Óttast veggjalúsafaraldur í Frakklandi Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 7. október 2023 14:30 Veggjalús er orðin mjög algeng hér á landi en hún kom fyrst hingað til lands árið 1893. Hún skríður upp í rúm til fólks á nótunni til að nærast. Getty Images Frönsk stjórnvöld hafa þurft að loka sjö skólum í vikunni vegna veggjalúsar. Menntamálaráðherra Frakklands óttast að veggjalúsafaraldur sé í uppsiglingu. Veggjalýs í fjölda stofnana og skóla Gabriel Attal, menntamálaráðherra Frakklands, sagði í viðtali við Stöð 5, að veggjalýs hefðu fundist í allt að 17 stofnunum og að sjö skólum hefði verið lokað. Franska ríkisstjórnin boðaði til sérstaks fundar vegna þessarar óskemmtilegu blóðsugu, en nú stendur heimsmeistarakeppnin í ruðningi yfir í Frakklandi og fyrir dyrum eru Ólympíuleikarnir næsta sumar, svo Frakkar mega lítt við faraldri af þessari tegund í augnablikinu. Attal segir að gripið verði til aðgerða hið snarasta, viðurkenndir lúsabanar hafi verið kallaðir til sem eigi að ráða niðurlögum lúsarinnar á innan við sólarhring. Finnast á milljónum heimila Talið er að veggjalýs finnist á 10. hverju heimili í Frakklandi og getur það kostað heimilishaldið nokkur hundruð evrur að hreinsa heimilið af óværunni. Þá hafa veggjalýs fundist að undanförnu í neðanjarðarlestarkerfinu í París, á Charles De Gaulle flugvellinum og í frönskum hraðlestum en breska blaðið Guardian segir að 15 slíkar bruni til Lundúna á degi hverjum og að aukinnar hræðslu gæti á meðal Englendinga við að þeir flytji þessa óvelkomnu gesti inn á heimili sín. Veggjalýs eru velþekktar á Íslandi Veggjalúsin er Íslendingum ekki alveg ókunn. Hún fagnar í ár 130 ára afmæli landnáms á Íslandi en hennar varð fyrst vart á Framnesi við Dýrafjörð árið 1893 og getum við þakkað norskum hvalföngurum þann innflutning. Getur fjölgað sér 500 sinnum á ævinni Veggjalúsin nærist alfarið á blóði, helst mannablóði. Hún hefst gjarnan við í námunda við svefnstæði manna og getur á 10 mínútum sogið tífalda þyngd sína af blóði. Eftir slíka máltíð leggst hún á meltuna og verpir gjarnan eggjum en hún verpir allt að 500 eggjum á æviskeiði sínu sem er upp undir eitt og hálft ár. Frakkland Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Fleiri fréttir Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Sjá meira
Veggjalýs í fjölda stofnana og skóla Gabriel Attal, menntamálaráðherra Frakklands, sagði í viðtali við Stöð 5, að veggjalýs hefðu fundist í allt að 17 stofnunum og að sjö skólum hefði verið lokað. Franska ríkisstjórnin boðaði til sérstaks fundar vegna þessarar óskemmtilegu blóðsugu, en nú stendur heimsmeistarakeppnin í ruðningi yfir í Frakklandi og fyrir dyrum eru Ólympíuleikarnir næsta sumar, svo Frakkar mega lítt við faraldri af þessari tegund í augnablikinu. Attal segir að gripið verði til aðgerða hið snarasta, viðurkenndir lúsabanar hafi verið kallaðir til sem eigi að ráða niðurlögum lúsarinnar á innan við sólarhring. Finnast á milljónum heimila Talið er að veggjalýs finnist á 10. hverju heimili í Frakklandi og getur það kostað heimilishaldið nokkur hundruð evrur að hreinsa heimilið af óværunni. Þá hafa veggjalýs fundist að undanförnu í neðanjarðarlestarkerfinu í París, á Charles De Gaulle flugvellinum og í frönskum hraðlestum en breska blaðið Guardian segir að 15 slíkar bruni til Lundúna á degi hverjum og að aukinnar hræðslu gæti á meðal Englendinga við að þeir flytji þessa óvelkomnu gesti inn á heimili sín. Veggjalýs eru velþekktar á Íslandi Veggjalúsin er Íslendingum ekki alveg ókunn. Hún fagnar í ár 130 ára afmæli landnáms á Íslandi en hennar varð fyrst vart á Framnesi við Dýrafjörð árið 1893 og getum við þakkað norskum hvalföngurum þann innflutning. Getur fjölgað sér 500 sinnum á ævinni Veggjalúsin nærist alfarið á blóði, helst mannablóði. Hún hefst gjarnan við í námunda við svefnstæði manna og getur á 10 mínútum sogið tífalda þyngd sína af blóði. Eftir slíka máltíð leggst hún á meltuna og verpir gjarnan eggjum en hún verpir allt að 500 eggjum á æviskeiði sínu sem er upp undir eitt og hálft ár.
Frakkland Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Fleiri fréttir Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Sjá meira