Ómar Ingi: Erum að keppa við eitthvað miklu meira heldur en andstæðingar okkar Þorsteinn Hjálmsson skrifar 1. október 2023 19:55 Ómar Ingi, þjálfari HK. Vísir/Hulda Margrét HK tapaði í kvöld 0-1 fyrir ÍBV í Kórnum í næstsíðustu umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Bæði lið eru harðri baráttu um að halda sæti sínu í deildinni en leikurinn réðist á umdeildri vítaspyrnu sem dæmd var á 30. mínútu leiksins. Þegar Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, var inntur eftir fyrstu viðbrögðum eftir leikinn hafði hann þetta að segja. „Gífurlega svekkjandi. Fyrstu viðbrögð eru einfaldlega þau að við erum að keppa við eitthvað miklu meira heldur en andstæðingar okkar allt of oft í undanförnum leikjum.“ Vilhjálmur Alvar Þórarinsson var dómari leiksins og dæmdi víti á Arnar Frey Ólafsson, markvörð HK, þegar hann og Tómas Bent Magnússon, leikmaður ÍBV, lentu í árekstri. Svo virtist að Arnar Freyr hafi verið á undan í boltann en Vilhjálmur Alvar var ekki á sama máli og dæmdi víti sem Eiður Aron Sigurbjörnsson skoraði sigurmarkið úr. „Mér finnst hérna núna, á móti Fram um daginn, það vill svo til að það er sami maður sem á í hlut. Þá fáum við vítaspyrnur á okkur sem mér virðist hafa verið rangar í bæði skiptin,“ sagði Ómar Ingi, svekktur. Ómari Inga fannst vanta upp á betri færasköpun í leik síns liðs í dag. „Við náttúrulega komum okkur ekki í nógu góð færi. Við eigum þarna nokkra skalla og ágætisstöður en við komum okkur ekki í nógu góð færi á móti bara þéttu liði og liði sem hefur gífurlega gaman að því að verjast svona eins og leikurinn var orðinn undir lokin. Við verðum klárlega að gera betur þar og það er ekki í fyrsta skipti í sumar.“ HK hefði getað tryggt veru sína í Bestu deildinni með stigi í kvöld en er nú í möguleika á að falla í lokaumferð deildarinnar um næstu helgi. HK var í sömu stöðu síðast þegar liðið lék í efstu deild og féll þá í lokaumferðinni á kostnað ÍA. „Tilfinningin fyrir næsta leik er bara fín. Held að hópurinn sé alveg staðráðinn í því að láta það ekki gerast aftur. En tilfinningin fyrir síðustu leikjum er verri og við erum bara ósáttir með það að vera búnir að komast í þá stöðu að þetta þurfi að ráðast fyrir norðan í lokaleik tímabilsins,“ sagði Ómar Ingi að lokum en lokaleikur liðsins er gegn KA. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla HK Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Fleiri fréttir „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Sjá meira
Þegar Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, var inntur eftir fyrstu viðbrögðum eftir leikinn hafði hann þetta að segja. „Gífurlega svekkjandi. Fyrstu viðbrögð eru einfaldlega þau að við erum að keppa við eitthvað miklu meira heldur en andstæðingar okkar allt of oft í undanförnum leikjum.“ Vilhjálmur Alvar Þórarinsson var dómari leiksins og dæmdi víti á Arnar Frey Ólafsson, markvörð HK, þegar hann og Tómas Bent Magnússon, leikmaður ÍBV, lentu í árekstri. Svo virtist að Arnar Freyr hafi verið á undan í boltann en Vilhjálmur Alvar var ekki á sama máli og dæmdi víti sem Eiður Aron Sigurbjörnsson skoraði sigurmarkið úr. „Mér finnst hérna núna, á móti Fram um daginn, það vill svo til að það er sami maður sem á í hlut. Þá fáum við vítaspyrnur á okkur sem mér virðist hafa verið rangar í bæði skiptin,“ sagði Ómar Ingi, svekktur. Ómari Inga fannst vanta upp á betri færasköpun í leik síns liðs í dag. „Við náttúrulega komum okkur ekki í nógu góð færi. Við eigum þarna nokkra skalla og ágætisstöður en við komum okkur ekki í nógu góð færi á móti bara þéttu liði og liði sem hefur gífurlega gaman að því að verjast svona eins og leikurinn var orðinn undir lokin. Við verðum klárlega að gera betur þar og það er ekki í fyrsta skipti í sumar.“ HK hefði getað tryggt veru sína í Bestu deildinni með stigi í kvöld en er nú í möguleika á að falla í lokaumferð deildarinnar um næstu helgi. HK var í sömu stöðu síðast þegar liðið lék í efstu deild og féll þá í lokaumferðinni á kostnað ÍA. „Tilfinningin fyrir næsta leik er bara fín. Held að hópurinn sé alveg staðráðinn í því að láta það ekki gerast aftur. En tilfinningin fyrir síðustu leikjum er verri og við erum bara ósáttir með það að vera búnir að komast í þá stöðu að þetta þurfi að ráðast fyrir norðan í lokaleik tímabilsins,“ sagði Ómar Ingi að lokum en lokaleikur liðsins er gegn KA.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla HK Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Fleiri fréttir „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti