Fimmtán ár frá Guð blessi Ísland ræðunni Boði Logason skrifar 6. október 2023 14:02 Geir ávarpaði þjóðina klukkan fjögur þann 6. október 2008. Stöð 2 Í dag eru fimmtán ár frá því að Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, ávarpaði þjóðina í beinni útsendingu og bað Guð um að blessa landið. Geir ávarpaði þjóðina klukkan fjögur þann 6. október árið 2008 en oft hefur verið talað um að þessi dagur, 6. október, sé dagurinn sem íslenska bankakerfið hrundi. Í ávarpinu sagði hann meðal annars að heimsbyggðin öll gengi í gegnum mikla fjármálakreppu og ríkistjórnir í mörgum löndum myndu nú róa lífróður til að bjarga því sem bjargað verður heimafyrir. „Ég hvet ykkur öll til að standa vörð um það sem skiptir mestu máli í lífi hvers einasta manns, standa vörð um þau lífsgildi sem standast það gjörningaveður sem nú er að hefjast,“ sagði Geir meðal annars í ávarpinu. „Með íslenska bjartsýni, æðruleysi og samstöðu að vopni, munum við standa storminn af okkur. Guð blessi Ísland.“ Fréttastofa Stöðvar 2 var með aukafréttatíma þar sem meðal annars var rætt við Björn Inga Hrafnsson, sem þá var ritstjóri Markaðarins, Óla Björn Kárason, þingmann Sjálfstæðisflokksins, Ellert B. Schram, þáverandi þingmann Samfylkingarinnar og Katrínu Jakobsdóttur, þáverandi þingmann Vinstri Grænna og núverandi forsætisráðherra. Þingmenn og álitsgjafar í útsendingunni voru eðlilega ringluð og fáir vissu hvað var framundan. Nokkrum mínútum eftir ávarp Geirs sagði Katrín að staðan væri mjög þröng og ástandið væri mjög alvarlegt. „Það er nauðsynlegt að ríkið grípi til aðgerða, það er verið að gera það.“ Í samtali við fréttastofu árið 2018, þegar tíu ár voru frá ræðunni, útskýrði Geir hvað fór í gegnum huga hans þegar hann skrifaði ræðuna. „Ég gerði mér aldrei grein fyrir því að þessi þrjú orð myndu vekja eins mikla athygli og þau gerði, að þetta yrði kannski það eina sem fólk myndi úr þessari ræðu - það var aldrei hugmyndin,“ sagði hann meðal annars. Alþingi Hrunið Efnahagsmál Tímamót Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa U-beygja ekki fram undan Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Geir ávarpaði þjóðina klukkan fjögur þann 6. október árið 2008 en oft hefur verið talað um að þessi dagur, 6. október, sé dagurinn sem íslenska bankakerfið hrundi. Í ávarpinu sagði hann meðal annars að heimsbyggðin öll gengi í gegnum mikla fjármálakreppu og ríkistjórnir í mörgum löndum myndu nú róa lífróður til að bjarga því sem bjargað verður heimafyrir. „Ég hvet ykkur öll til að standa vörð um það sem skiptir mestu máli í lífi hvers einasta manns, standa vörð um þau lífsgildi sem standast það gjörningaveður sem nú er að hefjast,“ sagði Geir meðal annars í ávarpinu. „Með íslenska bjartsýni, æðruleysi og samstöðu að vopni, munum við standa storminn af okkur. Guð blessi Ísland.“ Fréttastofa Stöðvar 2 var með aukafréttatíma þar sem meðal annars var rætt við Björn Inga Hrafnsson, sem þá var ritstjóri Markaðarins, Óla Björn Kárason, þingmann Sjálfstæðisflokksins, Ellert B. Schram, þáverandi þingmann Samfylkingarinnar og Katrínu Jakobsdóttur, þáverandi þingmann Vinstri Grænna og núverandi forsætisráðherra. Þingmenn og álitsgjafar í útsendingunni voru eðlilega ringluð og fáir vissu hvað var framundan. Nokkrum mínútum eftir ávarp Geirs sagði Katrín að staðan væri mjög þröng og ástandið væri mjög alvarlegt. „Það er nauðsynlegt að ríkið grípi til aðgerða, það er verið að gera það.“ Í samtali við fréttastofu árið 2018, þegar tíu ár voru frá ræðunni, útskýrði Geir hvað fór í gegnum huga hans þegar hann skrifaði ræðuna. „Ég gerði mér aldrei grein fyrir því að þessi þrjú orð myndu vekja eins mikla athygli og þau gerði, að þetta yrði kannski það eina sem fólk myndi úr þessari ræðu - það var aldrei hugmyndin,“ sagði hann meðal annars.
Alþingi Hrunið Efnahagsmál Tímamót Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa U-beygja ekki fram undan Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?