Einmanaleiki eldra fólks á Íslandi minni en annars staðar í Evrópu Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 7. október 2023 11:22 Um fimm prósent eldra fólks á Íslandi segist vera oft einmana í samanburði við sjö til þrettán prósent á öðrum svæðum í Evrópu. Vísir/Vilhelm Eldra fólk á Íslandi finnur fyrir minni einmanaleika en annars staðar í Evrópu samkvæmt niðurstöðum úr nýrri könnun félagsvísindastofnunar. Þá benda niðurstöður til þess að innflytjendur yfir 67 ára aldri finni fyrir meiri einmanaleika en innfæddir eldri borgarar. Könnunin, sem styrkt var af félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu, tengist aðgerðaáætluninni Gott að eldast og framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda. Alls svöruðu tæplega fjórtán hundruð einstaklingar, en könnunin var lögð fram á íslensku, pólsku, ensku og spænsku. Niðurstöður hennar gáfu að 67 prósent svarenda töldu sig við frekar eða mjög góða líkamlega heilsu og 85 prósent töldu andlega heilsu sína frekar eða mjög góða. Færri fá aldrei heimsókn Að auki leiddu niðurstöður í ljós að meirihluti þátttakenda væri ekki félagslega einangraður. Níutíu prósent svarenda hitti einhvern utan heimilis að lágmarki vikulega og 75 prósent sögðust heimsækja, eða fá heimsókn frá börnum, ættingjum eða vinum minnst einu sinni í viku. Þá sýndu niðurstöður fram á að hlutfall þeirra sem aldrei fá heimsókn hefur lækkað verulega, en þrjú prósent svarenda sögðust aldrei fá heimsókn frá börnum ættingjum eða vinum, í samanburði við níu prósent árið 1999. Loks sýndu niðurstöður að 41 prósent eldra fólks hér á landi er ekki einmana, en sex prósent segjast talsvert eða gífurlega einmana. Þá kom í ljós að talsvert fleiri innflytjendur finna fyrir einmanaleika en innfæddir. Ellefu prósent þeirra svarenda sem eru innflytjendur sögðust talsvert eða gífurlega einmana samanborið við sex prósent svarenda sem eru innfæddir. Í alþjóðlegum samanburði virðist lítill einmanaleiki miðað við í Evrópu. Niðurstöðurnar sýndu að fimm prósent eldra fólks á Íslandi segist vera oft einmana, en í öðrum Evrópulöndum mælist einmanaleiki eldra fólks sjö til þrettán prósent. Eldri borgarar Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir „Skapaðist ástand“ vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Sjá meira
Könnunin, sem styrkt var af félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu, tengist aðgerðaáætluninni Gott að eldast og framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda. Alls svöruðu tæplega fjórtán hundruð einstaklingar, en könnunin var lögð fram á íslensku, pólsku, ensku og spænsku. Niðurstöður hennar gáfu að 67 prósent svarenda töldu sig við frekar eða mjög góða líkamlega heilsu og 85 prósent töldu andlega heilsu sína frekar eða mjög góða. Færri fá aldrei heimsókn Að auki leiddu niðurstöður í ljós að meirihluti þátttakenda væri ekki félagslega einangraður. Níutíu prósent svarenda hitti einhvern utan heimilis að lágmarki vikulega og 75 prósent sögðust heimsækja, eða fá heimsókn frá börnum, ættingjum eða vinum minnst einu sinni í viku. Þá sýndu niðurstöður fram á að hlutfall þeirra sem aldrei fá heimsókn hefur lækkað verulega, en þrjú prósent svarenda sögðust aldrei fá heimsókn frá börnum ættingjum eða vinum, í samanburði við níu prósent árið 1999. Loks sýndu niðurstöður að 41 prósent eldra fólks hér á landi er ekki einmana, en sex prósent segjast talsvert eða gífurlega einmana. Þá kom í ljós að talsvert fleiri innflytjendur finna fyrir einmanaleika en innfæddir. Ellefu prósent þeirra svarenda sem eru innflytjendur sögðust talsvert eða gífurlega einmana samanborið við sex prósent svarenda sem eru innfæddir. Í alþjóðlegum samanburði virðist lítill einmanaleiki miðað við í Evrópu. Niðurstöðurnar sýndu að fimm prósent eldra fólks á Íslandi segist vera oft einmana, en í öðrum Evrópulöndum mælist einmanaleiki eldra fólks sjö til þrettán prósent.
Eldri borgarar Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir „Skapaðist ástand“ vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Sjá meira