanverðum hálsi, ofarlega á vinstri hlið brjóstins og í vinstri holhönd með sárgangi inn í hjartað. Vildi meira greitt en samið hafði verið um Talik segir að hann hafi komið hingað til lands frá Póllandi í leit að vinnu. Hann hafi fyrst um sinn búið heima hjá vini sínum Símoni en eftir fimm vikur hafi þeir fundið herbergi fyrir hann að Drangahrauni 12. Hann hafi samið við Kaminski um greiðslu 110 þúsund króna á mánuði fyrir herbergi og internet. Mennirnir tveir bjuggu í Drangahrauni 12 í Hafnarfirði.Vísir/Vilhelm Skömmu eftir að hann flutti inn hafi komið upp vandamál í sambúðinni. Kaminski hafi heimtað greiðslu innborgunar, sem hafi ekki verið rædd fyrir fram, hann hafi sakað hann um að hafa skemmt dýnu og sömuleiðis heimtað greiðslu fyrir það. „Ég var mjög ánægður með að finna þetta herbergi hjá Jaroslaw og sagði við hann að það væri erfitt að finna herbergi á íslandi, en hann notaði það síðar gegn mér.“ Fóru að rífast eftir hafa drukkið lítra af vodka Hann segist hafa verið skuldugur í Póllandi og að hann hafi ætlað sér að greiða skuldir niður. Því hafi hann ekki haft efni á því að greiða Kaminski neitt aukalega. Því hafi þeir oft rifist um það. „Þá kom þessi dagur, föstudagur, þar sem ég drap hann. Við vorum að drekka vodka um klukkan 19 til 20 um kvöldið. Við drukkum sirka lítra af vodkanum, þegar maður er búinn að því þá fer tungan á fleygiferð. Við fórum að rífast.“ Þeir hafi þá ákveðið að fara út á lífið í Hafnarfirði og verið að fram á morgun. Þegar heim hafi verið komið hafi hann ákveðið að vera mjög ákveðinn, segja meðleigjandanum að hann myndi ekkert greiða honum umfram það sem samið hafði verið um. „Hann var með hníf í hendinni, ég veit ekki hvaðan hann kom, við fórum að hrinda hvor öðrum. Ég veit ekki hvernig ég náði hnífnum af honum eða hvort hann hafi misst hann. Ég stakk hann.“ Þá hafi hann stungið hann nokkrum sinnum í viðbót inni í íbúðinni. Mundi ekki númerið hjá sjúkrabíl Talik segir að hann hafi orðið mjög hræddur eftir að hann stakk Kaminski ítrekað. Hann hafi flúð íbúðina og athugað hvort hann hefði verið eltur þaðan. Þá hafi hann farið fótgangandi að heimili vinkonu sinnar Barböru. Hann hafi reynt að hringja í hana og fyrrnefndan Símon þar sem hann hafi ekki munað símanúmerið hjá sjúkrabíl. „Ég var rosa hræddur og vissi ekki hvað ég átti að gera. Ég hef aldrei verið svona hræddur.“ Hafi oft sent skilaboð með hótunum Meðal gagna málsins eru skilaboð frá Talik til Símons. Þar virðist hann hóta að myrða Kaminski. „Þessi vitleysingur, fyrst drep ég hann svo hengi ég mig“ stóð í textaskilaboðunum sem hann sendi rétt eftir miðnætti, aðfaranótt dagsins örlagaríka. Hann segir að hann hafi iðullega sent slík skilaboð úti í Póllandi og að hann hafi ekkert meint með þeim. „Ég var pirraður út í Jaroslaw en ég vildi ekki drepa hann. Ég var rosalega stressaður, ég hef aldrei verið með svona mikið adrenalín.“ Þá sagði hann að hann tæki hvaða refsingu sem dómurinn dæmir honum en að hann væri þó ekki sammála málatilbúnaði ákæruvaldsins. „Eitt sem ég get ekki tekið undir er að lögreglan hafi snúið málinu við svo það væri eins og ég hefði drepið hann eins og rottu.“ Manndráp í Drangahrauni Dómsmál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Aðalmeðferð vegna manndráps í Drangahrauni hafin Aðalmeðferð í máli Maciej Jakubs Talik, sem er ákærður fyrir að hafa orðið Jaroslaw Kaminski að bana þann 17. júní síðastliðinn, hófst í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 9. október 2023 09:25 Tug milljóna króna bótakrafa en ákærði neitar sök 39 ára pólskur karlmaður hefur verið ákærður fyrir manndráp í íbúð við Drangahrauni í Hafnarfirði í júní. Málið var þingfest við Héraðsdóm Reykjaness í dag. Ákærði neitar sök. 8. september 2023 15:47 Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
Þetta kom fram í skýrslutöku yfir honum í Héraðsdómi Reykjaness, þar sem aðalmeðferð hófst í málinu í morgun. Hann er ákærður fyrir að hafa aðfaranótt 17. júní svipt Jaroslaw Kaminski, sem var meðleigjandi hans í Drangahrauni í Hafnarfirði, lífi með því að stinga hann fimm sinnum með hnífi í höfuð, háls og búk. Sárin voru á afturhluta hægri axlarinnar, á vinstri kinn, neðst á framanverðum hálsi, ofarlega á vinstri hlið brjóstins og í vinstri holhönd með sárgangi inn í hjartað. Vildi meira greitt en samið hafði verið um Talik segir að hann hafi komið hingað til lands frá Póllandi í leit að vinnu. Hann hafi fyrst um sinn búið heima hjá vini sínum Símoni en eftir fimm vikur hafi þeir fundið herbergi fyrir hann að Drangahrauni 12. Hann hafi samið við Kaminski um greiðslu 110 þúsund króna á mánuði fyrir herbergi og internet. Mennirnir tveir bjuggu í Drangahrauni 12 í Hafnarfirði.Vísir/Vilhelm Skömmu eftir að hann flutti inn hafi komið upp vandamál í sambúðinni. Kaminski hafi heimtað greiðslu innborgunar, sem hafi ekki verið rædd fyrir fram, hann hafi sakað hann um að hafa skemmt dýnu og sömuleiðis heimtað greiðslu fyrir það. „Ég var mjög ánægður með að finna þetta herbergi hjá Jaroslaw og sagði við hann að það væri erfitt að finna herbergi á íslandi, en hann notaði það síðar gegn mér.“ Fóru að rífast eftir hafa drukkið lítra af vodka Hann segist hafa verið skuldugur í Póllandi og að hann hafi ætlað sér að greiða skuldir niður. Því hafi hann ekki haft efni á því að greiða Kaminski neitt aukalega. Því hafi þeir oft rifist um það. „Þá kom þessi dagur, föstudagur, þar sem ég drap hann. Við vorum að drekka vodka um klukkan 19 til 20 um kvöldið. Við drukkum sirka lítra af vodkanum, þegar maður er búinn að því þá fer tungan á fleygiferð. Við fórum að rífast.“ Þeir hafi þá ákveðið að fara út á lífið í Hafnarfirði og verið að fram á morgun. Þegar heim hafi verið komið hafi hann ákveðið að vera mjög ákveðinn, segja meðleigjandanum að hann myndi ekkert greiða honum umfram það sem samið hafði verið um. „Hann var með hníf í hendinni, ég veit ekki hvaðan hann kom, við fórum að hrinda hvor öðrum. Ég veit ekki hvernig ég náði hnífnum af honum eða hvort hann hafi misst hann. Ég stakk hann.“ Þá hafi hann stungið hann nokkrum sinnum í viðbót inni í íbúðinni. Mundi ekki númerið hjá sjúkrabíl Talik segir að hann hafi orðið mjög hræddur eftir að hann stakk Kaminski ítrekað. Hann hafi flúð íbúðina og athugað hvort hann hefði verið eltur þaðan. Þá hafi hann farið fótgangandi að heimili vinkonu sinnar Barböru. Hann hafi reynt að hringja í hana og fyrrnefndan Símon þar sem hann hafi ekki munað símanúmerið hjá sjúkrabíl. „Ég var rosa hræddur og vissi ekki hvað ég átti að gera. Ég hef aldrei verið svona hræddur.“ Hafi oft sent skilaboð með hótunum Meðal gagna málsins eru skilaboð frá Talik til Símons. Þar virðist hann hóta að myrða Kaminski. „Þessi vitleysingur, fyrst drep ég hann svo hengi ég mig“ stóð í textaskilaboðunum sem hann sendi rétt eftir miðnætti, aðfaranótt dagsins örlagaríka. Hann segir að hann hafi iðullega sent slík skilaboð úti í Póllandi og að hann hafi ekkert meint með þeim. „Ég var pirraður út í Jaroslaw en ég vildi ekki drepa hann. Ég var rosalega stressaður, ég hef aldrei verið með svona mikið adrenalín.“ Þá sagði hann að hann tæki hvaða refsingu sem dómurinn dæmir honum en að hann væri þó ekki sammála málatilbúnaði ákæruvaldsins. „Eitt sem ég get ekki tekið undir er að lögreglan hafi snúið málinu við svo það væri eins og ég hefði drepið hann eins og rottu.“
Manndráp í Drangahrauni Dómsmál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Aðalmeðferð vegna manndráps í Drangahrauni hafin Aðalmeðferð í máli Maciej Jakubs Talik, sem er ákærður fyrir að hafa orðið Jaroslaw Kaminski að bana þann 17. júní síðastliðinn, hófst í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 9. október 2023 09:25 Tug milljóna króna bótakrafa en ákærði neitar sök 39 ára pólskur karlmaður hefur verið ákærður fyrir manndráp í íbúð við Drangahrauni í Hafnarfirði í júní. Málið var þingfest við Héraðsdóm Reykjaness í dag. Ákærði neitar sök. 8. september 2023 15:47 Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
Aðalmeðferð vegna manndráps í Drangahrauni hafin Aðalmeðferð í máli Maciej Jakubs Talik, sem er ákærður fyrir að hafa orðið Jaroslaw Kaminski að bana þann 17. júní síðastliðinn, hófst í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 9. október 2023 09:25
Tug milljóna króna bótakrafa en ákærði neitar sök 39 ára pólskur karlmaður hefur verið ákærður fyrir manndráp í íbúð við Drangahrauni í Hafnarfirði í júní. Málið var þingfest við Héraðsdóm Reykjaness í dag. Ákærði neitar sök. 8. september 2023 15:47