Braut gegn lögregluþjónum en sagði þá ætla að drepa hann Jón Þór Stefánsson skrifar 3. október 2023 06:30 Að mati Héraðsdóms Reykjavíkur hefði maðurinn mátt gera sér grein fyrir því hvaða afleiðingar gjörðir hans myndu hafa. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir valdstjórnarbrot fyrir að beita tvo lögregluþjóna ofbeldi. Maðurinn neitaði sök og hélt því fram að annar lögregluþjónninn hafi ætlað að drepa hann, og því sagðist því halda að þeir myndu drepa hann. Maðurinn var ákærður fyrir ofbeldisbrot gagnvart lögregluþjónunum annars vegar með því að grípa um höfuð annars þeirra og þrýsta fingrum sínum í auga hans. Og hins vegar grípa um andlit hins lögregluþjónsins, klípa í kinnina á honum og ýta utan í ísskáp. Í ákæru kemur fram að báðir lögreglumennirnir hafi hlotið einhverja áverka vegna þess. Atvik málsins áttu sér stað í september í fyrra. Þá var lögregla kölluð til vegna mannsins þar sem hann var að reyna að komast inn í íbúð. Þegar lögreglu bar að garði var hann kominn inn í íbúðina og var samkvæmt lögregluskýrslu í annarlegu ástandi, ör og óðamála, og þá segir að hann hafi verið ber að ofan og skólaus. Samkvæmt skýrslunni gekk erfiðlega að ræða við manninn í íbúðinni og hann ekki sagður fylgja fyrirmælum. Annar lögregluþjónninn hafi beðið hann ítrekað um að leggjast á magan, og síðan tilkynnt honum að piparúða yrði beitt myndi hann ekki hlýða. Maðurinn hafi ekki hlýtt og lögregluþjónninn beitt úðanum sem varð til þess að maðurinn lagðist á magann. Lögregla hafi þá ætlað að færa manninn í handjárn, og verið búin að setja aðra hönd hans í þau, þegar hann hafi skyndilega byrjað að streitast á móti og staðið upp. Þá hafi hann framið brotinn sem hann var ákærður fyrir. Líkt og áður segir neitaði maðurinn sök. Þrátt fyrir það kannaðist hann við að hafa lent í átökum við lögregluna. Hann sagðist ekki hafa haft ásetning til að skaða lögreglumennina. Mótspyrna hans hafi stafað af því að hann vildi komast út úr íbúðinni. Jafnframt sagðist hann hafa fundið fyrir sársauka vegna aðgerða lögreglunnar og þá hafi annar lögreglumaðurinn svarað játandi þegar hann sagðist halda að þeir ætluðu sér að drepa hann. Þó að framburður mannsins hafi verið stöðugur að mati dómsins, þá segir að hann hafi mátt gera sér grein fyrir því hvaða afleiðingar gjörðir hans myndu hafa. Hann hefði mátt gera sér ljóst að hann væri að ráðast að lögreglumönnunum og að slys gæti hlotist af háttseminni. Maðurinn, sem á langan sakaferill að baki, rauf reynslulausn sem hann hlaut frá dómi árið 2020. Hann var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi og gert að greiða 25 þúsund krónur í sakarkostnað og 540 þúsund í málsvarnarlaun verjanda síns. Dómsmál Lögreglumál Lögreglan Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira
Maðurinn var ákærður fyrir ofbeldisbrot gagnvart lögregluþjónunum annars vegar með því að grípa um höfuð annars þeirra og þrýsta fingrum sínum í auga hans. Og hins vegar grípa um andlit hins lögregluþjónsins, klípa í kinnina á honum og ýta utan í ísskáp. Í ákæru kemur fram að báðir lögreglumennirnir hafi hlotið einhverja áverka vegna þess. Atvik málsins áttu sér stað í september í fyrra. Þá var lögregla kölluð til vegna mannsins þar sem hann var að reyna að komast inn í íbúð. Þegar lögreglu bar að garði var hann kominn inn í íbúðina og var samkvæmt lögregluskýrslu í annarlegu ástandi, ör og óðamála, og þá segir að hann hafi verið ber að ofan og skólaus. Samkvæmt skýrslunni gekk erfiðlega að ræða við manninn í íbúðinni og hann ekki sagður fylgja fyrirmælum. Annar lögregluþjónninn hafi beðið hann ítrekað um að leggjast á magan, og síðan tilkynnt honum að piparúða yrði beitt myndi hann ekki hlýða. Maðurinn hafi ekki hlýtt og lögregluþjónninn beitt úðanum sem varð til þess að maðurinn lagðist á magann. Lögregla hafi þá ætlað að færa manninn í handjárn, og verið búin að setja aðra hönd hans í þau, þegar hann hafi skyndilega byrjað að streitast á móti og staðið upp. Þá hafi hann framið brotinn sem hann var ákærður fyrir. Líkt og áður segir neitaði maðurinn sök. Þrátt fyrir það kannaðist hann við að hafa lent í átökum við lögregluna. Hann sagðist ekki hafa haft ásetning til að skaða lögreglumennina. Mótspyrna hans hafi stafað af því að hann vildi komast út úr íbúðinni. Jafnframt sagðist hann hafa fundið fyrir sársauka vegna aðgerða lögreglunnar og þá hafi annar lögreglumaðurinn svarað játandi þegar hann sagðist halda að þeir ætluðu sér að drepa hann. Þó að framburður mannsins hafi verið stöðugur að mati dómsins, þá segir að hann hafi mátt gera sér grein fyrir því hvaða afleiðingar gjörðir hans myndu hafa. Hann hefði mátt gera sér ljóst að hann væri að ráðast að lögreglumönnunum og að slys gæti hlotist af háttseminni. Maðurinn, sem á langan sakaferill að baki, rauf reynslulausn sem hann hlaut frá dómi árið 2020. Hann var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi og gert að greiða 25 þúsund krónur í sakarkostnað og 540 þúsund í málsvarnarlaun verjanda síns.
Dómsmál Lögreglumál Lögreglan Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira