„Við borgum það ekki með glöðu geði, heldur með óbragð í munni“ Bjarki Sigurðsson skrifar 1. október 2023 19:16 Gunnar H. Jónasson starfar í Kjötborg. Vísir/Steingrímur Dúi Gjaldskyldutími í bílastæði miðsvæðis í Reykjavík lengdist í dag og borga þarf meira á ákveðnum stöðum. Verslunareigendur segja gjaldtökuna ósanngjarna og skref í ranga átt. Ný gjaldskrá bílastæða Reykjavíkurborgar tók gildi í dag. Í fyrsta sinn þarf að greiða í stæði á sunnudögum og til klukkan níu á kvöldin. Ekki eru allir sáttir við nýju gjaldskrána. Klippa: Ósáttir við hækkun Uppfærða gjaldskráin snýr að mestu leyti að gjaldsvæðum P1 og P2 sem sjá má hér á kortinu. Gjaldskyldutíminn þar hefur verið lengdur til klukkan níu á kvöldin og þá þarf að greiða í stæðin á sunnudögum. Einnig hækkar gjald á gjaldsvæði P1 í 600 krónur á tímann. Gjaldskylda á svæði P3 fellur niður á laugardögum en engar breytingar eru gerðar á svæði P4. Í fréttinni hér fyrir neðan má lesa nánar um breytingarnar. Skref í vitlausa átt Verslunin Kjötborg er staðsett á Ásvallagötu sem er á gjaldsvæði P2. hún rekin af bræðrunum Gunnari og Kristjáni Jónassonum. Þeir hafa lengi kvartað yfir því að þurfa að greiða í stæði við verslunina og er það nú enn dýrara fyrir þá að mæta í vinnuna. „Við erum mjög ósáttir við að hafa himinhá fasteignagjöld í rekstrinum og hafa ekki einu sinni bílastæði. Kristján er eigandi húsnæðisins og ég get fengið að leigja stæði af fólki sem vill ekki eiga bíl. En þá þarf ég að færa lögheimilið til þeirra,“ segir Gunnar. Verslunin Kjötborg er staðsett við Ásvallagötu.Vísir/Steingrímur Dúi Bræðurnir þurfa mikið að notast við bíla sína í vinnunni til að ná í vörur og annað. „Við reynum að borga til að sleppa við sektirnar. Við erum búnir að borga nokkrum sinnum sekt. Við borgum það ekki með glöðu geði, heldur með óbragð í munni,“ segir Gunnar. Vilja íbúakort Þeir vilja fá að leggja við verslunina án þess að þurfa að greiða fyrir það. „Okkur fyndist eðlilegt ef við fengjum þessi íbúakort eins og aðrir. Þó við værum ekki íbúar því maður má víst ekki búa á vinnustaðnum sínum. Okkur finnst það óeðlilegt,“ segir Gunnar. Reykjavík Bílastæði Verslun Borgarstjórn Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Settu bílslys á svið Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Fleiri fréttir Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Sjá meira
Ný gjaldskrá bílastæða Reykjavíkurborgar tók gildi í dag. Í fyrsta sinn þarf að greiða í stæði á sunnudögum og til klukkan níu á kvöldin. Ekki eru allir sáttir við nýju gjaldskrána. Klippa: Ósáttir við hækkun Uppfærða gjaldskráin snýr að mestu leyti að gjaldsvæðum P1 og P2 sem sjá má hér á kortinu. Gjaldskyldutíminn þar hefur verið lengdur til klukkan níu á kvöldin og þá þarf að greiða í stæðin á sunnudögum. Einnig hækkar gjald á gjaldsvæði P1 í 600 krónur á tímann. Gjaldskylda á svæði P3 fellur niður á laugardögum en engar breytingar eru gerðar á svæði P4. Í fréttinni hér fyrir neðan má lesa nánar um breytingarnar. Skref í vitlausa átt Verslunin Kjötborg er staðsett á Ásvallagötu sem er á gjaldsvæði P2. hún rekin af bræðrunum Gunnari og Kristjáni Jónassonum. Þeir hafa lengi kvartað yfir því að þurfa að greiða í stæði við verslunina og er það nú enn dýrara fyrir þá að mæta í vinnuna. „Við erum mjög ósáttir við að hafa himinhá fasteignagjöld í rekstrinum og hafa ekki einu sinni bílastæði. Kristján er eigandi húsnæðisins og ég get fengið að leigja stæði af fólki sem vill ekki eiga bíl. En þá þarf ég að færa lögheimilið til þeirra,“ segir Gunnar. Verslunin Kjötborg er staðsett við Ásvallagötu.Vísir/Steingrímur Dúi Bræðurnir þurfa mikið að notast við bíla sína í vinnunni til að ná í vörur og annað. „Við reynum að borga til að sleppa við sektirnar. Við erum búnir að borga nokkrum sinnum sekt. Við borgum það ekki með glöðu geði, heldur með óbragð í munni,“ segir Gunnar. Vilja íbúakort Þeir vilja fá að leggja við verslunina án þess að þurfa að greiða fyrir það. „Okkur fyndist eðlilegt ef við fengjum þessi íbúakort eins og aðrir. Þó við værum ekki íbúar því maður má víst ekki búa á vinnustaðnum sínum. Okkur finnst það óeðlilegt,“ segir Gunnar.
Reykjavík Bílastæði Verslun Borgarstjórn Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Settu bílslys á svið Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Fleiri fréttir Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Sjá meira