Vill dæma þá í fangelsi sem gerast sekir um samráð Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. október 2023 09:28 Vilhjálmur Birgisson hefur miklar áhyggjur af því að Samkeppniseftirlitið fái ekki nægar fjárveitingar. Vísir/Vilhelm Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir að sér sé brugðið yfir því hve lágar fjárhæðir séu lagðar í rekstur Samkeppniseftirlitsins á hverju ári. Hann skorar á stjórnvöld að tryggja eftirlitinu nægt fjármagn svo hægt sé að auka til muna eftirlit með samkeppnisbrotum. Þá vill hann fangelsisdóma yfir þeim sem eru staðnir að stórtæku samráði. „Nú liggur krafa samkvæmt fjárlögum ef ég skil þetta rétt að Samkeppniseftirlitið skeri kostnað sinn niður um 24 milljónir. Þetta er gjörsamlega galið enda hefur Samkeppniseftirlitið sýnt og sannað hversu gríðarlega mikilvægt það er íslenskum neytendum,“ segir Vilhjálmur Birgisson, sem gerir málinu í skil á samfélagsmiðlinum Facebook. Hann segir ekki þurfa að leita lengra aftur að dæmum um mikilvægi Samkeppniseftirlitsins en til samráðs skipafélaganna Eimskips og Samskips. Vilhjálmur segir alls ekki ólíklegt ef Samkeppniseftirlitið hafi rétt fyrir sér þá sé hér um að ræða einn stærsta glæp gagnvart neytendum sem framkvæmdur hafi verið hér á landi. „Rétt að minna á sektargreiðslur vegna Samskips nema 4,2 milljörðum og sáttargreiðsla Eimskips nam 1,5 milljörðum og samanlagt mun því renna til ríkissjóðs 5,7 milljarðar. Eftir mínum upplýsingum þá hefur SKE sektað vegna brota á samkeppnislögum fyrir tæpa 20 milljarða og því óskiljanlegt að ekki sé lagt meira fé til að efla SKE.“ Segir sérhagsmunahópa vilja þrengja að eftirliti Vilhjálmur minnir á að Samkeppniseftirlitið hafi sektað fjölmörg fyrirtæki vegna brota á samkeppnislögum. Hann segir mikilvægt að allir viti að brot á samkeppnislögum bitni illilega á neytendum og heimilum þessa lands. Hann segir að á sama tíma og stjórnvöld leggi til niðurskurð hjá Samkeppniseftirlitinu hér þá séu stjórnvöld í Svíþjóð að leggja til 20 prósent aukningu á fjárframlagi til eftirlitsins þar. Þá segir Vilhjálmur að meira að segja Joe Biden, Bandaríkjaforseti, vilji auka fjárheimildir til eftirlitsins þar í landi. „Það blasir við sérhagsmunahópar í íslensku samfélagi vilja þrengja eins mikið að SKE eins og kostur er, enda hræðast þeir SKE en mikilvægt að í svona fákeppnislandi eins Íslandi verður að vera öflugt Samkeppniseftirlit þar sem hagsmunir neytenda verði tryggðir fyrir brotum á samkeppnislögum.“ Vilhjálmur segist skora á stjórnvöld og Alþingi að efla og tryggja Samkeppniseftirlitinu nægt fjármagn til að auka til muna eftirlit með samkeppnisbrotum. Enda séu gríðarlegir hagsmunir í húfi fyrir íslenska neytendur. Hann segir aukið fjármagn til eftirlitsins muni skila sér margfalt til baka fyrir íslenska neytendur og samfélagið í heild. Þá bætir Vilhjálmur við að hann vilji frekar sjá öðrum viðurlögum beitt í slíkum málum en sektargreiðslum. „Enda óttast ég að það séu neytendur sem á endanum borgi þessar sektir. Það á að dæma þá aðila sem verða uppvísir að stórfeldum brotum á samkeppnislögum til fangelsvistar og einnig að útiloka þá aðila sem koma að svona brotum frá stjórnun fyrirtækja.“ Samkeppnismál Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Fleiri fréttir Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Sjá meira
„Nú liggur krafa samkvæmt fjárlögum ef ég skil þetta rétt að Samkeppniseftirlitið skeri kostnað sinn niður um 24 milljónir. Þetta er gjörsamlega galið enda hefur Samkeppniseftirlitið sýnt og sannað hversu gríðarlega mikilvægt það er íslenskum neytendum,“ segir Vilhjálmur Birgisson, sem gerir málinu í skil á samfélagsmiðlinum Facebook. Hann segir ekki þurfa að leita lengra aftur að dæmum um mikilvægi Samkeppniseftirlitsins en til samráðs skipafélaganna Eimskips og Samskips. Vilhjálmur segir alls ekki ólíklegt ef Samkeppniseftirlitið hafi rétt fyrir sér þá sé hér um að ræða einn stærsta glæp gagnvart neytendum sem framkvæmdur hafi verið hér á landi. „Rétt að minna á sektargreiðslur vegna Samskips nema 4,2 milljörðum og sáttargreiðsla Eimskips nam 1,5 milljörðum og samanlagt mun því renna til ríkissjóðs 5,7 milljarðar. Eftir mínum upplýsingum þá hefur SKE sektað vegna brota á samkeppnislögum fyrir tæpa 20 milljarða og því óskiljanlegt að ekki sé lagt meira fé til að efla SKE.“ Segir sérhagsmunahópa vilja þrengja að eftirliti Vilhjálmur minnir á að Samkeppniseftirlitið hafi sektað fjölmörg fyrirtæki vegna brota á samkeppnislögum. Hann segir mikilvægt að allir viti að brot á samkeppnislögum bitni illilega á neytendum og heimilum þessa lands. Hann segir að á sama tíma og stjórnvöld leggi til niðurskurð hjá Samkeppniseftirlitinu hér þá séu stjórnvöld í Svíþjóð að leggja til 20 prósent aukningu á fjárframlagi til eftirlitsins þar. Þá segir Vilhjálmur að meira að segja Joe Biden, Bandaríkjaforseti, vilji auka fjárheimildir til eftirlitsins þar í landi. „Það blasir við sérhagsmunahópar í íslensku samfélagi vilja þrengja eins mikið að SKE eins og kostur er, enda hræðast þeir SKE en mikilvægt að í svona fákeppnislandi eins Íslandi verður að vera öflugt Samkeppniseftirlit þar sem hagsmunir neytenda verði tryggðir fyrir brotum á samkeppnislögum.“ Vilhjálmur segist skora á stjórnvöld og Alþingi að efla og tryggja Samkeppniseftirlitinu nægt fjármagn til að auka til muna eftirlit með samkeppnisbrotum. Enda séu gríðarlegir hagsmunir í húfi fyrir íslenska neytendur. Hann segir aukið fjármagn til eftirlitsins muni skila sér margfalt til baka fyrir íslenska neytendur og samfélagið í heild. Þá bætir Vilhjálmur við að hann vilji frekar sjá öðrum viðurlögum beitt í slíkum málum en sektargreiðslum. „Enda óttast ég að það séu neytendur sem á endanum borgi þessar sektir. Það á að dæma þá aðila sem verða uppvísir að stórfeldum brotum á samkeppnislögum til fangelsvistar og einnig að útiloka þá aðila sem koma að svona brotum frá stjórnun fyrirtækja.“
Samkeppnismál Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Fleiri fréttir Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Sjá meira