Vaknaði í morgun sem Lára Zulima Ómarsdóttir Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 3. október 2023 12:27 Lára ber ekki aðeins nafnið Zulima í dag heldur rekur hún fyrirtæki með sama nafni. Lára Zulima Ómarsdóttir. Fjölmiðlakonan Lára Ómarsdóttir heitir frá og með deginum í gær Lára Zulima Ómarsdóttir. Hún fékk eiginnafnið Zulima samþykkt í gær með úrskurði mannanafnanefndar. Lára fékk synjun frá Þjóðskrá þegar hún ætlaði að bæta nafninu inn sem millinafni. Málið þurfi því að fara fyrir mannanafnanefnd. „Ég hélt að þetta yrði ekkert vesen þar sem þetta er ekki nafn frá 1700 og súrkál. En þegar mannanafnanefnd var sett á laggirnar voru skilin eftir þau nöfn sem fimm eða færri einstaklingar báru,“ segir Lára. Móðuramma hennar hét Lára Stefanía Zulima Sigfúsdóttir og langömmusystir Láru hét Stefanía Zulima. Hún veit þó ekki hvaðan nafnið kemur. Kvenkyns Halldór Laxness „Ég ætlaði alltaf að verða listakona og taka þetta nafn upp sem listamannsnafn en svo varð ég bara aldrei listakona þannig að ég ákvað að bæta því þá við mitt eigið nafn. Ætlaði að vera eins og Halldór Laxness, bara Lára Zulima,“ segir hún og hlær. Hvernig viltu láta ávarpa þig? „Ég er alltaf kölluð Lára en ef fólk við aðgreina mig frá öðrum Lárum þá er það voða gaman,“ segir Lára. Lára Zulima virki þá vel. „Mér hefur alltaf þótt það svo skemmtilegt, áhugavert, skrítið og mystískt nafn.“ Lára efaðist um stund hvort hún væri að taka rétta ákvörðun. „Þegar ég var að bíða eftir úrskurðinum fór ég í smá stund að efast um að ég væri að gera rétt þar sem ég hef alltaf notað eitt nafn, fjögurra stafa nafn. En þegar niðurstaðan kom í gær fann ég að þetta var rétt ákvörðun,“ segir Lára. Dóttirin sótti um nafnið Blár Lára greindi frá tíðindunum á Facebook og uppskar mikil viðbrögð. Hamingjuóskir og spurningar. Ferlið tók um tvær vikur frá því að mannanafnanefnd barst umsóknin þar til nafnið var samþykkt. „Ég man hins vegar þegar dóttir mín sótti um að gefa syni sínum nafnið Blár að þá tók það rúman mánuð að fá úrskurðinn. Mögulega þurftu þau þá að skoða það mjög vel (hann heitir Flóki Blár) þar sem það var nýtt nafn en hjá mér fékkst þetta í gegn á hefðarrétti þar sem ekki eru liðin 70 ár frá því amma bar þetta nafn og það var skráð í manntalið 1920,“ sagði Lára í þræðinum við færslu hennar á Facebook. Stofnaði fjölmiðlafyrirtækið Zulima Lára starfaði um árabil sem fréttamaður. Hún vatt kvæði sínu í kross árið 2021 og réð sig sem samskiptastjóra hjá Aztiq, fasteignafélagi í eigu Róberts Wessmann. Hún skrifaði undir starfslokasamning í febrúar. Hún stofnaði í framhaldinu fjölmiðlafyrirtækið Zulima fyrr á þessu ári þar sem hún tekur að sér fjölbreytt verkefni sem tengjast fjölmiðlum og samskiptum. Lára býr yfir tuttugu ára reynslu sem blaðamaður. Mannanöfn Fjölmiðlar Tímamót Tengdar fréttir Selja íbúðina til að bjarga dóttur sinni af „snargölnum leigumarkaði“ Lára Ómarsdóttir, fyrrverandi fréttakona, segir leigumarkaðinn hér á landi vera kominn út fyrir öll velsæmismörk. Dóttir Láru var í íbúðarleit en eftir að hafa séð hversu dýrt leiguhúsnæði er orðið ákvað Lára að selja eigin íbúð til að geta hjálpað dóttur sinni. 3. maí 2023 14:17 Lára Ómars í hrókasamræðum við talgervil Síðasti þáttur hinna vinsælu hlaðvarpsþátta Nei hættu nú alveg, sem Vilhelm Anton Jónsson heldur úti af miklum myndarskap, reyndist með þeim skrautlegri í langri sögu þáttanna. 28. apríl 2023 11:28 Mest lesið Simmi Vill í meðferð Lífið Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sambærilegt því að spila með Real Madrid Lífið Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Lífið Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Lífið Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Lífið Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Lífið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Lífið Kenzen með 5 af topp 20 vörunum á Óskar appinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Sjá meira
Lára fékk synjun frá Þjóðskrá þegar hún ætlaði að bæta nafninu inn sem millinafni. Málið þurfi því að fara fyrir mannanafnanefnd. „Ég hélt að þetta yrði ekkert vesen þar sem þetta er ekki nafn frá 1700 og súrkál. En þegar mannanafnanefnd var sett á laggirnar voru skilin eftir þau nöfn sem fimm eða færri einstaklingar báru,“ segir Lára. Móðuramma hennar hét Lára Stefanía Zulima Sigfúsdóttir og langömmusystir Láru hét Stefanía Zulima. Hún veit þó ekki hvaðan nafnið kemur. Kvenkyns Halldór Laxness „Ég ætlaði alltaf að verða listakona og taka þetta nafn upp sem listamannsnafn en svo varð ég bara aldrei listakona þannig að ég ákvað að bæta því þá við mitt eigið nafn. Ætlaði að vera eins og Halldór Laxness, bara Lára Zulima,“ segir hún og hlær. Hvernig viltu láta ávarpa þig? „Ég er alltaf kölluð Lára en ef fólk við aðgreina mig frá öðrum Lárum þá er það voða gaman,“ segir Lára. Lára Zulima virki þá vel. „Mér hefur alltaf þótt það svo skemmtilegt, áhugavert, skrítið og mystískt nafn.“ Lára efaðist um stund hvort hún væri að taka rétta ákvörðun. „Þegar ég var að bíða eftir úrskurðinum fór ég í smá stund að efast um að ég væri að gera rétt þar sem ég hef alltaf notað eitt nafn, fjögurra stafa nafn. En þegar niðurstaðan kom í gær fann ég að þetta var rétt ákvörðun,“ segir Lára. Dóttirin sótti um nafnið Blár Lára greindi frá tíðindunum á Facebook og uppskar mikil viðbrögð. Hamingjuóskir og spurningar. Ferlið tók um tvær vikur frá því að mannanafnanefnd barst umsóknin þar til nafnið var samþykkt. „Ég man hins vegar þegar dóttir mín sótti um að gefa syni sínum nafnið Blár að þá tók það rúman mánuð að fá úrskurðinn. Mögulega þurftu þau þá að skoða það mjög vel (hann heitir Flóki Blár) þar sem það var nýtt nafn en hjá mér fékkst þetta í gegn á hefðarrétti þar sem ekki eru liðin 70 ár frá því amma bar þetta nafn og það var skráð í manntalið 1920,“ sagði Lára í þræðinum við færslu hennar á Facebook. Stofnaði fjölmiðlafyrirtækið Zulima Lára starfaði um árabil sem fréttamaður. Hún vatt kvæði sínu í kross árið 2021 og réð sig sem samskiptastjóra hjá Aztiq, fasteignafélagi í eigu Róberts Wessmann. Hún skrifaði undir starfslokasamning í febrúar. Hún stofnaði í framhaldinu fjölmiðlafyrirtækið Zulima fyrr á þessu ári þar sem hún tekur að sér fjölbreytt verkefni sem tengjast fjölmiðlum og samskiptum. Lára býr yfir tuttugu ára reynslu sem blaðamaður.
Mannanöfn Fjölmiðlar Tímamót Tengdar fréttir Selja íbúðina til að bjarga dóttur sinni af „snargölnum leigumarkaði“ Lára Ómarsdóttir, fyrrverandi fréttakona, segir leigumarkaðinn hér á landi vera kominn út fyrir öll velsæmismörk. Dóttir Láru var í íbúðarleit en eftir að hafa séð hversu dýrt leiguhúsnæði er orðið ákvað Lára að selja eigin íbúð til að geta hjálpað dóttur sinni. 3. maí 2023 14:17 Lára Ómars í hrókasamræðum við talgervil Síðasti þáttur hinna vinsælu hlaðvarpsþátta Nei hættu nú alveg, sem Vilhelm Anton Jónsson heldur úti af miklum myndarskap, reyndist með þeim skrautlegri í langri sögu þáttanna. 28. apríl 2023 11:28 Mest lesið Simmi Vill í meðferð Lífið Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sambærilegt því að spila með Real Madrid Lífið Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Lífið Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Lífið Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Lífið Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Lífið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Lífið Kenzen með 5 af topp 20 vörunum á Óskar appinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Sjá meira
Selja íbúðina til að bjarga dóttur sinni af „snargölnum leigumarkaði“ Lára Ómarsdóttir, fyrrverandi fréttakona, segir leigumarkaðinn hér á landi vera kominn út fyrir öll velsæmismörk. Dóttir Láru var í íbúðarleit en eftir að hafa séð hversu dýrt leiguhúsnæði er orðið ákvað Lára að selja eigin íbúð til að geta hjálpað dóttur sinni. 3. maí 2023 14:17
Lára Ómars í hrókasamræðum við talgervil Síðasti þáttur hinna vinsælu hlaðvarpsþátta Nei hættu nú alveg, sem Vilhelm Anton Jónsson heldur úti af miklum myndarskap, reyndist með þeim skrautlegri í langri sögu þáttanna. 28. apríl 2023 11:28