Stefna á verðhækkun hjá Netflix Samúel Karl Ólason skrifar 4. október 2023 09:11 Bíða á meða að tilkynna hækkunina þar til verkfalli leikara í Hollywood lýkur einnig. AP/Chris Pizzello Forsvarsmenn streymisveitunnar Netflix stefna á að hækka áskriftaverð á næstunni. Verkfalli handritshöfunda lauk nýverið og stendur til að bíða þar til verkfalli leikara lýkur einnig, áður en verðhækkanirnar verða tilkynntar en verið er að skoða að hækka verðið víða um heim. Fyrst stendur þó til að hækka verðið í Norður-Ameríku. Þetta kemur fram í frétt Wall Street Journal en ekki liggur fyrir hve mikið áskriftarverðið á að hækka. Undanfarið ár hefur áskriftarverð streymisveita hækkað um fjórðung þar sem forsvarsmenn streymisveita hafa skipt um gír. Markmiðið er ekki lengur að sanka að sér áskrifendum, heldur að skila hagnaði. Hjá nokkrum streymisveitum hefur sú ákvörðun verið tekin að hækka verð á áskriftum án auglýsinga og bjóða einnig ódýrari áskriftarleiðir með auglýsingum. Forsvarsmenn Warner Bros. Discovery tilkynntu til að mynda í gær að áskriftarverð Discovery+, sem er ekki aðgengilegt á Íslandi, myndi hækka úr 6,99 dölum í 8,99. Ódýrari áskriftarleiðin, með auglýsingum, á áfram að kosta 4,99 dali. Sambærileg skref hafa áður verið tekin hjá Disney, Amazon og Netflix. Sjá einnig: Streymisstríðið tekur stakkaskiptum Hingað til hafa forsvarsmenn Netflix, sem hefur verið eina arðbæra streymisveitan hingað til, ekkert hækkað verð á undanförnu ári. Þess í stað var gripið til þess að reyna að draga úr því að fólk deildi lykilorðum sín á milli og fjölga áskrifendum þannig. Sjá einnig: Elta uppi Netflixsníkla á nýju ári Í frétt WSJ segir að forsvarsmenn Disney, Netflix og Warner Bros. Discovery hafi nýverið sagt að ódýrari áskriftarleið með auglýsingum, hafi reynst arðbærari á hvern notenda en dýrari áskriftarleið án auglýsinga. Víða er verið að skoða að bæta við íþróttum, til að hækka verðið á völdum áskriftarleiðum. Hjá Disney er verið að skoða að bæta við beinu íþróttaútsendingum. Það sama er upp á teningnum hjá Discovery varðandi streymisveituna Max og Apple er að selja útsendingar á viðureignir í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. Netflix Amazon Disney Hollywood Apple Neytendur Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt Wall Street Journal en ekki liggur fyrir hve mikið áskriftarverðið á að hækka. Undanfarið ár hefur áskriftarverð streymisveita hækkað um fjórðung þar sem forsvarsmenn streymisveita hafa skipt um gír. Markmiðið er ekki lengur að sanka að sér áskrifendum, heldur að skila hagnaði. Hjá nokkrum streymisveitum hefur sú ákvörðun verið tekin að hækka verð á áskriftum án auglýsinga og bjóða einnig ódýrari áskriftarleiðir með auglýsingum. Forsvarsmenn Warner Bros. Discovery tilkynntu til að mynda í gær að áskriftarverð Discovery+, sem er ekki aðgengilegt á Íslandi, myndi hækka úr 6,99 dölum í 8,99. Ódýrari áskriftarleiðin, með auglýsingum, á áfram að kosta 4,99 dali. Sambærileg skref hafa áður verið tekin hjá Disney, Amazon og Netflix. Sjá einnig: Streymisstríðið tekur stakkaskiptum Hingað til hafa forsvarsmenn Netflix, sem hefur verið eina arðbæra streymisveitan hingað til, ekkert hækkað verð á undanförnu ári. Þess í stað var gripið til þess að reyna að draga úr því að fólk deildi lykilorðum sín á milli og fjölga áskrifendum þannig. Sjá einnig: Elta uppi Netflixsníkla á nýju ári Í frétt WSJ segir að forsvarsmenn Disney, Netflix og Warner Bros. Discovery hafi nýverið sagt að ódýrari áskriftarleið með auglýsingum, hafi reynst arðbærari á hvern notenda en dýrari áskriftarleið án auglýsinga. Víða er verið að skoða að bæta við íþróttum, til að hækka verðið á völdum áskriftarleiðum. Hjá Disney er verið að skoða að bæta við beinu íþróttaútsendingum. Það sama er upp á teningnum hjá Discovery varðandi streymisveituna Max og Apple er að selja útsendingar á viðureignir í MLS-deildinni í Bandaríkjunum.
Netflix Amazon Disney Hollywood Apple Neytendur Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira