Furða sig á því að stjórnendur Landspítala sleppi við gjaldtöku í þágu umhverfismála Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. október 2023 21:01 Starfsmenn hafa mótmælt fyrirhugaðri gjaldtöku á starfsmannastæði við Landspítala Hringbraut og segja ótækt að stjórnendur beri fyrir sig umhverfisstefnu á sama tíma og ekki standi til að leggja gjaldskyldu við skrifstofuhúsnæði spítalans í Skaftahlíð. Þar starfar forstjórinn, samskiptadeild, framkvæmdastjórar og aðrir skrifstofustarfsmenn. heiðar/grafík Fleiri en fjögur hundruð starfsmenn Landspítala segjast ósáttir við fyrirhugaða gjaldtöku á bílastæði starfsmanna og furða nokkrir sig á því hvers vegna ekki eigi að rukka stjórnendur á skrifstofu spítalans um sömu gjöld. Í fyrradag fengu stjórnendur Landspítala póst þar sem greint var frá því að þann 1. nóvember verði gjaldskylda lögð á bílastæði starfsfólks við Hringbraut og hjá Landakoti. Í póstinum segir að um sé að ræða breytingu í takt við umhverfis- og loftslagsstefnu Landspítala sem hefur það að markmiði að draga úr bílaumferð og hvetja til grænni samgöngumáta. Þá segir jafnframt að þetta sé gert til að sporna við mikilli ásókn í bílastæðin við spítalann, en þau eru yfirleitt þétt setin. Líkja breytingunni við launaskerðingu Gjaldið sem starfsmenn þurfa að greiða er ekki ýkja hátt, þúsund krónur á mánuði í umsýslugjald með boðgreiðslum - eins og það er orðað í tilkynningunni. Starfsmenn sem fréttastofa hefur rætt við segjast ósáttir við áformin. Málið snúist ekki um fjárhæðir, heldur sé um prinsippmál að ræða. Þá hafa rúmlega 400 starfsmenn skrifað undir undirskriftalista þar sem gjaldinu er mótmælt. Ein segir ósanngjarnt að starfsmenn spítalans þurfi að greiða fyrir stæði á meðan aðrir ríkisstarfsmenn á borð við þingmenn leggi bílnum frítt. Starfsmenn segja áformin ósanngjörn.heiðar/grafík Aðrir segir það skjóta skökku við að ekki sé hlúið betur að aðgengismálum þeirra sem þurfi að sinna neyðarþjónustu í öllum veðrum. Og þá segja nokkrir að strætó gangi ekki á þeim tímum sem þeir þurfi í vinnu og ekki á allra færi að ganga eða hjóla þangað. Ein segir að um launaskerðingu sé að ræða.heiðar/grafík Furða sig á því að gjaldtakan nái ekki til allra Þá vekur það einnig athygli að þrátt fyrir göfug umhverfismarkmið sé ekki fyrirhugað að hefja gjaldskyldu við Skaftahlíð þar sem stjórnendur og skrifstofufólk spítalans starfar. Þá segja starfsmenn ekki standa til að hefja gjaldskyldu við spítalann í Fossvogi. Skömmu eftir að fréttastofa leitaði viðbragða hjá Landspítalanum sendi samskiptastjórinn út tilkynningu til starfsmanna um að ákvörðun um gjaldskyldu yrði frestað og að fara verði betur yfir málið á starfsmannafundi. Óvíst er því hvað verður en spítalinn vildi ekki tjá sig frekar um málið. Landspítalinn Umhverfismál Umferð Samgöngur Bílastæði Tengdar fréttir Fresta gjaldskyldu við Landspítala skömmu eftir að hún var kynnt Fyrirhugaðri gjaldtöku við húsnæði Landspítalans á Hringbraut og við Landakot hefur verið frestað. Gjaldtakan átti að hefjast 1. nóvember næstkomandi. Starfsmönnum spítalans var tilkynnt þetta í dag, en hafði skömmu áður verið greint frá gjaldtökunni. 6. október 2023 14:09 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Fleiri fréttir Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sjá meira
Í fyrradag fengu stjórnendur Landspítala póst þar sem greint var frá því að þann 1. nóvember verði gjaldskylda lögð á bílastæði starfsfólks við Hringbraut og hjá Landakoti. Í póstinum segir að um sé að ræða breytingu í takt við umhverfis- og loftslagsstefnu Landspítala sem hefur það að markmiði að draga úr bílaumferð og hvetja til grænni samgöngumáta. Þá segir jafnframt að þetta sé gert til að sporna við mikilli ásókn í bílastæðin við spítalann, en þau eru yfirleitt þétt setin. Líkja breytingunni við launaskerðingu Gjaldið sem starfsmenn þurfa að greiða er ekki ýkja hátt, þúsund krónur á mánuði í umsýslugjald með boðgreiðslum - eins og það er orðað í tilkynningunni. Starfsmenn sem fréttastofa hefur rætt við segjast ósáttir við áformin. Málið snúist ekki um fjárhæðir, heldur sé um prinsippmál að ræða. Þá hafa rúmlega 400 starfsmenn skrifað undir undirskriftalista þar sem gjaldinu er mótmælt. Ein segir ósanngjarnt að starfsmenn spítalans þurfi að greiða fyrir stæði á meðan aðrir ríkisstarfsmenn á borð við þingmenn leggi bílnum frítt. Starfsmenn segja áformin ósanngjörn.heiðar/grafík Aðrir segir það skjóta skökku við að ekki sé hlúið betur að aðgengismálum þeirra sem þurfi að sinna neyðarþjónustu í öllum veðrum. Og þá segja nokkrir að strætó gangi ekki á þeim tímum sem þeir þurfi í vinnu og ekki á allra færi að ganga eða hjóla þangað. Ein segir að um launaskerðingu sé að ræða.heiðar/grafík Furða sig á því að gjaldtakan nái ekki til allra Þá vekur það einnig athygli að þrátt fyrir göfug umhverfismarkmið sé ekki fyrirhugað að hefja gjaldskyldu við Skaftahlíð þar sem stjórnendur og skrifstofufólk spítalans starfar. Þá segja starfsmenn ekki standa til að hefja gjaldskyldu við spítalann í Fossvogi. Skömmu eftir að fréttastofa leitaði viðbragða hjá Landspítalanum sendi samskiptastjórinn út tilkynningu til starfsmanna um að ákvörðun um gjaldskyldu yrði frestað og að fara verði betur yfir málið á starfsmannafundi. Óvíst er því hvað verður en spítalinn vildi ekki tjá sig frekar um málið.
Landspítalinn Umhverfismál Umferð Samgöngur Bílastæði Tengdar fréttir Fresta gjaldskyldu við Landspítala skömmu eftir að hún var kynnt Fyrirhugaðri gjaldtöku við húsnæði Landspítalans á Hringbraut og við Landakot hefur verið frestað. Gjaldtakan átti að hefjast 1. nóvember næstkomandi. Starfsmönnum spítalans var tilkynnt þetta í dag, en hafði skömmu áður verið greint frá gjaldtökunni. 6. október 2023 14:09 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Fleiri fréttir Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sjá meira
Fresta gjaldskyldu við Landspítala skömmu eftir að hún var kynnt Fyrirhugaðri gjaldtöku við húsnæði Landspítalans á Hringbraut og við Landakot hefur verið frestað. Gjaldtakan átti að hefjast 1. nóvember næstkomandi. Starfsmönnum spítalans var tilkynnt þetta í dag, en hafði skömmu áður verið greint frá gjaldtökunni. 6. október 2023 14:09