Braut gegn lögregluþjónum en sagði þá ætla að drepa hann Jón Þór Stefánsson skrifar 3. október 2023 06:30 Að mati Héraðsdóms Reykjavíkur hefði maðurinn mátt gera sér grein fyrir því hvaða afleiðingar gjörðir hans myndu hafa. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir valdstjórnarbrot fyrir að beita tvo lögregluþjóna ofbeldi. Maðurinn neitaði sök og hélt því fram að annar lögregluþjónninn hafi ætlað að drepa hann, og því sagðist því halda að þeir myndu drepa hann. Maðurinn var ákærður fyrir ofbeldisbrot gagnvart lögregluþjónunum annars vegar með því að grípa um höfuð annars þeirra og þrýsta fingrum sínum í auga hans. Og hins vegar grípa um andlit hins lögregluþjónsins, klípa í kinnina á honum og ýta utan í ísskáp. Í ákæru kemur fram að báðir lögreglumennirnir hafi hlotið einhverja áverka vegna þess. Atvik málsins áttu sér stað í september í fyrra. Þá var lögregla kölluð til vegna mannsins þar sem hann var að reyna að komast inn í íbúð. Þegar lögreglu bar að garði var hann kominn inn í íbúðina og var samkvæmt lögregluskýrslu í annarlegu ástandi, ör og óðamála, og þá segir að hann hafi verið ber að ofan og skólaus. Samkvæmt skýrslunni gekk erfiðlega að ræða við manninn í íbúðinni og hann ekki sagður fylgja fyrirmælum. Annar lögregluþjónninn hafi beðið hann ítrekað um að leggjast á magan, og síðan tilkynnt honum að piparúða yrði beitt myndi hann ekki hlýða. Maðurinn hafi ekki hlýtt og lögregluþjónninn beitt úðanum sem varð til þess að maðurinn lagðist á magann. Lögregla hafi þá ætlað að færa manninn í handjárn, og verið búin að setja aðra hönd hans í þau, þegar hann hafi skyndilega byrjað að streitast á móti og staðið upp. Þá hafi hann framið brotinn sem hann var ákærður fyrir. Líkt og áður segir neitaði maðurinn sök. Þrátt fyrir það kannaðist hann við að hafa lent í átökum við lögregluna. Hann sagðist ekki hafa haft ásetning til að skaða lögreglumennina. Mótspyrna hans hafi stafað af því að hann vildi komast út úr íbúðinni. Jafnframt sagðist hann hafa fundið fyrir sársauka vegna aðgerða lögreglunnar og þá hafi annar lögreglumaðurinn svarað játandi þegar hann sagðist halda að þeir ætluðu sér að drepa hann. Þó að framburður mannsins hafi verið stöðugur að mati dómsins, þá segir að hann hafi mátt gera sér grein fyrir því hvaða afleiðingar gjörðir hans myndu hafa. Hann hefði mátt gera sér ljóst að hann væri að ráðast að lögreglumönnunum og að slys gæti hlotist af háttseminni. Maðurinn, sem á langan sakaferill að baki, rauf reynslulausn sem hann hlaut frá dómi árið 2020. Hann var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi og gert að greiða 25 þúsund krónur í sakarkostnað og 540 þúsund í málsvarnarlaun verjanda síns. Dómsmál Lögreglumál Lögreglan Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Maðurinn var ákærður fyrir ofbeldisbrot gagnvart lögregluþjónunum annars vegar með því að grípa um höfuð annars þeirra og þrýsta fingrum sínum í auga hans. Og hins vegar grípa um andlit hins lögregluþjónsins, klípa í kinnina á honum og ýta utan í ísskáp. Í ákæru kemur fram að báðir lögreglumennirnir hafi hlotið einhverja áverka vegna þess. Atvik málsins áttu sér stað í september í fyrra. Þá var lögregla kölluð til vegna mannsins þar sem hann var að reyna að komast inn í íbúð. Þegar lögreglu bar að garði var hann kominn inn í íbúðina og var samkvæmt lögregluskýrslu í annarlegu ástandi, ör og óðamála, og þá segir að hann hafi verið ber að ofan og skólaus. Samkvæmt skýrslunni gekk erfiðlega að ræða við manninn í íbúðinni og hann ekki sagður fylgja fyrirmælum. Annar lögregluþjónninn hafi beðið hann ítrekað um að leggjast á magan, og síðan tilkynnt honum að piparúða yrði beitt myndi hann ekki hlýða. Maðurinn hafi ekki hlýtt og lögregluþjónninn beitt úðanum sem varð til þess að maðurinn lagðist á magann. Lögregla hafi þá ætlað að færa manninn í handjárn, og verið búin að setja aðra hönd hans í þau, þegar hann hafi skyndilega byrjað að streitast á móti og staðið upp. Þá hafi hann framið brotinn sem hann var ákærður fyrir. Líkt og áður segir neitaði maðurinn sök. Þrátt fyrir það kannaðist hann við að hafa lent í átökum við lögregluna. Hann sagðist ekki hafa haft ásetning til að skaða lögreglumennina. Mótspyrna hans hafi stafað af því að hann vildi komast út úr íbúðinni. Jafnframt sagðist hann hafa fundið fyrir sársauka vegna aðgerða lögreglunnar og þá hafi annar lögreglumaðurinn svarað játandi þegar hann sagðist halda að þeir ætluðu sér að drepa hann. Þó að framburður mannsins hafi verið stöðugur að mati dómsins, þá segir að hann hafi mátt gera sér grein fyrir því hvaða afleiðingar gjörðir hans myndu hafa. Hann hefði mátt gera sér ljóst að hann væri að ráðast að lögreglumönnunum og að slys gæti hlotist af háttseminni. Maðurinn, sem á langan sakaferill að baki, rauf reynslulausn sem hann hlaut frá dómi árið 2020. Hann var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi og gert að greiða 25 þúsund krónur í sakarkostnað og 540 þúsund í málsvarnarlaun verjanda síns.
Dómsmál Lögreglumál Lögreglan Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira