Kúrdíski refurinn sem skelfir Svía sagður handtekinn í Íran Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. október 2023 20:33 Kúrdíski refurinn, Rawa Majid. Sænska lögreglan Rawa Majid, oft nefndur kúrdíski refurinn og höfuð Foxtrot-glæpahringsins í Svíþjóð, er sagður hafa verið handtekinn á landamærunum á leið yfir landamærin til Íran á föstudag. Sænska ríkissjónvarpið hefur þetta eftir heimildum sínum. Sænska lögreglan hefur ekki náð að staðfesta handtökuna. Ekki frekar en utanríkisráðuneyti Svía sem segist ekki meðvitað um að sænskur ríkisborgari hafi verið handtekinn í Íran nýlega. Afleiðingar átaka innan hins alræmda Foxtrot-glæpagengis og átaka liðsmanna þeirra við önnur glæpagengi hafa skotið Svíum skelk í bringu á síðustu mánuðum. Forsætisráðherra landsins boðaði til blaðamannafundar á dögunum og sagði ástandið fordæmalaust og stöðuna grafalvarlega. Stigmögnun árása glæpagengja er svo mikil að Svíum er fyrir löngu hætt að standa á sama. Dæmi eru um að börn afpláni með glöðu geði fjögur ár í fangelsi til að afla sér virðingar. Fjallað var um stöðuna í Svíþjóð í fréttaskýringu á Vísi á dögunum. Sjá að neðan. Norrænir fjölmiðlar hafa síðustu vikur reynt að skýra frá því hvernig það hefur gerst, að staðan sé orðin þessi í Svíþjóð. Óbreyttir borgarar eru farnir að falla í átökum glæpagengja sem svífast einskis. Vopnuðu átökin þessa dagana snúa að stærstum hluta að hinu svokallaða Foxtrot-glæpagengi sem má lýsa sem píramída þar sem meðlimir eru allt frá því að vera sendiboðar að leiðtogum. Talið er að í efsta laginu sé um tíu manna hópur manna. Efstur í píramídanum er svo Rawa Majid, einnig þekktur sem Kúrdíski refurinn, sem dvelur og hefur stýrt genginu frá Tyrklandi síðustu árin. Að undanförnu hefur svo borið á innri deilum innan þessa efsta lags Foxtrot-gengisins. Þetta gerist á sama tíma og önnur glæpagengi, sérstaklega eitt sem kennir sig við „Dalinn“, reyna að auka ítök sín á fíkniefnamarkaðnum í Stokkhólmi, Uppsölum og Sundsvall þar sem ítök Foxtrot hafa verið sérstaklega umfangsmikil. Vonast til að öldurnar lægi Diamant Salihu, blaðamaður sænska ríkissjónvarpsins sem sérhæfir sig í umfjöllun um glæpi, segir að handtakan veiki stöðu efsta lags Foxtrot-gengisins. Fólk tengt Majid sé ekki jafn öruggt og áður. Vonir standi til að handtakan lægi öldurnar og árásir á fjölskyldumeðlimi glæpagengjanna. Sænska ríkissjónvarpið telur líklegast að handtakan hafi verið á grundvelli umferðarlagabrots og Majid hafi mögulega framvísað fölsuðum skilríkjum. Majid hefur verið eftirlýstur frá árinu 2020. Hann hefur verið dæmdur í þrígang fyrir sænskum dómum án þess að vera viðstaddur þinghaldið. Majid er sænskur ríkisborgari sem hefur dvalið í Tyrklandi undanfarin ár. Hann er sömuleiðis tyrkneskur ríkisborgari. Tyrkneski ríkisborgararétturinn gerir erfiðara um vik fyrir Svía að fá hann framseldan til Svíþjóðar. Frétt SVT. Svíþjóð Tyrkland Íran Tengdar fréttir Segir börn hafa samband við glæpagengin og bjóðast til að drepa Ríkislögreglustjóri Svíþjóðar segir að ofbeldisalda af áður óþekktri stærðargráðu gangi nú yfir landið og allar líkur séu á að fréttir muni berast af nýjum árásum á næstu dögum og vikum. Hann segir lögreglu hafa upplýsingar um að börn setji sig í samband við glæpagengin og bjóðist til að drepa. 29. september 2023 09:04 Stríð glæpagengja í Svíþjóð: Vill fá herinn til að aðstoða lögregluna Magdalena Andersson, leiðtogi sænskra Jafnaðarmanna og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur hvatt til þess að sænski herinn verður kallaður til til að aðstoða lögregluna í baráttu sinni við glæpagengin í landinu. 28. september 2023 11:31 Kona látin eftir sprengingu í Uppsölum Tuttugu og fimm ára kona er látin eftir að sprengja sprakk í íbúahverfi í Fullerö, norður af Uppsölum í Svíþjóð, í nótt. Talið er að árásin tengist átökum glæpahópa í landinu, en samkvæmt heimildum SVT á konan ekki að hafa tengst hópunum og ekki verið skotmark árásarinnar. 28. september 2023 07:46 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Sænska lögreglan hefur ekki náð að staðfesta handtökuna. Ekki frekar en utanríkisráðuneyti Svía sem segist ekki meðvitað um að sænskur ríkisborgari hafi verið handtekinn í Íran nýlega. Afleiðingar átaka innan hins alræmda Foxtrot-glæpagengis og átaka liðsmanna þeirra við önnur glæpagengi hafa skotið Svíum skelk í bringu á síðustu mánuðum. Forsætisráðherra landsins boðaði til blaðamannafundar á dögunum og sagði ástandið fordæmalaust og stöðuna grafalvarlega. Stigmögnun árása glæpagengja er svo mikil að Svíum er fyrir löngu hætt að standa á sama. Dæmi eru um að börn afpláni með glöðu geði fjögur ár í fangelsi til að afla sér virðingar. Fjallað var um stöðuna í Svíþjóð í fréttaskýringu á Vísi á dögunum. Sjá að neðan. Norrænir fjölmiðlar hafa síðustu vikur reynt að skýra frá því hvernig það hefur gerst, að staðan sé orðin þessi í Svíþjóð. Óbreyttir borgarar eru farnir að falla í átökum glæpagengja sem svífast einskis. Vopnuðu átökin þessa dagana snúa að stærstum hluta að hinu svokallaða Foxtrot-glæpagengi sem má lýsa sem píramída þar sem meðlimir eru allt frá því að vera sendiboðar að leiðtogum. Talið er að í efsta laginu sé um tíu manna hópur manna. Efstur í píramídanum er svo Rawa Majid, einnig þekktur sem Kúrdíski refurinn, sem dvelur og hefur stýrt genginu frá Tyrklandi síðustu árin. Að undanförnu hefur svo borið á innri deilum innan þessa efsta lags Foxtrot-gengisins. Þetta gerist á sama tíma og önnur glæpagengi, sérstaklega eitt sem kennir sig við „Dalinn“, reyna að auka ítök sín á fíkniefnamarkaðnum í Stokkhólmi, Uppsölum og Sundsvall þar sem ítök Foxtrot hafa verið sérstaklega umfangsmikil. Vonast til að öldurnar lægi Diamant Salihu, blaðamaður sænska ríkissjónvarpsins sem sérhæfir sig í umfjöllun um glæpi, segir að handtakan veiki stöðu efsta lags Foxtrot-gengisins. Fólk tengt Majid sé ekki jafn öruggt og áður. Vonir standi til að handtakan lægi öldurnar og árásir á fjölskyldumeðlimi glæpagengjanna. Sænska ríkissjónvarpið telur líklegast að handtakan hafi verið á grundvelli umferðarlagabrots og Majid hafi mögulega framvísað fölsuðum skilríkjum. Majid hefur verið eftirlýstur frá árinu 2020. Hann hefur verið dæmdur í þrígang fyrir sænskum dómum án þess að vera viðstaddur þinghaldið. Majid er sænskur ríkisborgari sem hefur dvalið í Tyrklandi undanfarin ár. Hann er sömuleiðis tyrkneskur ríkisborgari. Tyrkneski ríkisborgararétturinn gerir erfiðara um vik fyrir Svía að fá hann framseldan til Svíþjóðar. Frétt SVT.
Svíþjóð Tyrkland Íran Tengdar fréttir Segir börn hafa samband við glæpagengin og bjóðast til að drepa Ríkislögreglustjóri Svíþjóðar segir að ofbeldisalda af áður óþekktri stærðargráðu gangi nú yfir landið og allar líkur séu á að fréttir muni berast af nýjum árásum á næstu dögum og vikum. Hann segir lögreglu hafa upplýsingar um að börn setji sig í samband við glæpagengin og bjóðist til að drepa. 29. september 2023 09:04 Stríð glæpagengja í Svíþjóð: Vill fá herinn til að aðstoða lögregluna Magdalena Andersson, leiðtogi sænskra Jafnaðarmanna og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur hvatt til þess að sænski herinn verður kallaður til til að aðstoða lögregluna í baráttu sinni við glæpagengin í landinu. 28. september 2023 11:31 Kona látin eftir sprengingu í Uppsölum Tuttugu og fimm ára kona er látin eftir að sprengja sprakk í íbúahverfi í Fullerö, norður af Uppsölum í Svíþjóð, í nótt. Talið er að árásin tengist átökum glæpahópa í landinu, en samkvæmt heimildum SVT á konan ekki að hafa tengst hópunum og ekki verið skotmark árásarinnar. 28. september 2023 07:46 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Segir börn hafa samband við glæpagengin og bjóðast til að drepa Ríkislögreglustjóri Svíþjóðar segir að ofbeldisalda af áður óþekktri stærðargráðu gangi nú yfir landið og allar líkur séu á að fréttir muni berast af nýjum árásum á næstu dögum og vikum. Hann segir lögreglu hafa upplýsingar um að börn setji sig í samband við glæpagengin og bjóðist til að drepa. 29. september 2023 09:04
Stríð glæpagengja í Svíþjóð: Vill fá herinn til að aðstoða lögregluna Magdalena Andersson, leiðtogi sænskra Jafnaðarmanna og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur hvatt til þess að sænski herinn verður kallaður til til að aðstoða lögregluna í baráttu sinni við glæpagengin í landinu. 28. september 2023 11:31
Kona látin eftir sprengingu í Uppsölum Tuttugu og fimm ára kona er látin eftir að sprengja sprakk í íbúahverfi í Fullerö, norður af Uppsölum í Svíþjóð, í nótt. Talið er að árásin tengist átökum glæpahópa í landinu, en samkvæmt heimildum SVT á konan ekki að hafa tengst hópunum og ekki verið skotmark árásarinnar. 28. september 2023 07:46