Unga fólkið gegn 32 ríkjum vegna loftslagsmála tekið fyrir hjá MDE Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. september 2023 10:50 Unga fólkið var mætt í dómsal í morgun. AP/Jean-Francois Badias Ellefu ára stúlka frá Portúgal er meðal sex ungmenna sem hafa höfðað mál gegn 32 ríkjum fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Ungmennin segja ríkin hafa brotið gegn mannréttindum sínum með því að grípa ekki til aðgerða gegn loftslagsvánni. Mariana Agostinho var viðstödd þegar málið var tekið fyrir í dag, ásamt 86 lögmönnum ríkjanna 32. Ungmennin eru á aldrinum 11 til 24 ára og ákváðu að grípa til sinnar ráða eftir að 66 létust í miklum gróðureldum í Leira í Portúgal árið 2017. Unga fólkið segir aðgerðir umræddra ríkja til að stemma stigu við hlýnun jarðar ekki duga til og að þannig hafi þau brotið gegn mannréttindum fólks; rétti þeirra til lífs, rétti þeirra til að sæta ekki ómannlegri eða niðurlægjandi meðferð og réttinum til einka- og fjölskyldulífs, svo eitthvað sé nefnt. Grand Chamber hearing Duarte in the case Agostinho and Others v. Portugal and 32 Othershttps://t.co/Y3UHo8qSU2#ECHR #CEDH #ECHRpress pic.twitter.com/re8IQbVRq5— ECHR CEDH (@ECHR_CEDH) September 27, 2023 „Þetta mál varðar unga fólkið,“ segir lögmaðurinn Alison Macdonald. „Þetta snýst um fólkið sem er gjalda fyrir það að ríkjum er að mistakast að takast á við loftslagsvandann. Þetta snýst um þann skaða sem þau munu hljóta af ef ríkin axla ekki ábyrgð.“ Umrædd ríki ákváðu að sameinast um svör en Sudhanshu Swaroop, lögmaður Bretlands, sagði ríkin full meðvituð um alvarleika glímunnar við loftslagsbreytingar. Með því að fara með málið beint til mannréttindadómstólsins hefðu dómstólar ríkjanna hins vegar ekki fengið að segja sitt. Það lægi í hlutarins eðli að kröfurnar sem fælust í málssókn ungmennana myndu hafa verulegar samfélagslegar og efnahagslegar afleiðingar í för með sér fyrir ríkin en þau væru ekki endilega sammála í afstöðu sinni né hefði verið fjallað um málið á þjóðþingum þeirra. Parísarsamkomulagið væri þegar í gildi um aðgerðir ríkjanna í loftslagsmálum og að aðrar kvaðir myndu grafa undan þeim sáttmála. Macdonald sagði viðbrögð ríkjanna hins vegar jafngilda því að málið væri hreinlega of stórt, of flókið, of alþjóðlegt og að dómstóllinn ætti að líta í hina áttina. Það væri rangt að málið ætti ekki heima hjá dómstólnum; unga fólkið horfði fram á óbærilegan hita í framtíðinni ef ekkert yrði að gert. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian. Loftslagsmál Mannréttindadómstóll Evrópu Börn og uppeldi Dómsmál Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Mariana Agostinho var viðstödd þegar málið var tekið fyrir í dag, ásamt 86 lögmönnum ríkjanna 32. Ungmennin eru á aldrinum 11 til 24 ára og ákváðu að grípa til sinnar ráða eftir að 66 létust í miklum gróðureldum í Leira í Portúgal árið 2017. Unga fólkið segir aðgerðir umræddra ríkja til að stemma stigu við hlýnun jarðar ekki duga til og að þannig hafi þau brotið gegn mannréttindum fólks; rétti þeirra til lífs, rétti þeirra til að sæta ekki ómannlegri eða niðurlægjandi meðferð og réttinum til einka- og fjölskyldulífs, svo eitthvað sé nefnt. Grand Chamber hearing Duarte in the case Agostinho and Others v. Portugal and 32 Othershttps://t.co/Y3UHo8qSU2#ECHR #CEDH #ECHRpress pic.twitter.com/re8IQbVRq5— ECHR CEDH (@ECHR_CEDH) September 27, 2023 „Þetta mál varðar unga fólkið,“ segir lögmaðurinn Alison Macdonald. „Þetta snýst um fólkið sem er gjalda fyrir það að ríkjum er að mistakast að takast á við loftslagsvandann. Þetta snýst um þann skaða sem þau munu hljóta af ef ríkin axla ekki ábyrgð.“ Umrædd ríki ákváðu að sameinast um svör en Sudhanshu Swaroop, lögmaður Bretlands, sagði ríkin full meðvituð um alvarleika glímunnar við loftslagsbreytingar. Með því að fara með málið beint til mannréttindadómstólsins hefðu dómstólar ríkjanna hins vegar ekki fengið að segja sitt. Það lægi í hlutarins eðli að kröfurnar sem fælust í málssókn ungmennana myndu hafa verulegar samfélagslegar og efnahagslegar afleiðingar í för með sér fyrir ríkin en þau væru ekki endilega sammála í afstöðu sinni né hefði verið fjallað um málið á þjóðþingum þeirra. Parísarsamkomulagið væri þegar í gildi um aðgerðir ríkjanna í loftslagsmálum og að aðrar kvaðir myndu grafa undan þeim sáttmála. Macdonald sagði viðbrögð ríkjanna hins vegar jafngilda því að málið væri hreinlega of stórt, of flókið, of alþjóðlegt og að dómstóllinn ætti að líta í hina áttina. Það væri rangt að málið ætti ekki heima hjá dómstólnum; unga fólkið horfði fram á óbærilegan hita í framtíðinni ef ekkert yrði að gert. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian.
Loftslagsmál Mannréttindadómstóll Evrópu Börn og uppeldi Dómsmál Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira