Furða sig á því að stjórnendur Landspítala sleppi við gjaldtöku í þágu umhverfismála Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. október 2023 21:01 Starfsmenn hafa mótmælt fyrirhugaðri gjaldtöku á starfsmannastæði við Landspítala Hringbraut og segja ótækt að stjórnendur beri fyrir sig umhverfisstefnu á sama tíma og ekki standi til að leggja gjaldskyldu við skrifstofuhúsnæði spítalans í Skaftahlíð. Þar starfar forstjórinn, samskiptadeild, framkvæmdastjórar og aðrir skrifstofustarfsmenn. heiðar/grafík Fleiri en fjögur hundruð starfsmenn Landspítala segjast ósáttir við fyrirhugaða gjaldtöku á bílastæði starfsmanna og furða nokkrir sig á því hvers vegna ekki eigi að rukka stjórnendur á skrifstofu spítalans um sömu gjöld. Í fyrradag fengu stjórnendur Landspítala póst þar sem greint var frá því að þann 1. nóvember verði gjaldskylda lögð á bílastæði starfsfólks við Hringbraut og hjá Landakoti. Í póstinum segir að um sé að ræða breytingu í takt við umhverfis- og loftslagsstefnu Landspítala sem hefur það að markmiði að draga úr bílaumferð og hvetja til grænni samgöngumáta. Þá segir jafnframt að þetta sé gert til að sporna við mikilli ásókn í bílastæðin við spítalann, en þau eru yfirleitt þétt setin. Líkja breytingunni við launaskerðingu Gjaldið sem starfsmenn þurfa að greiða er ekki ýkja hátt, þúsund krónur á mánuði í umsýslugjald með boðgreiðslum - eins og það er orðað í tilkynningunni. Starfsmenn sem fréttastofa hefur rætt við segjast ósáttir við áformin. Málið snúist ekki um fjárhæðir, heldur sé um prinsippmál að ræða. Þá hafa rúmlega 400 starfsmenn skrifað undir undirskriftalista þar sem gjaldinu er mótmælt. Ein segir ósanngjarnt að starfsmenn spítalans þurfi að greiða fyrir stæði á meðan aðrir ríkisstarfsmenn á borð við þingmenn leggi bílnum frítt. Starfsmenn segja áformin ósanngjörn.heiðar/grafík Aðrir segir það skjóta skökku við að ekki sé hlúið betur að aðgengismálum þeirra sem þurfi að sinna neyðarþjónustu í öllum veðrum. Og þá segja nokkrir að strætó gangi ekki á þeim tímum sem þeir þurfi í vinnu og ekki á allra færi að ganga eða hjóla þangað. Ein segir að um launaskerðingu sé að ræða.heiðar/grafík Furða sig á því að gjaldtakan nái ekki til allra Þá vekur það einnig athygli að þrátt fyrir göfug umhverfismarkmið sé ekki fyrirhugað að hefja gjaldskyldu við Skaftahlíð þar sem stjórnendur og skrifstofufólk spítalans starfar. Þá segja starfsmenn ekki standa til að hefja gjaldskyldu við spítalann í Fossvogi. Skömmu eftir að fréttastofa leitaði viðbragða hjá Landspítalanum sendi samskiptastjórinn út tilkynningu til starfsmanna um að ákvörðun um gjaldskyldu yrði frestað og að fara verði betur yfir málið á starfsmannafundi. Óvíst er því hvað verður en spítalinn vildi ekki tjá sig frekar um málið. Landspítalinn Umhverfismál Umferð Samgöngur Bílastæði Tengdar fréttir Fresta gjaldskyldu við Landspítala skömmu eftir að hún var kynnt Fyrirhugaðri gjaldtöku við húsnæði Landspítalans á Hringbraut og við Landakot hefur verið frestað. Gjaldtakan átti að hefjast 1. nóvember næstkomandi. Starfsmönnum spítalans var tilkynnt þetta í dag, en hafði skömmu áður verið greint frá gjaldtökunni. 6. október 2023 14:09 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Sjá meira
Í fyrradag fengu stjórnendur Landspítala póst þar sem greint var frá því að þann 1. nóvember verði gjaldskylda lögð á bílastæði starfsfólks við Hringbraut og hjá Landakoti. Í póstinum segir að um sé að ræða breytingu í takt við umhverfis- og loftslagsstefnu Landspítala sem hefur það að markmiði að draga úr bílaumferð og hvetja til grænni samgöngumáta. Þá segir jafnframt að þetta sé gert til að sporna við mikilli ásókn í bílastæðin við spítalann, en þau eru yfirleitt þétt setin. Líkja breytingunni við launaskerðingu Gjaldið sem starfsmenn þurfa að greiða er ekki ýkja hátt, þúsund krónur á mánuði í umsýslugjald með boðgreiðslum - eins og það er orðað í tilkynningunni. Starfsmenn sem fréttastofa hefur rætt við segjast ósáttir við áformin. Málið snúist ekki um fjárhæðir, heldur sé um prinsippmál að ræða. Þá hafa rúmlega 400 starfsmenn skrifað undir undirskriftalista þar sem gjaldinu er mótmælt. Ein segir ósanngjarnt að starfsmenn spítalans þurfi að greiða fyrir stæði á meðan aðrir ríkisstarfsmenn á borð við þingmenn leggi bílnum frítt. Starfsmenn segja áformin ósanngjörn.heiðar/grafík Aðrir segir það skjóta skökku við að ekki sé hlúið betur að aðgengismálum þeirra sem þurfi að sinna neyðarþjónustu í öllum veðrum. Og þá segja nokkrir að strætó gangi ekki á þeim tímum sem þeir þurfi í vinnu og ekki á allra færi að ganga eða hjóla þangað. Ein segir að um launaskerðingu sé að ræða.heiðar/grafík Furða sig á því að gjaldtakan nái ekki til allra Þá vekur það einnig athygli að þrátt fyrir göfug umhverfismarkmið sé ekki fyrirhugað að hefja gjaldskyldu við Skaftahlíð þar sem stjórnendur og skrifstofufólk spítalans starfar. Þá segja starfsmenn ekki standa til að hefja gjaldskyldu við spítalann í Fossvogi. Skömmu eftir að fréttastofa leitaði viðbragða hjá Landspítalanum sendi samskiptastjórinn út tilkynningu til starfsmanna um að ákvörðun um gjaldskyldu yrði frestað og að fara verði betur yfir málið á starfsmannafundi. Óvíst er því hvað verður en spítalinn vildi ekki tjá sig frekar um málið.
Landspítalinn Umhverfismál Umferð Samgöngur Bílastæði Tengdar fréttir Fresta gjaldskyldu við Landspítala skömmu eftir að hún var kynnt Fyrirhugaðri gjaldtöku við húsnæði Landspítalans á Hringbraut og við Landakot hefur verið frestað. Gjaldtakan átti að hefjast 1. nóvember næstkomandi. Starfsmönnum spítalans var tilkynnt þetta í dag, en hafði skömmu áður verið greint frá gjaldtökunni. 6. október 2023 14:09 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Sjá meira
Fresta gjaldskyldu við Landspítala skömmu eftir að hún var kynnt Fyrirhugaðri gjaldtöku við húsnæði Landspítalans á Hringbraut og við Landakot hefur verið frestað. Gjaldtakan átti að hefjast 1. nóvember næstkomandi. Starfsmönnum spítalans var tilkynnt þetta í dag, en hafði skömmu áður verið greint frá gjaldtökunni. 6. október 2023 14:09