Hélt að PCOS kaflanum væri lokið eftir barneignir Helena Rós Sturludóttir skrifar 23. september 2023 15:45 Guðrún Rútsdóttir Aðsend Þörf er á frekari vitundarvakningu um fjölblöðrueggjastokkaheilkenni að sögn formanns PCOS samtakanna. Átta til þrettán prósent kvenna eru með heilkennið en sjötíu prósent vita ekki af því. Septembermánuður ár hvert er alþjóðlegur vitundarvakningarmánuður um PCOS eða fjölblöðrueggjastokkaheilkenni. „Hvað getum við gert“ er yfirskrift ráðstefnu PCOS samtakanna sem fer fram í dag. Guðrún Rútsdóttir, formaður PCOS samtakanna, segir heilkennið geta haft margvísleg áhrif á konur. „Þetta er sem sagt innkirtlaröskun sem veldur óreglu á hormónakerfi líkamans og þetta er ein algengasta orsök ófrjósemi hjá konum. Þetta er heilkenni og hefur margvíslegar afleiðingar og lýsir sér á mismunandi hátt hjá mismunandi konum,“ segir Guðrún. Ekki eingöngu ófrjósemi Guðrún þekkir PCOS vel sjálf en hún greindist á barneignaraldri en það reyndist henni erfitt að verða ófrísk „Sem svo tókst og þá í rauninni hélt ég að mín PCOS saga væri búin því þetta er það sem er svo oft einblínt á, ófrjósemin,“ segir Guðrún. Það sé þó margt annað sem heilkennið getur haft áhrif á. „Ég kemst ekki að því fyrr en ég er 39 ára gömul að líkurnar á að fá sykursýki tvö eru yfirgnæfandi og hjarta og æðasjúkdómar, krabbamein í legslími,“ segir hún jafnframt og bætir við að einnig séu mun meiri líkur á að konur með PCOS glími við átröskun, þunglyndi og kvíða. „Sem hefði verið ofboðslega gott að vera meðvitaður um frá upphafi.“ Skilningsleysi og fitusmánun Að sögn Guðrúnar er heilkennið ólæknandi en ýmsar leiðir séu til að halda einkennum niðri. Konur hafi mætt skilningsleysi og fitusmánun í heilbrigðiskerfinu. „Það þarf bara meiri þekkingu og vitundarvakningu í heilbrigðiskerfinu og samfélaginu. Það er bara þannig og þetta vandamál er ekki einangrað við Ísland,“ segir Guðrún og bendir á hin Norðurlöndin. „Við erum öll á sama stað – Ísland er ekkert öðruvísi en hin Norðurlöndin og ég held það sé að verða þessi vitundarvakning núna,“ segir Guðrún að lokum. Heilbrigðismál Kvenheilsa Tengdar fréttir Vandamál hve oft læknar svari konum: „Þú verður bara að léttast“ Guðrún Rútsdóttir, varaformaður PCOS samtaka Íslands og doktor í próteinefnafræði, vill auka meðvitund um PCOS heilkennið hjá almenningi og starfsfólki í heilbrigðiskerfinu. Ástæðan fyrir þessari ósk um aukna vitundarvakningu er umfjöllun um notkun Íslendinga á lyfjunum Saxenda, Ozempic og Viscosa. 4. febrúar 2023 07:00 Með blöðru á stærð við epli á eggjastokknum Fyrirsætan Hailey Bieber opnaði sig við fylgjendur sína á Instagram í gær og sagði frá því að hún væri með stóra blöðru á eggjastokknum sem ylli henni talsverðum óþægindum. Hún sagðist vilja deila þessu, þar sem fjölmargar aðrar konur væru að glíma við sama vandamál. 29. nóvember 2022 15:31 Eiga loksins von á barni eftir langa baráttu við ófrjósemi Hjónin Ása Hulda Oddsdóttir og Hörður Þór Jóhannsson eiga von á barni, en þau hafa um árabil staðið í baráttu við ófrjósemi. 8. janúar 2020 18:00 Stofnuðu PCOS samtök Íslands: Þessi hópur þurfti málsvara PCOS samtök Íslands hafa verið stofnuð sem málsvari fyrir hóp þeirra einstaklinga sem eru með sjúkdóminn og er búið að opna á skráningu fyrir meðlimi. Áætlað er að um 10-15% kvenna á frjósemiskeiði séu með PCOS sem gerir þetta einn algengasta innkirtlasjúkdóminn hjá konum. 11. febrúar 2022 09:30 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Fleiri fréttir Kári segir Amgen hafa beitt fantaskap til að losa sig við sig Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Sjá meira
Septembermánuður ár hvert er alþjóðlegur vitundarvakningarmánuður um PCOS eða fjölblöðrueggjastokkaheilkenni. „Hvað getum við gert“ er yfirskrift ráðstefnu PCOS samtakanna sem fer fram í dag. Guðrún Rútsdóttir, formaður PCOS samtakanna, segir heilkennið geta haft margvísleg áhrif á konur. „Þetta er sem sagt innkirtlaröskun sem veldur óreglu á hormónakerfi líkamans og þetta er ein algengasta orsök ófrjósemi hjá konum. Þetta er heilkenni og hefur margvíslegar afleiðingar og lýsir sér á mismunandi hátt hjá mismunandi konum,“ segir Guðrún. Ekki eingöngu ófrjósemi Guðrún þekkir PCOS vel sjálf en hún greindist á barneignaraldri en það reyndist henni erfitt að verða ófrísk „Sem svo tókst og þá í rauninni hélt ég að mín PCOS saga væri búin því þetta er það sem er svo oft einblínt á, ófrjósemin,“ segir Guðrún. Það sé þó margt annað sem heilkennið getur haft áhrif á. „Ég kemst ekki að því fyrr en ég er 39 ára gömul að líkurnar á að fá sykursýki tvö eru yfirgnæfandi og hjarta og æðasjúkdómar, krabbamein í legslími,“ segir hún jafnframt og bætir við að einnig séu mun meiri líkur á að konur með PCOS glími við átröskun, þunglyndi og kvíða. „Sem hefði verið ofboðslega gott að vera meðvitaður um frá upphafi.“ Skilningsleysi og fitusmánun Að sögn Guðrúnar er heilkennið ólæknandi en ýmsar leiðir séu til að halda einkennum niðri. Konur hafi mætt skilningsleysi og fitusmánun í heilbrigðiskerfinu. „Það þarf bara meiri þekkingu og vitundarvakningu í heilbrigðiskerfinu og samfélaginu. Það er bara þannig og þetta vandamál er ekki einangrað við Ísland,“ segir Guðrún og bendir á hin Norðurlöndin. „Við erum öll á sama stað – Ísland er ekkert öðruvísi en hin Norðurlöndin og ég held það sé að verða þessi vitundarvakning núna,“ segir Guðrún að lokum.
Heilbrigðismál Kvenheilsa Tengdar fréttir Vandamál hve oft læknar svari konum: „Þú verður bara að léttast“ Guðrún Rútsdóttir, varaformaður PCOS samtaka Íslands og doktor í próteinefnafræði, vill auka meðvitund um PCOS heilkennið hjá almenningi og starfsfólki í heilbrigðiskerfinu. Ástæðan fyrir þessari ósk um aukna vitundarvakningu er umfjöllun um notkun Íslendinga á lyfjunum Saxenda, Ozempic og Viscosa. 4. febrúar 2023 07:00 Með blöðru á stærð við epli á eggjastokknum Fyrirsætan Hailey Bieber opnaði sig við fylgjendur sína á Instagram í gær og sagði frá því að hún væri með stóra blöðru á eggjastokknum sem ylli henni talsverðum óþægindum. Hún sagðist vilja deila þessu, þar sem fjölmargar aðrar konur væru að glíma við sama vandamál. 29. nóvember 2022 15:31 Eiga loksins von á barni eftir langa baráttu við ófrjósemi Hjónin Ása Hulda Oddsdóttir og Hörður Þór Jóhannsson eiga von á barni, en þau hafa um árabil staðið í baráttu við ófrjósemi. 8. janúar 2020 18:00 Stofnuðu PCOS samtök Íslands: Þessi hópur þurfti málsvara PCOS samtök Íslands hafa verið stofnuð sem málsvari fyrir hóp þeirra einstaklinga sem eru með sjúkdóminn og er búið að opna á skráningu fyrir meðlimi. Áætlað er að um 10-15% kvenna á frjósemiskeiði séu með PCOS sem gerir þetta einn algengasta innkirtlasjúkdóminn hjá konum. 11. febrúar 2022 09:30 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Fleiri fréttir Kári segir Amgen hafa beitt fantaskap til að losa sig við sig Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Sjá meira
Vandamál hve oft læknar svari konum: „Þú verður bara að léttast“ Guðrún Rútsdóttir, varaformaður PCOS samtaka Íslands og doktor í próteinefnafræði, vill auka meðvitund um PCOS heilkennið hjá almenningi og starfsfólki í heilbrigðiskerfinu. Ástæðan fyrir þessari ósk um aukna vitundarvakningu er umfjöllun um notkun Íslendinga á lyfjunum Saxenda, Ozempic og Viscosa. 4. febrúar 2023 07:00
Með blöðru á stærð við epli á eggjastokknum Fyrirsætan Hailey Bieber opnaði sig við fylgjendur sína á Instagram í gær og sagði frá því að hún væri með stóra blöðru á eggjastokknum sem ylli henni talsverðum óþægindum. Hún sagðist vilja deila þessu, þar sem fjölmargar aðrar konur væru að glíma við sama vandamál. 29. nóvember 2022 15:31
Eiga loksins von á barni eftir langa baráttu við ófrjósemi Hjónin Ása Hulda Oddsdóttir og Hörður Þór Jóhannsson eiga von á barni, en þau hafa um árabil staðið í baráttu við ófrjósemi. 8. janúar 2020 18:00
Stofnuðu PCOS samtök Íslands: Þessi hópur þurfti málsvara PCOS samtök Íslands hafa verið stofnuð sem málsvari fyrir hóp þeirra einstaklinga sem eru með sjúkdóminn og er búið að opna á skráningu fyrir meðlimi. Áætlað er að um 10-15% kvenna á frjósemiskeiði séu með PCOS sem gerir þetta einn algengasta innkirtlasjúkdóminn hjá konum. 11. febrúar 2022 09:30