Kærir kynfræðslubók fyrir hönd foreldra: „Á þetta erindi við börn, ef fullorðið fólk sættir sig ekki við þetta?“ Jón Þór Stefánsson skrifar 8. október 2023 13:25 Arnar Þór hefur kært bókina Kyn, kynlíf og allt hitt, en hann og Árelía Eydís Guðmundsdóttir ræddu um málið í Sprengisandi í dag. Vísir Lögmaður hefur fyrir hönd um það bil tuttugu foreldra lagt inn kæru á hendur Menntamálastofnun vegna útgáfu bókarinnar Kyn, kynlíf og allt hitt. Bókin er ætluð grunnskólabörnum, en Arnar segir umbjóðendur sínir telji hana særi blygðunarkennd, og brjóta í bága við menningarlegar stoðir íslensks samfélags. Þetta kom fram í viðtali við Arnar Þór Jónsson, lögmann, í umræðuþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Þar bendir hann á að í hegningarlögum sé bann við því að börn séu sýnd á kynferðislegan eða klámfengin hátt. Mat umbjóðenda hans sé að það sé gert í bókinni. „Að grafískar lýsingar á kynlífi, hvatning til kynferðislegra athafna, hvatning til að jafnvel börn séu að taka myndir af sínum viðkvæmustu svæðum, hvatning til þess að börn séu að prófa alls konar kossa og svona myndefni sem er verið að hengja upp í skólum landsins. Myndefni sem yrði jafnvel ekki hengt upp á vinnustöðum fullorðins fólks. Þá spyr fólk: Á þetta erindi við börn, ef fullorðið fólk sættir sig ekki við þetta?“ spyr Arnar. Hann tekur fram að hann væri ekki að varpa fram sínum eigin skoðunum heldur væri hann talsmaður foreldra sem hefðu þessar áhyggjur. Óleikur að fræða ekki börnin Árelía Eydís Guðmundsdóttir, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, ræddi einnig um málið í Sprengisandi og segist taka eftir áhyggjum Arnars. Þó bendir hún á könnun sem hafi nýlega komið á borð hennar þar sem fram kemur að rúmur helmingur stúlkna í tíunda bekk hafi fengið beiðni um kynferðislega mynd af sér. „Ætlum að gera okkur þann óleik að mennta ekki börnin okkar og fræða þau um til dæmis áhrif kláms?“ segir Árelía sem bendir á að klámáhorf ungra drengja verði til þess að þeir geti síður tengst konum. „Þannig þið getið ímyndað ykkur hversu áhrifin eru mikil.“ Árelía útskýrir að sex ára börnum sé ekki dembt beint ofan í sömu kynfræðslu og eldri nemendum. Miðað sé við þroska barnanna við kennsluna. „Það er svo auðvelt að taka svona bók og taka eitthvað eitt sem sjokkerar þig mest, og segja að þetta sé ekki hægt. En það er ekki þannig,“ segir hún og útskýrir að kennarar setji kennsluna upp eins og þeir telji best og meti þá aldur og þroska barnanna. Þó minnist Árelía á að vegna mikillar umræðu og tortryggni sumra í garð kynfræðslu í grunnskólum hafi kennarar farið að veigra sér við því að fjalla um umrædd málefni í kennslustofum. Börn og uppeldi Grunnskólar Skóla - og menntamál Sprengisandur Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Sjá meira
Þetta kom fram í viðtali við Arnar Þór Jónsson, lögmann, í umræðuþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Þar bendir hann á að í hegningarlögum sé bann við því að börn séu sýnd á kynferðislegan eða klámfengin hátt. Mat umbjóðenda hans sé að það sé gert í bókinni. „Að grafískar lýsingar á kynlífi, hvatning til kynferðislegra athafna, hvatning til að jafnvel börn séu að taka myndir af sínum viðkvæmustu svæðum, hvatning til þess að börn séu að prófa alls konar kossa og svona myndefni sem er verið að hengja upp í skólum landsins. Myndefni sem yrði jafnvel ekki hengt upp á vinnustöðum fullorðins fólks. Þá spyr fólk: Á þetta erindi við börn, ef fullorðið fólk sættir sig ekki við þetta?“ spyr Arnar. Hann tekur fram að hann væri ekki að varpa fram sínum eigin skoðunum heldur væri hann talsmaður foreldra sem hefðu þessar áhyggjur. Óleikur að fræða ekki börnin Árelía Eydís Guðmundsdóttir, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, ræddi einnig um málið í Sprengisandi og segist taka eftir áhyggjum Arnars. Þó bendir hún á könnun sem hafi nýlega komið á borð hennar þar sem fram kemur að rúmur helmingur stúlkna í tíunda bekk hafi fengið beiðni um kynferðislega mynd af sér. „Ætlum að gera okkur þann óleik að mennta ekki börnin okkar og fræða þau um til dæmis áhrif kláms?“ segir Árelía sem bendir á að klámáhorf ungra drengja verði til þess að þeir geti síður tengst konum. „Þannig þið getið ímyndað ykkur hversu áhrifin eru mikil.“ Árelía útskýrir að sex ára börnum sé ekki dembt beint ofan í sömu kynfræðslu og eldri nemendum. Miðað sé við þroska barnanna við kennsluna. „Það er svo auðvelt að taka svona bók og taka eitthvað eitt sem sjokkerar þig mest, og segja að þetta sé ekki hægt. En það er ekki þannig,“ segir hún og útskýrir að kennarar setji kennsluna upp eins og þeir telji best og meti þá aldur og þroska barnanna. Þó minnist Árelía á að vegna mikillar umræðu og tortryggni sumra í garð kynfræðslu í grunnskólum hafi kennarar farið að veigra sér við því að fjalla um umrædd málefni í kennslustofum.
Börn og uppeldi Grunnskólar Skóla - og menntamál Sprengisandur Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Sjá meira