Kúrdíski refurinn sem skelfir Svía sagður handtekinn í Íran Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. október 2023 20:33 Kúrdíski refurinn, Rawa Majid. Sænska lögreglan Rawa Majid, oft nefndur kúrdíski refurinn og höfuð Foxtrot-glæpahringsins í Svíþjóð, er sagður hafa verið handtekinn á landamærunum á leið yfir landamærin til Íran á föstudag. Sænska ríkissjónvarpið hefur þetta eftir heimildum sínum. Sænska lögreglan hefur ekki náð að staðfesta handtökuna. Ekki frekar en utanríkisráðuneyti Svía sem segist ekki meðvitað um að sænskur ríkisborgari hafi verið handtekinn í Íran nýlega. Afleiðingar átaka innan hins alræmda Foxtrot-glæpagengis og átaka liðsmanna þeirra við önnur glæpagengi hafa skotið Svíum skelk í bringu á síðustu mánuðum. Forsætisráðherra landsins boðaði til blaðamannafundar á dögunum og sagði ástandið fordæmalaust og stöðuna grafalvarlega. Stigmögnun árása glæpagengja er svo mikil að Svíum er fyrir löngu hætt að standa á sama. Dæmi eru um að börn afpláni með glöðu geði fjögur ár í fangelsi til að afla sér virðingar. Fjallað var um stöðuna í Svíþjóð í fréttaskýringu á Vísi á dögunum. Sjá að neðan. Norrænir fjölmiðlar hafa síðustu vikur reynt að skýra frá því hvernig það hefur gerst, að staðan sé orðin þessi í Svíþjóð. Óbreyttir borgarar eru farnir að falla í átökum glæpagengja sem svífast einskis. Vopnuðu átökin þessa dagana snúa að stærstum hluta að hinu svokallaða Foxtrot-glæpagengi sem má lýsa sem píramída þar sem meðlimir eru allt frá því að vera sendiboðar að leiðtogum. Talið er að í efsta laginu sé um tíu manna hópur manna. Efstur í píramídanum er svo Rawa Majid, einnig þekktur sem Kúrdíski refurinn, sem dvelur og hefur stýrt genginu frá Tyrklandi síðustu árin. Að undanförnu hefur svo borið á innri deilum innan þessa efsta lags Foxtrot-gengisins. Þetta gerist á sama tíma og önnur glæpagengi, sérstaklega eitt sem kennir sig við „Dalinn“, reyna að auka ítök sín á fíkniefnamarkaðnum í Stokkhólmi, Uppsölum og Sundsvall þar sem ítök Foxtrot hafa verið sérstaklega umfangsmikil. Vonast til að öldurnar lægi Diamant Salihu, blaðamaður sænska ríkissjónvarpsins sem sérhæfir sig í umfjöllun um glæpi, segir að handtakan veiki stöðu efsta lags Foxtrot-gengisins. Fólk tengt Majid sé ekki jafn öruggt og áður. Vonir standi til að handtakan lægi öldurnar og árásir á fjölskyldumeðlimi glæpagengjanna. Sænska ríkissjónvarpið telur líklegast að handtakan hafi verið á grundvelli umferðarlagabrots og Majid hafi mögulega framvísað fölsuðum skilríkjum. Majid hefur verið eftirlýstur frá árinu 2020. Hann hefur verið dæmdur í þrígang fyrir sænskum dómum án þess að vera viðstaddur þinghaldið. Majid er sænskur ríkisborgari sem hefur dvalið í Tyrklandi undanfarin ár. Hann er sömuleiðis tyrkneskur ríkisborgari. Tyrkneski ríkisborgararétturinn gerir erfiðara um vik fyrir Svía að fá hann framseldan til Svíþjóðar. Frétt SVT. Svíþjóð Tyrkland Íran Tengdar fréttir Segir börn hafa samband við glæpagengin og bjóðast til að drepa Ríkislögreglustjóri Svíþjóðar segir að ofbeldisalda af áður óþekktri stærðargráðu gangi nú yfir landið og allar líkur séu á að fréttir muni berast af nýjum árásum á næstu dögum og vikum. Hann segir lögreglu hafa upplýsingar um að börn setji sig í samband við glæpagengin og bjóðist til að drepa. 29. september 2023 09:04 Stríð glæpagengja í Svíþjóð: Vill fá herinn til að aðstoða lögregluna Magdalena Andersson, leiðtogi sænskra Jafnaðarmanna og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur hvatt til þess að sænski herinn verður kallaður til til að aðstoða lögregluna í baráttu sinni við glæpagengin í landinu. 28. september 2023 11:31 Kona látin eftir sprengingu í Uppsölum Tuttugu og fimm ára kona er látin eftir að sprengja sprakk í íbúahverfi í Fullerö, norður af Uppsölum í Svíþjóð, í nótt. Talið er að árásin tengist átökum glæpahópa í landinu, en samkvæmt heimildum SVT á konan ekki að hafa tengst hópunum og ekki verið skotmark árásarinnar. 28. september 2023 07:46 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Sjá meira
Sænska lögreglan hefur ekki náð að staðfesta handtökuna. Ekki frekar en utanríkisráðuneyti Svía sem segist ekki meðvitað um að sænskur ríkisborgari hafi verið handtekinn í Íran nýlega. Afleiðingar átaka innan hins alræmda Foxtrot-glæpagengis og átaka liðsmanna þeirra við önnur glæpagengi hafa skotið Svíum skelk í bringu á síðustu mánuðum. Forsætisráðherra landsins boðaði til blaðamannafundar á dögunum og sagði ástandið fordæmalaust og stöðuna grafalvarlega. Stigmögnun árása glæpagengja er svo mikil að Svíum er fyrir löngu hætt að standa á sama. Dæmi eru um að börn afpláni með glöðu geði fjögur ár í fangelsi til að afla sér virðingar. Fjallað var um stöðuna í Svíþjóð í fréttaskýringu á Vísi á dögunum. Sjá að neðan. Norrænir fjölmiðlar hafa síðustu vikur reynt að skýra frá því hvernig það hefur gerst, að staðan sé orðin þessi í Svíþjóð. Óbreyttir borgarar eru farnir að falla í átökum glæpagengja sem svífast einskis. Vopnuðu átökin þessa dagana snúa að stærstum hluta að hinu svokallaða Foxtrot-glæpagengi sem má lýsa sem píramída þar sem meðlimir eru allt frá því að vera sendiboðar að leiðtogum. Talið er að í efsta laginu sé um tíu manna hópur manna. Efstur í píramídanum er svo Rawa Majid, einnig þekktur sem Kúrdíski refurinn, sem dvelur og hefur stýrt genginu frá Tyrklandi síðustu árin. Að undanförnu hefur svo borið á innri deilum innan þessa efsta lags Foxtrot-gengisins. Þetta gerist á sama tíma og önnur glæpagengi, sérstaklega eitt sem kennir sig við „Dalinn“, reyna að auka ítök sín á fíkniefnamarkaðnum í Stokkhólmi, Uppsölum og Sundsvall þar sem ítök Foxtrot hafa verið sérstaklega umfangsmikil. Vonast til að öldurnar lægi Diamant Salihu, blaðamaður sænska ríkissjónvarpsins sem sérhæfir sig í umfjöllun um glæpi, segir að handtakan veiki stöðu efsta lags Foxtrot-gengisins. Fólk tengt Majid sé ekki jafn öruggt og áður. Vonir standi til að handtakan lægi öldurnar og árásir á fjölskyldumeðlimi glæpagengjanna. Sænska ríkissjónvarpið telur líklegast að handtakan hafi verið á grundvelli umferðarlagabrots og Majid hafi mögulega framvísað fölsuðum skilríkjum. Majid hefur verið eftirlýstur frá árinu 2020. Hann hefur verið dæmdur í þrígang fyrir sænskum dómum án þess að vera viðstaddur þinghaldið. Majid er sænskur ríkisborgari sem hefur dvalið í Tyrklandi undanfarin ár. Hann er sömuleiðis tyrkneskur ríkisborgari. Tyrkneski ríkisborgararétturinn gerir erfiðara um vik fyrir Svía að fá hann framseldan til Svíþjóðar. Frétt SVT.
Svíþjóð Tyrkland Íran Tengdar fréttir Segir börn hafa samband við glæpagengin og bjóðast til að drepa Ríkislögreglustjóri Svíþjóðar segir að ofbeldisalda af áður óþekktri stærðargráðu gangi nú yfir landið og allar líkur séu á að fréttir muni berast af nýjum árásum á næstu dögum og vikum. Hann segir lögreglu hafa upplýsingar um að börn setji sig í samband við glæpagengin og bjóðist til að drepa. 29. september 2023 09:04 Stríð glæpagengja í Svíþjóð: Vill fá herinn til að aðstoða lögregluna Magdalena Andersson, leiðtogi sænskra Jafnaðarmanna og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur hvatt til þess að sænski herinn verður kallaður til til að aðstoða lögregluna í baráttu sinni við glæpagengin í landinu. 28. september 2023 11:31 Kona látin eftir sprengingu í Uppsölum Tuttugu og fimm ára kona er látin eftir að sprengja sprakk í íbúahverfi í Fullerö, norður af Uppsölum í Svíþjóð, í nótt. Talið er að árásin tengist átökum glæpahópa í landinu, en samkvæmt heimildum SVT á konan ekki að hafa tengst hópunum og ekki verið skotmark árásarinnar. 28. september 2023 07:46 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Sjá meira
Segir börn hafa samband við glæpagengin og bjóðast til að drepa Ríkislögreglustjóri Svíþjóðar segir að ofbeldisalda af áður óþekktri stærðargráðu gangi nú yfir landið og allar líkur séu á að fréttir muni berast af nýjum árásum á næstu dögum og vikum. Hann segir lögreglu hafa upplýsingar um að börn setji sig í samband við glæpagengin og bjóðist til að drepa. 29. september 2023 09:04
Stríð glæpagengja í Svíþjóð: Vill fá herinn til að aðstoða lögregluna Magdalena Andersson, leiðtogi sænskra Jafnaðarmanna og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur hvatt til þess að sænski herinn verður kallaður til til að aðstoða lögregluna í baráttu sinni við glæpagengin í landinu. 28. september 2023 11:31
Kona látin eftir sprengingu í Uppsölum Tuttugu og fimm ára kona er látin eftir að sprengja sprakk í íbúahverfi í Fullerö, norður af Uppsölum í Svíþjóð, í nótt. Talið er að árásin tengist átökum glæpahópa í landinu, en samkvæmt heimildum SVT á konan ekki að hafa tengst hópunum og ekki verið skotmark árásarinnar. 28. september 2023 07:46