Neytendur

Ekki lengur hægt að kaupa bensín á Litlu kaffi­stofunni

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Hægt hefur verið að kaupa bensín við Litlu kaffistofuna undanfarna áratugi.
Hægt hefur verið að kaupa bensín við Litlu kaffistofuna undanfarna áratugi. Vísir/Vilhelm

Hætt hefur verið að selja bensín á Litlu kaffi­stofunni á Sand­skeiði. Rúm­lega 63 ára sögu bensín­sölu þar er því lokið.

Frá þessu er greint í Morgun­blaðinu. Eins og flestir lands­menn vita var kaffi­stofan um ára­bil vin­sæll áningar­staður lands­manna.

Olís var með bensín­sölu við Litlu kaffi­stofuna en bendir nú þess í stað á bensín­stöð sína á Norð­linga­holti. Segir að sú bensín­stöð sé einungis í 14 kíló­metra fjar­lægð.

Í Mogganum kemur fram að gildandi starfs­leyfi elds­neysis­sölu hafi runnið út þann 30. septem­ber. Ekki reyndist unnt að endur­nýja leyfið nema til kæmu veru­legar fjár­festingar við endur­bætur á svæðinu. Veitinga­staðurinn Hjá Hlölla verður á­fram rekinn í Litlu kaffi­stofunni.


Tengdar fréttir

Hlölli og fjölskylda opna Litlu kaffistofuna

Hlöðver Sigurðsson, stofnandi Hlöllabáta, hefur tekið við rekstri Litlu kaffistofunnar, ásamt fjölskyldu sinni. En Litla kaffistofan mun brátt opna dyr sínar á ný eftir að hafa verið lokað fyrr í sumar.

Bílstjórar dyggustu viðskiptavinirnir

Stefán Þormar Guðmundsson mun hætta rekstri Litlu kaffistofunnar á næstu vikum en hann og fjölskylda hans hafa staðið vaktina í 24 ár. Stefán verður sjötugur í mars og ætlar að segja þetta gott.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×