Stefna á verðhækkun hjá Netflix Samúel Karl Ólason skrifar 4. október 2023 09:11 Bíða á meða að tilkynna hækkunina þar til verkfalli leikara í Hollywood lýkur einnig. AP/Chris Pizzello Forsvarsmenn streymisveitunnar Netflix stefna á að hækka áskriftaverð á næstunni. Verkfalli handritshöfunda lauk nýverið og stendur til að bíða þar til verkfalli leikara lýkur einnig, áður en verðhækkanirnar verða tilkynntar en verið er að skoða að hækka verðið víða um heim. Fyrst stendur þó til að hækka verðið í Norður-Ameríku. Þetta kemur fram í frétt Wall Street Journal en ekki liggur fyrir hve mikið áskriftarverðið á að hækka. Undanfarið ár hefur áskriftarverð streymisveita hækkað um fjórðung þar sem forsvarsmenn streymisveita hafa skipt um gír. Markmiðið er ekki lengur að sanka að sér áskrifendum, heldur að skila hagnaði. Hjá nokkrum streymisveitum hefur sú ákvörðun verið tekin að hækka verð á áskriftum án auglýsinga og bjóða einnig ódýrari áskriftarleiðir með auglýsingum. Forsvarsmenn Warner Bros. Discovery tilkynntu til að mynda í gær að áskriftarverð Discovery+, sem er ekki aðgengilegt á Íslandi, myndi hækka úr 6,99 dölum í 8,99. Ódýrari áskriftarleiðin, með auglýsingum, á áfram að kosta 4,99 dali. Sambærileg skref hafa áður verið tekin hjá Disney, Amazon og Netflix. Sjá einnig: Streymisstríðið tekur stakkaskiptum Hingað til hafa forsvarsmenn Netflix, sem hefur verið eina arðbæra streymisveitan hingað til, ekkert hækkað verð á undanförnu ári. Þess í stað var gripið til þess að reyna að draga úr því að fólk deildi lykilorðum sín á milli og fjölga áskrifendum þannig. Sjá einnig: Elta uppi Netflixsníkla á nýju ári Í frétt WSJ segir að forsvarsmenn Disney, Netflix og Warner Bros. Discovery hafi nýverið sagt að ódýrari áskriftarleið með auglýsingum, hafi reynst arðbærari á hvern notenda en dýrari áskriftarleið án auglýsinga. Víða er verið að skoða að bæta við íþróttum, til að hækka verðið á völdum áskriftarleiðum. Hjá Disney er verið að skoða að bæta við beinu íþróttaútsendingum. Það sama er upp á teningnum hjá Discovery varðandi streymisveituna Max og Apple er að selja útsendingar á viðureignir í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. Netflix Amazon Disney Hollywood Apple Neytendur Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt Wall Street Journal en ekki liggur fyrir hve mikið áskriftarverðið á að hækka. Undanfarið ár hefur áskriftarverð streymisveita hækkað um fjórðung þar sem forsvarsmenn streymisveita hafa skipt um gír. Markmiðið er ekki lengur að sanka að sér áskrifendum, heldur að skila hagnaði. Hjá nokkrum streymisveitum hefur sú ákvörðun verið tekin að hækka verð á áskriftum án auglýsinga og bjóða einnig ódýrari áskriftarleiðir með auglýsingum. Forsvarsmenn Warner Bros. Discovery tilkynntu til að mynda í gær að áskriftarverð Discovery+, sem er ekki aðgengilegt á Íslandi, myndi hækka úr 6,99 dölum í 8,99. Ódýrari áskriftarleiðin, með auglýsingum, á áfram að kosta 4,99 dali. Sambærileg skref hafa áður verið tekin hjá Disney, Amazon og Netflix. Sjá einnig: Streymisstríðið tekur stakkaskiptum Hingað til hafa forsvarsmenn Netflix, sem hefur verið eina arðbæra streymisveitan hingað til, ekkert hækkað verð á undanförnu ári. Þess í stað var gripið til þess að reyna að draga úr því að fólk deildi lykilorðum sín á milli og fjölga áskrifendum þannig. Sjá einnig: Elta uppi Netflixsníkla á nýju ári Í frétt WSJ segir að forsvarsmenn Disney, Netflix og Warner Bros. Discovery hafi nýverið sagt að ódýrari áskriftarleið með auglýsingum, hafi reynst arðbærari á hvern notenda en dýrari áskriftarleið án auglýsinga. Víða er verið að skoða að bæta við íþróttum, til að hækka verðið á völdum áskriftarleiðum. Hjá Disney er verið að skoða að bæta við beinu íþróttaútsendingum. Það sama er upp á teningnum hjá Discovery varðandi streymisveituna Max og Apple er að selja útsendingar á viðureignir í MLS-deildinni í Bandaríkjunum.
Netflix Amazon Disney Hollywood Apple Neytendur Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira