Fótbolti

Gylfi Þór valinn aftur í ís­lenska lands­liðið

Aron Guðmundsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson er mættur aftur í atvinnumennskuna
Gylfi Þór Sigurðsson er mættur aftur í atvinnumennskuna Vísir/Getty

Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta hefur opinberað landsliðshópinn fyrir komandi verkefni Íslands í undankeppni EM 2024, tveimur heimaleikjum gegn Lúxemborg annars vegar og Liechtenstein hins vegar.

Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni, er mættur aftur í landsliðið. Gylfi spilaði síðast leik með íslenska landsliðinu 15.nóvember árið 2020 gegn Danmörku á Parken. 

Þá er Aron Einar Gunnarsson einnig í hópnum en Aron hefur ekki spilað fótboltaleik í nokkra mánuði. 

Andri Lucas Guðjohnsen fær verðskuldað kall í A-landsliðið. Andri hefur farið á kostum með Lyngby upp á síðkastið.  Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Burnley er hins vegar fjarri góðu gamni.

Landsliðshóp Íslands fyrir komandi verkefni má sjá hér fyrir neðan: 

Fyrri leikur liðsins í komandi verkefni er gegn Lúxemborg á Laugardalsvelli þann 13.október. Þremur dögum síðar tekur liðið svo á móti Liechtenstein.

Ísland er sem stendur í 4.sæti J-riðils með sex stig þegar að sex umferðir hafa verið leiknar en síðasta verkefni liðsins endaði með 3-1 tapi gegn Lúxemborg á útivelli og 1-0 sigri gegn Bosníu & Herzegovinu á heimavelli. 

Fréttin verður uppfærð




Fleiri fréttir

Sjá meira


×