Braut gegn lögregluþjónum en sagði þá ætla að drepa hann Jón Þór Stefánsson skrifar 3. október 2023 06:30 Að mati Héraðsdóms Reykjavíkur hefði maðurinn mátt gera sér grein fyrir því hvaða afleiðingar gjörðir hans myndu hafa. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir valdstjórnarbrot fyrir að beita tvo lögregluþjóna ofbeldi. Maðurinn neitaði sök og hélt því fram að annar lögregluþjónninn hafi ætlað að drepa hann, og því sagðist því halda að þeir myndu drepa hann. Maðurinn var ákærður fyrir ofbeldisbrot gagnvart lögregluþjónunum annars vegar með því að grípa um höfuð annars þeirra og þrýsta fingrum sínum í auga hans. Og hins vegar grípa um andlit hins lögregluþjónsins, klípa í kinnina á honum og ýta utan í ísskáp. Í ákæru kemur fram að báðir lögreglumennirnir hafi hlotið einhverja áverka vegna þess. Atvik málsins áttu sér stað í september í fyrra. Þá var lögregla kölluð til vegna mannsins þar sem hann var að reyna að komast inn í íbúð. Þegar lögreglu bar að garði var hann kominn inn í íbúðina og var samkvæmt lögregluskýrslu í annarlegu ástandi, ör og óðamála, og þá segir að hann hafi verið ber að ofan og skólaus. Samkvæmt skýrslunni gekk erfiðlega að ræða við manninn í íbúðinni og hann ekki sagður fylgja fyrirmælum. Annar lögregluþjónninn hafi beðið hann ítrekað um að leggjast á magan, og síðan tilkynnt honum að piparúða yrði beitt myndi hann ekki hlýða. Maðurinn hafi ekki hlýtt og lögregluþjónninn beitt úðanum sem varð til þess að maðurinn lagðist á magann. Lögregla hafi þá ætlað að færa manninn í handjárn, og verið búin að setja aðra hönd hans í þau, þegar hann hafi skyndilega byrjað að streitast á móti og staðið upp. Þá hafi hann framið brotinn sem hann var ákærður fyrir. Líkt og áður segir neitaði maðurinn sök. Þrátt fyrir það kannaðist hann við að hafa lent í átökum við lögregluna. Hann sagðist ekki hafa haft ásetning til að skaða lögreglumennina. Mótspyrna hans hafi stafað af því að hann vildi komast út úr íbúðinni. Jafnframt sagðist hann hafa fundið fyrir sársauka vegna aðgerða lögreglunnar og þá hafi annar lögreglumaðurinn svarað játandi þegar hann sagðist halda að þeir ætluðu sér að drepa hann. Þó að framburður mannsins hafi verið stöðugur að mati dómsins, þá segir að hann hafi mátt gera sér grein fyrir því hvaða afleiðingar gjörðir hans myndu hafa. Hann hefði mátt gera sér ljóst að hann væri að ráðast að lögreglumönnunum og að slys gæti hlotist af háttseminni. Maðurinn, sem á langan sakaferill að baki, rauf reynslulausn sem hann hlaut frá dómi árið 2020. Hann var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi og gert að greiða 25 þúsund krónur í sakarkostnað og 540 þúsund í málsvarnarlaun verjanda síns. Dómsmál Lögreglumál Lögreglan Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Maðurinn var ákærður fyrir ofbeldisbrot gagnvart lögregluþjónunum annars vegar með því að grípa um höfuð annars þeirra og þrýsta fingrum sínum í auga hans. Og hins vegar grípa um andlit hins lögregluþjónsins, klípa í kinnina á honum og ýta utan í ísskáp. Í ákæru kemur fram að báðir lögreglumennirnir hafi hlotið einhverja áverka vegna þess. Atvik málsins áttu sér stað í september í fyrra. Þá var lögregla kölluð til vegna mannsins þar sem hann var að reyna að komast inn í íbúð. Þegar lögreglu bar að garði var hann kominn inn í íbúðina og var samkvæmt lögregluskýrslu í annarlegu ástandi, ör og óðamála, og þá segir að hann hafi verið ber að ofan og skólaus. Samkvæmt skýrslunni gekk erfiðlega að ræða við manninn í íbúðinni og hann ekki sagður fylgja fyrirmælum. Annar lögregluþjónninn hafi beðið hann ítrekað um að leggjast á magan, og síðan tilkynnt honum að piparúða yrði beitt myndi hann ekki hlýða. Maðurinn hafi ekki hlýtt og lögregluþjónninn beitt úðanum sem varð til þess að maðurinn lagðist á magann. Lögregla hafi þá ætlað að færa manninn í handjárn, og verið búin að setja aðra hönd hans í þau, þegar hann hafi skyndilega byrjað að streitast á móti og staðið upp. Þá hafi hann framið brotinn sem hann var ákærður fyrir. Líkt og áður segir neitaði maðurinn sök. Þrátt fyrir það kannaðist hann við að hafa lent í átökum við lögregluna. Hann sagðist ekki hafa haft ásetning til að skaða lögreglumennina. Mótspyrna hans hafi stafað af því að hann vildi komast út úr íbúðinni. Jafnframt sagðist hann hafa fundið fyrir sársauka vegna aðgerða lögreglunnar og þá hafi annar lögreglumaðurinn svarað játandi þegar hann sagðist halda að þeir ætluðu sér að drepa hann. Þó að framburður mannsins hafi verið stöðugur að mati dómsins, þá segir að hann hafi mátt gera sér grein fyrir því hvaða afleiðingar gjörðir hans myndu hafa. Hann hefði mátt gera sér ljóst að hann væri að ráðast að lögreglumönnunum og að slys gæti hlotist af háttseminni. Maðurinn, sem á langan sakaferill að baki, rauf reynslulausn sem hann hlaut frá dómi árið 2020. Hann var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi og gert að greiða 25 þúsund krónur í sakarkostnað og 540 þúsund í málsvarnarlaun verjanda síns.
Dómsmál Lögreglumál Lögreglan Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira