Segir börn hafa samband við glæpagengin og bjóðast til að drepa Atli Ísleifsson skrifar 29. september 2023 09:04 Ríkislögreglustjórinn Anders Thornberg ræddi við blaðamenn um baráttuna gegn glæpagengjunum í morgun. EPA Ríkislögreglustjóri Svíþjóðar segir að ofbeldisalda af áður óþekktri stærðargráðu gangi nú yfir landið og allar líkur séu á að fréttir muni berast af nýjum árásum á næstu dögum og vikum. Hann segir lögreglu hafa upplýsingar um að börn setji sig í samband við glæpagengin og bjóðist til að drepa. Þetta kom fram á fréttamannafundi ríkislögreglustjórans Anders Thornberg í morgun þar sem hann ræddi mikla aukningu ofbeldisverka í landinu sem rakin eru til átaka innan og milli glæpagengja. Thornberg sagðist þar hafa sérstakar áhyggjur af þeim börnum og ungmennum sem ganga til liðs við glæpagengin. „Það eru börn sem sjálf hafa samband við gengin til að drepa,“ sagði ríkislögreglustjórinn. „Börn eiga að hafa trú á framtíðina. Þau eiga ekki að óska þess að verða morðingjar.“ Miskunnarlaus glæpagengi Á fréttamannafundinum kallaði hann glæpagengin „miskunnarlaus“ og sagði þau leita skipulega að ungmennum og fá þau til að fremja glæpi. „Þessi nýliðun heldur áfram og hana verður að stöðva,“ segir Thornberg. Hann segir þó lítið benda til að ofbeldisöldunni muni linna á næstunni. Líklegt sé að árásirnar verði fleiri áður en tekst að snúa þróuninni við. Árásirnar nú tengjast flestar hinu svokallaða Foxtrot-glæpagengi. Svíar vöknuðu í gær upp við fréttir af því að 25 ára kona hafi látist í sprengjuárás í íbúahverfi fyrir utan Uppsali. Hún var nágranni manns sem tengist Foxtrot-glæpagenginu og var hún því ekki skotmark árásarinnar. Þrjú hundruð í varðhaldi Thornberg segir að lögreglan vinni áfram markvisst að því að kveða niður ofbeldisölduna. Það sem af er ári hafi þrjú hundruð manns, sem eru taldir tengjast glæpagengjunum, verið hrepptir í gæsluvarðhald vegna vopnalagabrota. Hann segir sömuleiðis að lögregla ætli sér að auka samstarf við sænska herinn sem geti meðal annars sinnt eftirliti og greiningu. Tólf hafa verið drepin í átökum glæpagengja það sem af er september. Mörg þeirra eru undir lögaldri. Staðan grafalvarleg Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, ávarpaði þjóð sína í gærkvöldi þar sem hann ræddi stöðuna í sænsku samfélagi vegna stríðs glæpagengjanna. „Nú verða börn og saklausar manneskjur fyrir þessu grófa ofbeldi. Ég get ekki undirstrikað nægilega mikið hvað staðan er alvarleg. Þessi staða hefur aldrei áður verið upp í Svíþjóð. Hvergi í álfunni er staðan þessi,“ sagði Kristersson. Svíþjóð Tengdar fréttir Kona látin eftir sprengingu í Uppsölum Tuttugu og fimm ára kona er látin eftir að sprengja sprakk í íbúahverfi í Fullerö, norður af Uppsölum í Svíþjóð, í nótt. Talið er að árásin tengist átökum glæpahópa í landinu, en samkvæmt heimildum SVT á konan ekki að hafa tengst hópunum og ekki verið skotmark árásarinnar. 28. september 2023 07:46 Kona látin eftir sprengingu í Uppsölum Tuttugu og fimm ára kona er látin eftir að sprengja sprakk í íbúahverfi í Fullerö, norður af Uppsölum í Svíþjóð, í nótt. Talið er að árásin tengist átökum glæpahópa í landinu, en samkvæmt heimildum SVT á konan ekki að hafa tengst hópunum og ekki verið skotmark árásarinnar. 28. september 2023 07:46 Segir allt koma til greina til að kveða niður glæpaölduna Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir stjórnvöld þar í landi munu beita öllum sínum ráðum til þess að kveða niður glæpaölduna sem riðið hefur yfir landið. Hann ávarpaði sænsku þjóðina vegna málsins nú síðdegis og kynnti breytingar á lögum landsins. 28. september 2023 17:41 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Þetta kom fram á fréttamannafundi ríkislögreglustjórans Anders Thornberg í morgun þar sem hann ræddi mikla aukningu ofbeldisverka í landinu sem rakin eru til átaka innan og milli glæpagengja. Thornberg sagðist þar hafa sérstakar áhyggjur af þeim börnum og ungmennum sem ganga til liðs við glæpagengin. „Það eru börn sem sjálf hafa samband við gengin til að drepa,“ sagði ríkislögreglustjórinn. „Börn eiga að hafa trú á framtíðina. Þau eiga ekki að óska þess að verða morðingjar.“ Miskunnarlaus glæpagengi Á fréttamannafundinum kallaði hann glæpagengin „miskunnarlaus“ og sagði þau leita skipulega að ungmennum og fá þau til að fremja glæpi. „Þessi nýliðun heldur áfram og hana verður að stöðva,“ segir Thornberg. Hann segir þó lítið benda til að ofbeldisöldunni muni linna á næstunni. Líklegt sé að árásirnar verði fleiri áður en tekst að snúa þróuninni við. Árásirnar nú tengjast flestar hinu svokallaða Foxtrot-glæpagengi. Svíar vöknuðu í gær upp við fréttir af því að 25 ára kona hafi látist í sprengjuárás í íbúahverfi fyrir utan Uppsali. Hún var nágranni manns sem tengist Foxtrot-glæpagenginu og var hún því ekki skotmark árásarinnar. Þrjú hundruð í varðhaldi Thornberg segir að lögreglan vinni áfram markvisst að því að kveða niður ofbeldisölduna. Það sem af er ári hafi þrjú hundruð manns, sem eru taldir tengjast glæpagengjunum, verið hrepptir í gæsluvarðhald vegna vopnalagabrota. Hann segir sömuleiðis að lögregla ætli sér að auka samstarf við sænska herinn sem geti meðal annars sinnt eftirliti og greiningu. Tólf hafa verið drepin í átökum glæpagengja það sem af er september. Mörg þeirra eru undir lögaldri. Staðan grafalvarleg Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, ávarpaði þjóð sína í gærkvöldi þar sem hann ræddi stöðuna í sænsku samfélagi vegna stríðs glæpagengjanna. „Nú verða börn og saklausar manneskjur fyrir þessu grófa ofbeldi. Ég get ekki undirstrikað nægilega mikið hvað staðan er alvarleg. Þessi staða hefur aldrei áður verið upp í Svíþjóð. Hvergi í álfunni er staðan þessi,“ sagði Kristersson.
Svíþjóð Tengdar fréttir Kona látin eftir sprengingu í Uppsölum Tuttugu og fimm ára kona er látin eftir að sprengja sprakk í íbúahverfi í Fullerö, norður af Uppsölum í Svíþjóð, í nótt. Talið er að árásin tengist átökum glæpahópa í landinu, en samkvæmt heimildum SVT á konan ekki að hafa tengst hópunum og ekki verið skotmark árásarinnar. 28. september 2023 07:46 Kona látin eftir sprengingu í Uppsölum Tuttugu og fimm ára kona er látin eftir að sprengja sprakk í íbúahverfi í Fullerö, norður af Uppsölum í Svíþjóð, í nótt. Talið er að árásin tengist átökum glæpahópa í landinu, en samkvæmt heimildum SVT á konan ekki að hafa tengst hópunum og ekki verið skotmark árásarinnar. 28. september 2023 07:46 Segir allt koma til greina til að kveða niður glæpaölduna Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir stjórnvöld þar í landi munu beita öllum sínum ráðum til þess að kveða niður glæpaölduna sem riðið hefur yfir landið. Hann ávarpaði sænsku þjóðina vegna málsins nú síðdegis og kynnti breytingar á lögum landsins. 28. september 2023 17:41 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Kona látin eftir sprengingu í Uppsölum Tuttugu og fimm ára kona er látin eftir að sprengja sprakk í íbúahverfi í Fullerö, norður af Uppsölum í Svíþjóð, í nótt. Talið er að árásin tengist átökum glæpahópa í landinu, en samkvæmt heimildum SVT á konan ekki að hafa tengst hópunum og ekki verið skotmark árásarinnar. 28. september 2023 07:46
Kona látin eftir sprengingu í Uppsölum Tuttugu og fimm ára kona er látin eftir að sprengja sprakk í íbúahverfi í Fullerö, norður af Uppsölum í Svíþjóð, í nótt. Talið er að árásin tengist átökum glæpahópa í landinu, en samkvæmt heimildum SVT á konan ekki að hafa tengst hópunum og ekki verið skotmark árásarinnar. 28. september 2023 07:46
Segir allt koma til greina til að kveða niður glæpaölduna Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir stjórnvöld þar í landi munu beita öllum sínum ráðum til þess að kveða niður glæpaölduna sem riðið hefur yfir landið. Hann ávarpaði sænsku þjóðina vegna málsins nú síðdegis og kynnti breytingar á lögum landsins. 28. september 2023 17:41
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent