Það var bara ekki meira jákvætt í þessum leik nema bara markvarslan, ekki neitt annað Kári Mímisson skrifar 5. október 2023 22:31 Einar vonsvikinn. Vísir/Diego Einar Jónsson, þjálfari Fram, var að vonum verulega vonsvikinn með átta marka tap liðsins gegn FH í kvöld. Fram átti í miklum vandræðum í kvöld með sterk lið FH og fór oft illa að ráði sínu. „Þetta eru bara gríðarlega vonbrigði og ég er bara vonsvikinn. Ég verð bara að viðurkenna það að ég er eiginlega bara hálf orðlaus yfir frammistöðunni hjá okkur, þetta er ekki boðlegt í efstu deild. Við gátum ekkert í 60 mínútur. Arnór heldur okkur inni í þessum leik með frábærri markvörslu hér í kvöld. Í raun hefðum við átt skilið að tapa miklu stærra, það er bara þannig. Þessi áhlaup komu bara því við vorum að fá mjög góða markvörslu. Við gátum bara ekki neitt í þessum leik, þetta var andlaust og lélegt.“ En er Einar með einhverju svör hvernig hann getur bætt leik liðsins fyrir næsta leik? „Í raun og veru ekki. Ég held að svörin liggi bara hjá okkur sem liði. Ég er búinn að hafa þessa tilfinningu svolítið lengi. Við þurfum bara að takast á þessu sjálfir og ákveða hvaða leiðir við ætlum að fara og á hvaða vegferð við erum. Ég held að ég verið bara að vera heiðarlegur og það þýðir ekkert að fela það, þetta er ekki boðlegt. Þetta er ekki boðleg frammistaða í íþróttum yfir höfuð. Þetta eru stór orð en ég er bara gríðarlega vonsvikinn. Ég verð bara að segja það alveg eins og er.“ Þegar stutt var eftir af leiknum átti Fram möguleika á því að minnka muninn niður í tvö mörk en í stað þess gerðu gestirnir síðustu fimm mörk leiksins og unnu að lokum með átta mörkum. Einar segir það endurspegla andleysið í liðinu og telur að það hafi ekki verið mikið um jákvæða punkta hjá liðinu í kvöld. „Ég held að það endurspegli andleysið og aumingjaskapinn í okkur að þegar það eru rúmlega fimm mínútur eftir af leiknum þá gátum við komið þessu niður í tvö mörk en við gerum það ekki. Við áttum ekkert skilið og FH var miklu betri en við. Það var miklu meiri andi í þeirra liði og mér finnst eins og að þú sért að fiska eftir því að ég eigi að finna eitthvað jákvætt hjá okkur og það eina jákvæða sem ég get fundið í þessu er markvarsla, punktur. Það var bara ekki meira jákvætt í þessum leik nema bara markvarslan, ekki neitt annað.“ Varðandi framhaldið segist Einar vera áhyggjufullur eftir frammistöðuna í kvöld. Hann segir að liðið sé illa statt andlega og að hann hafi haft þá tilfinningu í einhvern tíma. „Ég er áhyggjufullur eins og staðan er í dag. Við erum búnir að spila núna við Val, Aftureldingu og FH sem eru allt saman frábær lið. Við erum auðvitað smá klaufar að fá ekki fleiri stig úr leikjunum gegn Val og Aftureldingu en ég var ekkert að búast við því að við myndum rúlla upp sex stigum úr þessum þremur leikjum, alls ekki. Frammistaðan hefur verið svona upp og ofan, kannski meira jákvæð heldur en neikvæð í síðustu tveimur leikjum en ég hef haft þessa tilfinningu í smá tíma. Áhyggjur mínar snúast aðallega að því hver staðan er á okkur andlega. Ég veit að við höfum mikil gæði í liðinu og eigum að geta kallað fram miklu betri frammistöðu en þetta. Þó að við hefðum tapað öllum leikjunum og gert það eins og menn þá væri maður fullur tilhlökkunnar og bjartsýnn á framhaldið en ég er það ekki í dag því miður.“ Handbolti Olís-deild karla Fram Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fleiri fréttir Ein breyting hjá Íslandi fyrir kvöldið „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ „Ég er með mikla orku“ Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Sjá meira
„Þetta eru bara gríðarlega vonbrigði og ég er bara vonsvikinn. Ég verð bara að viðurkenna það að ég er eiginlega bara hálf orðlaus yfir frammistöðunni hjá okkur, þetta er ekki boðlegt í efstu deild. Við gátum ekkert í 60 mínútur. Arnór heldur okkur inni í þessum leik með frábærri markvörslu hér í kvöld. Í raun hefðum við átt skilið að tapa miklu stærra, það er bara þannig. Þessi áhlaup komu bara því við vorum að fá mjög góða markvörslu. Við gátum bara ekki neitt í þessum leik, þetta var andlaust og lélegt.“ En er Einar með einhverju svör hvernig hann getur bætt leik liðsins fyrir næsta leik? „Í raun og veru ekki. Ég held að svörin liggi bara hjá okkur sem liði. Ég er búinn að hafa þessa tilfinningu svolítið lengi. Við þurfum bara að takast á þessu sjálfir og ákveða hvaða leiðir við ætlum að fara og á hvaða vegferð við erum. Ég held að ég verið bara að vera heiðarlegur og það þýðir ekkert að fela það, þetta er ekki boðlegt. Þetta er ekki boðleg frammistaða í íþróttum yfir höfuð. Þetta eru stór orð en ég er bara gríðarlega vonsvikinn. Ég verð bara að segja það alveg eins og er.“ Þegar stutt var eftir af leiknum átti Fram möguleika á því að minnka muninn niður í tvö mörk en í stað þess gerðu gestirnir síðustu fimm mörk leiksins og unnu að lokum með átta mörkum. Einar segir það endurspegla andleysið í liðinu og telur að það hafi ekki verið mikið um jákvæða punkta hjá liðinu í kvöld. „Ég held að það endurspegli andleysið og aumingjaskapinn í okkur að þegar það eru rúmlega fimm mínútur eftir af leiknum þá gátum við komið þessu niður í tvö mörk en við gerum það ekki. Við áttum ekkert skilið og FH var miklu betri en við. Það var miklu meiri andi í þeirra liði og mér finnst eins og að þú sért að fiska eftir því að ég eigi að finna eitthvað jákvætt hjá okkur og það eina jákvæða sem ég get fundið í þessu er markvarsla, punktur. Það var bara ekki meira jákvætt í þessum leik nema bara markvarslan, ekki neitt annað.“ Varðandi framhaldið segist Einar vera áhyggjufullur eftir frammistöðuna í kvöld. Hann segir að liðið sé illa statt andlega og að hann hafi haft þá tilfinningu í einhvern tíma. „Ég er áhyggjufullur eins og staðan er í dag. Við erum búnir að spila núna við Val, Aftureldingu og FH sem eru allt saman frábær lið. Við erum auðvitað smá klaufar að fá ekki fleiri stig úr leikjunum gegn Val og Aftureldingu en ég var ekkert að búast við því að við myndum rúlla upp sex stigum úr þessum þremur leikjum, alls ekki. Frammistaðan hefur verið svona upp og ofan, kannski meira jákvæð heldur en neikvæð í síðustu tveimur leikjum en ég hef haft þessa tilfinningu í smá tíma. Áhyggjur mínar snúast aðallega að því hver staðan er á okkur andlega. Ég veit að við höfum mikil gæði í liðinu og eigum að geta kallað fram miklu betri frammistöðu en þetta. Þó að við hefðum tapað öllum leikjunum og gert það eins og menn þá væri maður fullur tilhlökkunnar og bjartsýnn á framhaldið en ég er það ekki í dag því miður.“
Handbolti Olís-deild karla Fram Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fleiri fréttir Ein breyting hjá Íslandi fyrir kvöldið „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ „Ég er með mikla orku“ Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Sjá meira