Fimmtán ár frá Guð blessi Ísland ræðunni Boði Logason skrifar 6. október 2023 14:02 Geir ávarpaði þjóðina klukkan fjögur þann 6. október 2008. Stöð 2 Í dag eru fimmtán ár frá því að Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, ávarpaði þjóðina í beinni útsendingu og bað Guð um að blessa landið. Geir ávarpaði þjóðina klukkan fjögur þann 6. október árið 2008 en oft hefur verið talað um að þessi dagur, 6. október, sé dagurinn sem íslenska bankakerfið hrundi. Í ávarpinu sagði hann meðal annars að heimsbyggðin öll gengi í gegnum mikla fjármálakreppu og ríkistjórnir í mörgum löndum myndu nú róa lífróður til að bjarga því sem bjargað verður heimafyrir. „Ég hvet ykkur öll til að standa vörð um það sem skiptir mestu máli í lífi hvers einasta manns, standa vörð um þau lífsgildi sem standast það gjörningaveður sem nú er að hefjast,“ sagði Geir meðal annars í ávarpinu. „Með íslenska bjartsýni, æðruleysi og samstöðu að vopni, munum við standa storminn af okkur. Guð blessi Ísland.“ Fréttastofa Stöðvar 2 var með aukafréttatíma þar sem meðal annars var rætt við Björn Inga Hrafnsson, sem þá var ritstjóri Markaðarins, Óla Björn Kárason, þingmann Sjálfstæðisflokksins, Ellert B. Schram, þáverandi þingmann Samfylkingarinnar og Katrínu Jakobsdóttur, þáverandi þingmann Vinstri Grænna og núverandi forsætisráðherra. Þingmenn og álitsgjafar í útsendingunni voru eðlilega ringluð og fáir vissu hvað var framundan. Nokkrum mínútum eftir ávarp Geirs sagði Katrín að staðan væri mjög þröng og ástandið væri mjög alvarlegt. „Það er nauðsynlegt að ríkið grípi til aðgerða, það er verið að gera það.“ Í samtali við fréttastofu árið 2018, þegar tíu ár voru frá ræðunni, útskýrði Geir hvað fór í gegnum huga hans þegar hann skrifaði ræðuna. „Ég gerði mér aldrei grein fyrir því að þessi þrjú orð myndu vekja eins mikla athygli og þau gerði, að þetta yrði kannski það eina sem fólk myndi úr þessari ræðu - það var aldrei hugmyndin,“ sagði hann meðal annars. Alþingi Hrunið Efnahagsmál Tímamót Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Sjá meira
Geir ávarpaði þjóðina klukkan fjögur þann 6. október árið 2008 en oft hefur verið talað um að þessi dagur, 6. október, sé dagurinn sem íslenska bankakerfið hrundi. Í ávarpinu sagði hann meðal annars að heimsbyggðin öll gengi í gegnum mikla fjármálakreppu og ríkistjórnir í mörgum löndum myndu nú róa lífróður til að bjarga því sem bjargað verður heimafyrir. „Ég hvet ykkur öll til að standa vörð um það sem skiptir mestu máli í lífi hvers einasta manns, standa vörð um þau lífsgildi sem standast það gjörningaveður sem nú er að hefjast,“ sagði Geir meðal annars í ávarpinu. „Með íslenska bjartsýni, æðruleysi og samstöðu að vopni, munum við standa storminn af okkur. Guð blessi Ísland.“ Fréttastofa Stöðvar 2 var með aukafréttatíma þar sem meðal annars var rætt við Björn Inga Hrafnsson, sem þá var ritstjóri Markaðarins, Óla Björn Kárason, þingmann Sjálfstæðisflokksins, Ellert B. Schram, þáverandi þingmann Samfylkingarinnar og Katrínu Jakobsdóttur, þáverandi þingmann Vinstri Grænna og núverandi forsætisráðherra. Þingmenn og álitsgjafar í útsendingunni voru eðlilega ringluð og fáir vissu hvað var framundan. Nokkrum mínútum eftir ávarp Geirs sagði Katrín að staðan væri mjög þröng og ástandið væri mjög alvarlegt. „Það er nauðsynlegt að ríkið grípi til aðgerða, það er verið að gera það.“ Í samtali við fréttastofu árið 2018, þegar tíu ár voru frá ræðunni, útskýrði Geir hvað fór í gegnum huga hans þegar hann skrifaði ræðuna. „Ég gerði mér aldrei grein fyrir því að þessi þrjú orð myndu vekja eins mikla athygli og þau gerði, að þetta yrði kannski það eina sem fólk myndi úr þessari ræðu - það var aldrei hugmyndin,“ sagði hann meðal annars.
Alþingi Hrunið Efnahagsmál Tímamót Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Sjá meira