Gert að sæta „öruggri gæslu“ eftir vopnað rán Jón Þór Stefánsson skrifar 2. október 2023 11:42 Fram kemur að maðurinn hafi framið ránið grímuklæddur, nánar tiltekið með sóttvarnagrímu. Vísir/Vilhelm Karlmaður sem framdi vopnað rán þann 22. ágúst 2021 þarf að sæta öruggri gæslu á viðeigandi hæli. Þetta er niðurstaða dóms Héraðsdóms Reykjavíkur. Hann var ákærður fyrir að hafa farið í verslun í Reykjavík og gengið að þremur starfsmönnum hennar og krafið þau um pening. Starfsfólkið hafi ekki skilið hann og hann barið vínflösku í afgreiðsluborðið og ógnað þeim með brotinni flöskunni. Það hafi orðið til þess að einn starfsmaðurinn opnaði peningaskúffuna á afgreiðslukassanum og þá teygði maðurinn sig yfir afgreiðsluborðið og tók peningaseðla að óþekktri fjárhæð og fór síðan úr versluninni. Í dómnum er verknaðinum lýst betur í ákveðnum atriðum, til að mynda kemur fram að maðurinn hafi verið grímuklæddur með sóttvarnagrímu. Og þá hafi hann tekið leigubíl af vettvangi. Maðurinn játaði verknaðinn, en í dómnum kemur meira að segja fram að hann hafi sagt lögreglu frá verknaðinum að fyrra bragði þegar hún gaf sig á tal við hann vegna annars máls. Því var ekki ágreiningur um verknaðinn sem lýst var í ákærunni í málinu. Hins vegar kemur fram að maðurinn hafi glímt við mikil geðræn vandamál um árabil og að vopnaða ránið hafi verið framið þegar hann var í alvarlegu geðrofsástandi. Niðurstaða dómsins var sú að maðurinn hafi verið alls ófær um að stjórna gjörðum sínum á því augnabliki. Héraðsdómur Reykjavíkur bendir á að þegar sakborningar séu sýknaðir, eða ef refsing telst árangurslaus, megi dómurinn gera ráðstafanir sem sjái til þess að ekki veitist háski af viðkomandi. Maðurinn er sjálfráða og var það metið svo að það væri áhættuþáttur þar sem að komið gæti til þess að hann yrði ósamvinnufús eða myndi leita á ný í áhættuhegðun. Fram kemur í dómnum að hugtakið „öryggisgæsla“ komi ekki fyrir í hegningarlögum, en að vista megi fólk á „viðeigandi hæli“. Niðurstaða dómsins var sú að maðurinn skyldi sæta öruggri gæslu á viðeigandi hæli. Í dómnum er tekið betur fram hvað er átt við með því, en þar segir að mikilvægt sé að tekið verði mið af núverandi búsetu, eftirliti, stuðningi og meðferð mannsins, en að öryggisgæsla fari fram innan lokaðrar stofnunar réttargeðdeildar. Dómsmál Reykjavík Geðheilbrigði Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Sjá meira
Hann var ákærður fyrir að hafa farið í verslun í Reykjavík og gengið að þremur starfsmönnum hennar og krafið þau um pening. Starfsfólkið hafi ekki skilið hann og hann barið vínflösku í afgreiðsluborðið og ógnað þeim með brotinni flöskunni. Það hafi orðið til þess að einn starfsmaðurinn opnaði peningaskúffuna á afgreiðslukassanum og þá teygði maðurinn sig yfir afgreiðsluborðið og tók peningaseðla að óþekktri fjárhæð og fór síðan úr versluninni. Í dómnum er verknaðinum lýst betur í ákveðnum atriðum, til að mynda kemur fram að maðurinn hafi verið grímuklæddur með sóttvarnagrímu. Og þá hafi hann tekið leigubíl af vettvangi. Maðurinn játaði verknaðinn, en í dómnum kemur meira að segja fram að hann hafi sagt lögreglu frá verknaðinum að fyrra bragði þegar hún gaf sig á tal við hann vegna annars máls. Því var ekki ágreiningur um verknaðinn sem lýst var í ákærunni í málinu. Hins vegar kemur fram að maðurinn hafi glímt við mikil geðræn vandamál um árabil og að vopnaða ránið hafi verið framið þegar hann var í alvarlegu geðrofsástandi. Niðurstaða dómsins var sú að maðurinn hafi verið alls ófær um að stjórna gjörðum sínum á því augnabliki. Héraðsdómur Reykjavíkur bendir á að þegar sakborningar séu sýknaðir, eða ef refsing telst árangurslaus, megi dómurinn gera ráðstafanir sem sjái til þess að ekki veitist háski af viðkomandi. Maðurinn er sjálfráða og var það metið svo að það væri áhættuþáttur þar sem að komið gæti til þess að hann yrði ósamvinnufús eða myndi leita á ný í áhættuhegðun. Fram kemur í dómnum að hugtakið „öryggisgæsla“ komi ekki fyrir í hegningarlögum, en að vista megi fólk á „viðeigandi hæli“. Niðurstaða dómsins var sú að maðurinn skyldi sæta öruggri gæslu á viðeigandi hæli. Í dómnum er tekið betur fram hvað er átt við með því, en þar segir að mikilvægt sé að tekið verði mið af núverandi búsetu, eftirliti, stuðningi og meðferð mannsins, en að öryggisgæsla fari fram innan lokaðrar stofnunar réttargeðdeildar.
Dómsmál Reykjavík Geðheilbrigði Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Sjá meira