Fjölga myndavélum og nýta sér gervigreindartækni betur Atli Ísleifsson skrifar 3. október 2023 08:19 Gunnar Strömmer, dómsmálaráðherra Svíþjóðar. EPA Sænsk yfirvöld munu ráðast í sérstaka „eftirlitsmyndavélasókn“ og notast verður við gervigreind í auknum mæli í baráttunni við að glæpagengin og kveða niður þá ofbeldisöldu sem nú ríður yfir Svíþjóð. Þetta sagði Gunnar Strömmer, dómsmálaráðherra Svíþjóðar, á blaðamannafundi í morgun þar sem hann var mættur ásamt fulltrúum frá hinum stjórnarflokkunum og stuðningsflokki stjórnarinnar, Svíþjóðardemókrötum. „Myndavélarnar gegna lykilhlutverki í svona stöðu,“ sagði Strömmer. Hann sagði að eftirlitsmyndavélum muni fjölga mikið og þá verði þeim lagabreytingum sem ráðast þurfi í í tengslum við eftirlitsmyndavélar hraðað. Myndavélum lögreglu í almannarýminu verði þannig fjölgað um 2.500 á næsta ári, í stað 1.600 líkt og fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir. „Í því umhverfi þar sem sífellt færri þora að ræða við lögreglu er þörfin á tæknilegum sönnunargögnum mikil og skiptir sköpum. Við höfum séð að öryggismyndavélar gegna lykilhlutverki,“ sagði Strömmer. Ráðherrann sagði sömuleiðis þær lagabreytingar sem ráðast þurfi í muni skila sér í að hægt verði að nýta gervigreind til að bera kennsl á einstaklinga á upptökum þannig að auðveldara verði að hafa uppi á glæpamönnum. Sjálfvirkur aflestur á bílnúmerum verður einnig nýtt tól sem muni nýtast lögreglu. Lagabreytingar fela einnig í sér að lögregla mun fá auknar heimildir til að nýta dróna og aðgang að upptökum úr vegamyndavélum samgönguyfirvalda. Svíþjóð Tengdar fréttir Baráttan við glæpagengin: Börn taka fjögur ár á kassann til að verða hundraðkall Afleiðingar átaka innan hins alræmda Foxtrot-glæpagengis og átaka liðsmanna þeirra við önnur glæpagengi hafa skotið Svíum skelk í bringu á síðustu mánuðum. Forsætisráðherra landsins segir ástandið fordæmalaust og stöðuna grafalvarlega. Stigmögnun árása glæpagengja er svo mikil að Svíum er fyrir löngu hætt að standa á sama. Börn afplána með glöðu geði fjögur ár í fangelsi til að afla sér virðingar. 29. september 2023 14:26 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Sjá meira
Þetta sagði Gunnar Strömmer, dómsmálaráðherra Svíþjóðar, á blaðamannafundi í morgun þar sem hann var mættur ásamt fulltrúum frá hinum stjórnarflokkunum og stuðningsflokki stjórnarinnar, Svíþjóðardemókrötum. „Myndavélarnar gegna lykilhlutverki í svona stöðu,“ sagði Strömmer. Hann sagði að eftirlitsmyndavélum muni fjölga mikið og þá verði þeim lagabreytingum sem ráðast þurfi í í tengslum við eftirlitsmyndavélar hraðað. Myndavélum lögreglu í almannarýminu verði þannig fjölgað um 2.500 á næsta ári, í stað 1.600 líkt og fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir. „Í því umhverfi þar sem sífellt færri þora að ræða við lögreglu er þörfin á tæknilegum sönnunargögnum mikil og skiptir sköpum. Við höfum séð að öryggismyndavélar gegna lykilhlutverki,“ sagði Strömmer. Ráðherrann sagði sömuleiðis þær lagabreytingar sem ráðast þurfi í muni skila sér í að hægt verði að nýta gervigreind til að bera kennsl á einstaklinga á upptökum þannig að auðveldara verði að hafa uppi á glæpamönnum. Sjálfvirkur aflestur á bílnúmerum verður einnig nýtt tól sem muni nýtast lögreglu. Lagabreytingar fela einnig í sér að lögregla mun fá auknar heimildir til að nýta dróna og aðgang að upptökum úr vegamyndavélum samgönguyfirvalda.
Svíþjóð Tengdar fréttir Baráttan við glæpagengin: Börn taka fjögur ár á kassann til að verða hundraðkall Afleiðingar átaka innan hins alræmda Foxtrot-glæpagengis og átaka liðsmanna þeirra við önnur glæpagengi hafa skotið Svíum skelk í bringu á síðustu mánuðum. Forsætisráðherra landsins segir ástandið fordæmalaust og stöðuna grafalvarlega. Stigmögnun árása glæpagengja er svo mikil að Svíum er fyrir löngu hætt að standa á sama. Börn afplána með glöðu geði fjögur ár í fangelsi til að afla sér virðingar. 29. september 2023 14:26 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Sjá meira
Baráttan við glæpagengin: Börn taka fjögur ár á kassann til að verða hundraðkall Afleiðingar átaka innan hins alræmda Foxtrot-glæpagengis og átaka liðsmanna þeirra við önnur glæpagengi hafa skotið Svíum skelk í bringu á síðustu mánuðum. Forsætisráðherra landsins segir ástandið fordæmalaust og stöðuna grafalvarlega. Stigmögnun árása glæpagengja er svo mikil að Svíum er fyrir löngu hætt að standa á sama. Börn afplána með glöðu geði fjögur ár í fangelsi til að afla sér virðingar. 29. september 2023 14:26