Íslenski boltinn

Mörkin úr Bestu: Vals­menn út­kljáðu Evrópu­bar­áttuna | Eyja­menn eygja von

Aron Guðmundsson skrifar
Aron Jóhannsson skoraði eitt marka Vals í sigri liðsins á FH
Aron Jóhannsson skoraði eitt marka Vals í sigri liðsins á FH Vísir/Hulda Margrét

Fimm leikir fóru fram í Bestu deild karla í fótbolta í gær, átján mörk voru skoruð og tóku línur að skýrast fyrir lokaumferð deildarinnar sem fer fram eftir tæpa viku. Evrópubaráttan er ráðin en enn er óvíst hvaða lið fellur með Keflavík.

Á Origovellinum að Hlíðarenda tóku heimamenn í Val á móti FH-ingum sem þurftu sigur til að halda sér vel inn í baráttunni um Evrópusæti. Svo fór hins vegar að Valsmenn fóru með sigur af hólmi, sigur sem gulltryggir Breiðabliki og Stjörnunni þessi margumtöluðu Evrópusæti. 

Leikar stóðu jafnir, 1-1, þegar flautað var til hálfleiks en þá settu Valsmenn í annan gír, skoruðu þrjú mörk og unnu að lokum sannfærandi 4-1 sigur. Mörk Vals skoruðu þeir Haukur Páll Sigurðsson, Adam Ægir Pálsson, Aron Jóhannsson og Patrick Pedersen. Mark FH skoraði Davíð Snær Jóhannsson.

Klippa: Markaveisla í sigri Vals á FH

Í Kórnum tók HK á móti ÍBV frá Vestmannaeyjum. Eyjamenn róa lífróður í deildinni um þessar mundir og þurftu sárlega á sigri að halda til að vera í séns á að halda sæti sínu í deildinni fyrir lokaumferðina. 

Það var því ansi mikilvægt, markið sem Eiður Aron Sigurbjörnsson skoraði fyrir ÍBV á 30.mínútu. Reyndist þetta eina mark leiksins, ÍBV hélt til Eyja með stigin þrjú. 

HK situr í 9.sæti Bestu deildarinnar með 27 stig fyrir lokaumferðina og á, líkt og Fram, Fylkir og ÍBV, hættu á að falla niður í Lengjudeildina fyrir lokaumferðina. 

ÍBV situr í 11.sæti, sem jafnframt er fallsæti, með 24 stig. 

Klippa: Eyjamenn eygja smá von eftir sigurmark Eiðs

Önnur úrslit úr Bestu deildinni í gær: 

Fram 1 - 0 HK

1-0 Þengill Orrason ('54)

Keflavík 1 - 3 Fylkir

1-0 Edon Osmani ('45+1)

1-1 Ásgeir Eyþórsson ('51)

1-2 Orri Sveinn Stefánsson ('64)

1-3 Benedikt Daríus Garðarsson ('70) 

Rautt spjald: Sindri Þór Guðmundsson (Keflavík, '80)


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×