McCarthy steypt af stóli í sögulegri atkvæðagreiðslu Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 3. október 2023 22:32 McCarthy yfirgefur þingið að atkvæðagreiðslu lokinni. AP Kevin McCarthy, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur verið vikið úr embætti sínu eftir atkvæðagreiðslu sem fram fór í dag í kjölfar vantrauststillögu sem lögð var fram á hendur honum í gær. Þetta er í fyrsta skipti sem fulltrúadeildin steypir forsetanum af stóli með þessum hætti. Strax í kjölfar atkvæðagreiðslunnar var Patrick MchHenry, stuðningsmaður McCarthy, kjörinn tímabundinn þingforseti. Nú þarf þingið að kjósa sér nýjan forseta en í frétt CNN segir að enn komi enginn meðlimur þingsins til greina sem augljós kandídat sem hlyti nægilegan stuðning til þess að ná kjöri. Ekki er vitað með vissu hvort atkvæðagreiðslan fari fram seinna í dag. Í gær lagði þingmaðurinn Matt Gaetz, sem einnig er flokksbróðir McCarthy, fram vantrauststillögu á hendur fulltrúadeildarforsetanum. Ekki þótti líklegt að McCarthy héldi sessi vegna þess hve fáir Repúblikanar höfðu lýst yfir stuðningi í hans garð. Vantrauststillagan náði í gegn með 216 atkvæðum gegn 210. Einungis fimm Repúblikanar þurfti til þess að McCarthy yrði vikið úr embætti en alls greiddu átta Repúblikanar með tillögunni. Tillögur um að fjarlægja forsetann hafa aðeins tvisvar áður verið lagðar fram og voru felldar í báðum tilvikum. John Boehner stóð af sér atlögu árið 2015 en fyrsta tillagan var lögð fram árið 1910. Talsverður titringur hefur verið á fulltrúadeildinni síðustu daga en á laugardag mátti minnstu muna að þingið hefði þurft að loka ríkisstofnunum vegna fjármagnsskorts. Nokkrum klukkustundum fyrir fyrirhugaða lokun samþykkti þingið bráðabirgðafjárlög sem fólu meðal annars í sér sextán milljarða dala til neyðaraðstoðar og stöðvun á aðstoð til Úkraínu, en sífellt stækkandi hópur þingmanna Repúblikanaflokksins virðist mótfallinn þeirri aðstoð. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Örlög McCarthy ráðast líklega í dag Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sagði þingflokki Repúblikanaflokksins í dag að atkvæðagreiðsla um vantrauststillögu gegn honum fari fram seinnipartinn. Greiði allir Demókratar atkvæði með tillögunni geta einungis fimm Repúblikanar velt McCarthy úr sessi. 3. október 2023 15:30 Gaetz leggur fram sögulega tillögu til höfuðs flokksbróður sínum Þingmaðurinn Matt Gaetz hefur lagt fram tillögu um að flokksbróðir hans Kevin McCarthy verði fjarlægður úr embætti forseta fulltrúadeildar bandaríska þingsins eftir að síðarnefndi reiddi sig á stuðning Demókrata til að koma fjárlögum í gegn um helgina. 3. október 2023 07:36 Samþykktu bráðabirðgafjárlög á síðustu stundu Bandarískir þingmenn samþykktu á síðustu stundu í nótt nýtt fjárlagafrumvarp til bráðabirgða og komu þannig í veg fyrir lokun opinberra stofnanna. Sú lokun átti formlega að hefjast á miðnætti í nótt, að staðartíma, og hefur verið frestað um 45 daga. Fjárlögin nýju gætu kostað forseta fulltrúadeildarinnar embættið. 1. október 2023 08:05 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Sjá meira
Þetta er í fyrsta skipti sem fulltrúadeildin steypir forsetanum af stóli með þessum hætti. Strax í kjölfar atkvæðagreiðslunnar var Patrick MchHenry, stuðningsmaður McCarthy, kjörinn tímabundinn þingforseti. Nú þarf þingið að kjósa sér nýjan forseta en í frétt CNN segir að enn komi enginn meðlimur þingsins til greina sem augljós kandídat sem hlyti nægilegan stuðning til þess að ná kjöri. Ekki er vitað með vissu hvort atkvæðagreiðslan fari fram seinna í dag. Í gær lagði þingmaðurinn Matt Gaetz, sem einnig er flokksbróðir McCarthy, fram vantrauststillögu á hendur fulltrúadeildarforsetanum. Ekki þótti líklegt að McCarthy héldi sessi vegna þess hve fáir Repúblikanar höfðu lýst yfir stuðningi í hans garð. Vantrauststillagan náði í gegn með 216 atkvæðum gegn 210. Einungis fimm Repúblikanar þurfti til þess að McCarthy yrði vikið úr embætti en alls greiddu átta Repúblikanar með tillögunni. Tillögur um að fjarlægja forsetann hafa aðeins tvisvar áður verið lagðar fram og voru felldar í báðum tilvikum. John Boehner stóð af sér atlögu árið 2015 en fyrsta tillagan var lögð fram árið 1910. Talsverður titringur hefur verið á fulltrúadeildinni síðustu daga en á laugardag mátti minnstu muna að þingið hefði þurft að loka ríkisstofnunum vegna fjármagnsskorts. Nokkrum klukkustundum fyrir fyrirhugaða lokun samþykkti þingið bráðabirgðafjárlög sem fólu meðal annars í sér sextán milljarða dala til neyðaraðstoðar og stöðvun á aðstoð til Úkraínu, en sífellt stækkandi hópur þingmanna Repúblikanaflokksins virðist mótfallinn þeirri aðstoð.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Örlög McCarthy ráðast líklega í dag Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sagði þingflokki Repúblikanaflokksins í dag að atkvæðagreiðsla um vantrauststillögu gegn honum fari fram seinnipartinn. Greiði allir Demókratar atkvæði með tillögunni geta einungis fimm Repúblikanar velt McCarthy úr sessi. 3. október 2023 15:30 Gaetz leggur fram sögulega tillögu til höfuðs flokksbróður sínum Þingmaðurinn Matt Gaetz hefur lagt fram tillögu um að flokksbróðir hans Kevin McCarthy verði fjarlægður úr embætti forseta fulltrúadeildar bandaríska þingsins eftir að síðarnefndi reiddi sig á stuðning Demókrata til að koma fjárlögum í gegn um helgina. 3. október 2023 07:36 Samþykktu bráðabirðgafjárlög á síðustu stundu Bandarískir þingmenn samþykktu á síðustu stundu í nótt nýtt fjárlagafrumvarp til bráðabirgða og komu þannig í veg fyrir lokun opinberra stofnanna. Sú lokun átti formlega að hefjast á miðnætti í nótt, að staðartíma, og hefur verið frestað um 45 daga. Fjárlögin nýju gætu kostað forseta fulltrúadeildarinnar embættið. 1. október 2023 08:05 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Sjá meira
Örlög McCarthy ráðast líklega í dag Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sagði þingflokki Repúblikanaflokksins í dag að atkvæðagreiðsla um vantrauststillögu gegn honum fari fram seinnipartinn. Greiði allir Demókratar atkvæði með tillögunni geta einungis fimm Repúblikanar velt McCarthy úr sessi. 3. október 2023 15:30
Gaetz leggur fram sögulega tillögu til höfuðs flokksbróður sínum Þingmaðurinn Matt Gaetz hefur lagt fram tillögu um að flokksbróðir hans Kevin McCarthy verði fjarlægður úr embætti forseta fulltrúadeildar bandaríska þingsins eftir að síðarnefndi reiddi sig á stuðning Demókrata til að koma fjárlögum í gegn um helgina. 3. október 2023 07:36
Samþykktu bráðabirðgafjárlög á síðustu stundu Bandarískir þingmenn samþykktu á síðustu stundu í nótt nýtt fjárlagafrumvarp til bráðabirgða og komu þannig í veg fyrir lokun opinberra stofnanna. Sú lokun átti formlega að hefjast á miðnætti í nótt, að staðartíma, og hefur verið frestað um 45 daga. Fjárlögin nýju gætu kostað forseta fulltrúadeildarinnar embættið. 1. október 2023 08:05