Vill dæma þá í fangelsi sem gerast sekir um samráð Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. október 2023 09:28 Vilhjálmur Birgisson hefur miklar áhyggjur af því að Samkeppniseftirlitið fái ekki nægar fjárveitingar. Vísir/Vilhelm Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir að sér sé brugðið yfir því hve lágar fjárhæðir séu lagðar í rekstur Samkeppniseftirlitsins á hverju ári. Hann skorar á stjórnvöld að tryggja eftirlitinu nægt fjármagn svo hægt sé að auka til muna eftirlit með samkeppnisbrotum. Þá vill hann fangelsisdóma yfir þeim sem eru staðnir að stórtæku samráði. „Nú liggur krafa samkvæmt fjárlögum ef ég skil þetta rétt að Samkeppniseftirlitið skeri kostnað sinn niður um 24 milljónir. Þetta er gjörsamlega galið enda hefur Samkeppniseftirlitið sýnt og sannað hversu gríðarlega mikilvægt það er íslenskum neytendum,“ segir Vilhjálmur Birgisson, sem gerir málinu í skil á samfélagsmiðlinum Facebook. Hann segir ekki þurfa að leita lengra aftur að dæmum um mikilvægi Samkeppniseftirlitsins en til samráðs skipafélaganna Eimskips og Samskips. Vilhjálmur segir alls ekki ólíklegt ef Samkeppniseftirlitið hafi rétt fyrir sér þá sé hér um að ræða einn stærsta glæp gagnvart neytendum sem framkvæmdur hafi verið hér á landi. „Rétt að minna á sektargreiðslur vegna Samskips nema 4,2 milljörðum og sáttargreiðsla Eimskips nam 1,5 milljörðum og samanlagt mun því renna til ríkissjóðs 5,7 milljarðar. Eftir mínum upplýsingum þá hefur SKE sektað vegna brota á samkeppnislögum fyrir tæpa 20 milljarða og því óskiljanlegt að ekki sé lagt meira fé til að efla SKE.“ Segir sérhagsmunahópa vilja þrengja að eftirliti Vilhjálmur minnir á að Samkeppniseftirlitið hafi sektað fjölmörg fyrirtæki vegna brota á samkeppnislögum. Hann segir mikilvægt að allir viti að brot á samkeppnislögum bitni illilega á neytendum og heimilum þessa lands. Hann segir að á sama tíma og stjórnvöld leggi til niðurskurð hjá Samkeppniseftirlitinu hér þá séu stjórnvöld í Svíþjóð að leggja til 20 prósent aukningu á fjárframlagi til eftirlitsins þar. Þá segir Vilhjálmur að meira að segja Joe Biden, Bandaríkjaforseti, vilji auka fjárheimildir til eftirlitsins þar í landi. „Það blasir við sérhagsmunahópar í íslensku samfélagi vilja þrengja eins mikið að SKE eins og kostur er, enda hræðast þeir SKE en mikilvægt að í svona fákeppnislandi eins Íslandi verður að vera öflugt Samkeppniseftirlit þar sem hagsmunir neytenda verði tryggðir fyrir brotum á samkeppnislögum.“ Vilhjálmur segist skora á stjórnvöld og Alþingi að efla og tryggja Samkeppniseftirlitinu nægt fjármagn til að auka til muna eftirlit með samkeppnisbrotum. Enda séu gríðarlegir hagsmunir í húfi fyrir íslenska neytendur. Hann segir aukið fjármagn til eftirlitsins muni skila sér margfalt til baka fyrir íslenska neytendur og samfélagið í heild. Þá bætir Vilhjálmur við að hann vilji frekar sjá öðrum viðurlögum beitt í slíkum málum en sektargreiðslum. „Enda óttast ég að það séu neytendur sem á endanum borgi þessar sektir. Það á að dæma þá aðila sem verða uppvísir að stórfeldum brotum á samkeppnislögum til fangelsvistar og einnig að útiloka þá aðila sem koma að svona brotum frá stjórnun fyrirtækja.“ Samkeppnismál Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
„Nú liggur krafa samkvæmt fjárlögum ef ég skil þetta rétt að Samkeppniseftirlitið skeri kostnað sinn niður um 24 milljónir. Þetta er gjörsamlega galið enda hefur Samkeppniseftirlitið sýnt og sannað hversu gríðarlega mikilvægt það er íslenskum neytendum,“ segir Vilhjálmur Birgisson, sem gerir málinu í skil á samfélagsmiðlinum Facebook. Hann segir ekki þurfa að leita lengra aftur að dæmum um mikilvægi Samkeppniseftirlitsins en til samráðs skipafélaganna Eimskips og Samskips. Vilhjálmur segir alls ekki ólíklegt ef Samkeppniseftirlitið hafi rétt fyrir sér þá sé hér um að ræða einn stærsta glæp gagnvart neytendum sem framkvæmdur hafi verið hér á landi. „Rétt að minna á sektargreiðslur vegna Samskips nema 4,2 milljörðum og sáttargreiðsla Eimskips nam 1,5 milljörðum og samanlagt mun því renna til ríkissjóðs 5,7 milljarðar. Eftir mínum upplýsingum þá hefur SKE sektað vegna brota á samkeppnislögum fyrir tæpa 20 milljarða og því óskiljanlegt að ekki sé lagt meira fé til að efla SKE.“ Segir sérhagsmunahópa vilja þrengja að eftirliti Vilhjálmur minnir á að Samkeppniseftirlitið hafi sektað fjölmörg fyrirtæki vegna brota á samkeppnislögum. Hann segir mikilvægt að allir viti að brot á samkeppnislögum bitni illilega á neytendum og heimilum þessa lands. Hann segir að á sama tíma og stjórnvöld leggi til niðurskurð hjá Samkeppniseftirlitinu hér þá séu stjórnvöld í Svíþjóð að leggja til 20 prósent aukningu á fjárframlagi til eftirlitsins þar. Þá segir Vilhjálmur að meira að segja Joe Biden, Bandaríkjaforseti, vilji auka fjárheimildir til eftirlitsins þar í landi. „Það blasir við sérhagsmunahópar í íslensku samfélagi vilja þrengja eins mikið að SKE eins og kostur er, enda hræðast þeir SKE en mikilvægt að í svona fákeppnislandi eins Íslandi verður að vera öflugt Samkeppniseftirlit þar sem hagsmunir neytenda verði tryggðir fyrir brotum á samkeppnislögum.“ Vilhjálmur segist skora á stjórnvöld og Alþingi að efla og tryggja Samkeppniseftirlitinu nægt fjármagn til að auka til muna eftirlit með samkeppnisbrotum. Enda séu gríðarlegir hagsmunir í húfi fyrir íslenska neytendur. Hann segir aukið fjármagn til eftirlitsins muni skila sér margfalt til baka fyrir íslenska neytendur og samfélagið í heild. Þá bætir Vilhjálmur við að hann vilji frekar sjá öðrum viðurlögum beitt í slíkum málum en sektargreiðslum. „Enda óttast ég að það séu neytendur sem á endanum borgi þessar sektir. Það á að dæma þá aðila sem verða uppvísir að stórfeldum brotum á samkeppnislögum til fangelsvistar og einnig að útiloka þá aðila sem koma að svona brotum frá stjórnun fyrirtækja.“
Samkeppnismál Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira