Bergið headspace er 5 ára Bjarney Rún Haraldsdóttir skrifar 22. september 2023 15:31 Bergið headspace er stuðnings- og ráðgjafasetur fyrir ungt fólk, á forsendum ungs fólks. Stofnfundur samtakanna var haldinn fyrir fimm árum, þann 17. september 2018 og þjónusta við ungmenni fór af stað árið 2019. Fyrirmyndir Headspace er að finna í Ástralíu og Danmörku og hafa gefið góða raun sem lágþröskuldaþjónusta fyrir ungmenni sem geta leitað sér stuðnings frá fagfólki á eigin forsendum, án skilyrða. Það þýðir að þau stýra ferðinni, hversu oft þau koma í viðtöl og hvað þau vilja ræða hverju sinni. Þjónustan er fyrir ungt fólk frá 12 til 25 ára aldri. Það eru engir biðlistar og enga tilvísun þarf til þess að geta sótt þjónustuna sem er ungmennum að kostnaðarlausu. Frábær hópur fagfólks með víðtæka reynslu starfar í Berginu og styður við ungmenni sem þurfa á því að halda að tala við fagaðila í trausti og trúnaði, í hlýlegu og umvefjandi umhverfi. Ekkert viðfangsefni er of smátt eða of stórt til þess að þau geti leitað sér aðstoðar og 80% þeirra sem koma í Bergið þurfa ekki á dýrari eða flóknari þjónustu að halda, þeim nægir lágþröskuldaþjónustan. Þeim sem þurfa á meiri þjónustu að halda er leiðbeint í viðeigandi úrræði og er Bergið þá tenging við aðrar stofnanir og úrræði sem þörf er á. Hópurinn sem leitar í Bergið Frá því að Bergið opnaði hafa yfir 1300 ungmenni fengið þjónustu og í hverri viku eru um 60 – 70 ungmenni sem þiggja þjónustu frá fagfólki Bergsins. Af þeim sem leituðu í Bergið á síðasta ári voru 43% í framhaldsskóla, 21% í háskóla, 16% á vinnumarkaði, 12% í grunnskóla og 7% hvorki í vinnu né skóla. 47% þeirra höfðu ekki fengið þjónustu annars staðar áður en þau komu í Bergið. Flest þeirra sem leituðu í Bergið heyrðu af okkur í gegnum vin sem ber þess merki að þau treysti okkur og það eru bestu meðmæli sem við fáum. Stærstur hluti hópsins þarf á aðstoð að halda vegna kvíða eða þunglyndis og þar á eftir vegna einmanaleika, sjálfsskaða, sjálfsvígshugsana, hvers kyns samskipta í nánum samböndum eða vegna fíknar. Um helmingur þeirra sem til okkar leita eiga veika foreldra eða systkini eða eiga í erfiðum samskiptum á heimili eða við fjölskyldu. Aðrir umhverfisþættir eru hvers kyns ofbeldi sem þau hafa verið beitt, einelti, erfiðleikar í vinasamböndum eða missir einhvers nákomins. Yfir 40% þeirra ungmenna sem svöruðu ACE-spurningalistanum voru með fjögur eða fleiri ACE-stig. ACE-listinn byggir á spurningum um áföll og erfiða reynslu í uppvexti fyrir 18 ára aldur og ef ACE-stigin eru fjögur eða fleiri er aukin áhætta á andlegum, líkamlegum og félagslegum vandamálum á fullorðinsárum. Það er því til mikils að vinna að tryggja börnum og ungmennum aðgengilega og skilvirka þjónustu líkt og Bergið gerir, áður en vandinn er orðinn of flókinn eða alvarlegur. Í því felst mikið forvarnargildi. Geðheilbrigði ungs fólks er góð fjárfesting fyrir samfélagið Eitt af markmiðum með starfsemi Bergsins var að brúa bilið í þjónustu við ungt fólk og það hefur raungerst á þessum fimm árum. Fyrr á þessu ári tóku Headspace samtökin í Danmörku, Noregi og á Íslandi höndum saman undir nafninu Nordic headspace með það markmið að bæta kerfin í kringum geðheilbrigði barna og ungmenna. Framundan er að opna Bergið headspace á Akureyri og vonandi víðar um landið, það er liður í því að veita lágþröskuldaþjónustu í nærsamfélagi allra ungmenna. Geðheilbrigði ungs fólks er góð fjárfesting fyrir samfélagið og Bergið headspace er komið til að vera, enda mikilvægur hlekkur í að mæta þjónustuþörfum ungmenna. Eins og starfsmaður Bergsins orðaði svo vel að þá er þjónusta okkar eitt frábærasta boð til ungmenna á Íslandi og ég tek heilshugar undir þau orð. Von mín er að öll ungmenni á Íslandi viti að þessi þjónusta standi þeim til boða, hvort sem þau þurfa á henni að halda eða ekki. Höfundur er stjórnarformaður í Berginu headspace. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Börn og uppeldi Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Bergið headspace er stuðnings- og ráðgjafasetur fyrir ungt fólk, á forsendum ungs fólks. Stofnfundur samtakanna var haldinn fyrir fimm árum, þann 17. september 2018 og þjónusta við ungmenni fór af stað árið 2019. Fyrirmyndir Headspace er að finna í Ástralíu og Danmörku og hafa gefið góða raun sem lágþröskuldaþjónusta fyrir ungmenni sem geta leitað sér stuðnings frá fagfólki á eigin forsendum, án skilyrða. Það þýðir að þau stýra ferðinni, hversu oft þau koma í viðtöl og hvað þau vilja ræða hverju sinni. Þjónustan er fyrir ungt fólk frá 12 til 25 ára aldri. Það eru engir biðlistar og enga tilvísun þarf til þess að geta sótt þjónustuna sem er ungmennum að kostnaðarlausu. Frábær hópur fagfólks með víðtæka reynslu starfar í Berginu og styður við ungmenni sem þurfa á því að halda að tala við fagaðila í trausti og trúnaði, í hlýlegu og umvefjandi umhverfi. Ekkert viðfangsefni er of smátt eða of stórt til þess að þau geti leitað sér aðstoðar og 80% þeirra sem koma í Bergið þurfa ekki á dýrari eða flóknari þjónustu að halda, þeim nægir lágþröskuldaþjónustan. Þeim sem þurfa á meiri þjónustu að halda er leiðbeint í viðeigandi úrræði og er Bergið þá tenging við aðrar stofnanir og úrræði sem þörf er á. Hópurinn sem leitar í Bergið Frá því að Bergið opnaði hafa yfir 1300 ungmenni fengið þjónustu og í hverri viku eru um 60 – 70 ungmenni sem þiggja þjónustu frá fagfólki Bergsins. Af þeim sem leituðu í Bergið á síðasta ári voru 43% í framhaldsskóla, 21% í háskóla, 16% á vinnumarkaði, 12% í grunnskóla og 7% hvorki í vinnu né skóla. 47% þeirra höfðu ekki fengið þjónustu annars staðar áður en þau komu í Bergið. Flest þeirra sem leituðu í Bergið heyrðu af okkur í gegnum vin sem ber þess merki að þau treysti okkur og það eru bestu meðmæli sem við fáum. Stærstur hluti hópsins þarf á aðstoð að halda vegna kvíða eða þunglyndis og þar á eftir vegna einmanaleika, sjálfsskaða, sjálfsvígshugsana, hvers kyns samskipta í nánum samböndum eða vegna fíknar. Um helmingur þeirra sem til okkar leita eiga veika foreldra eða systkini eða eiga í erfiðum samskiptum á heimili eða við fjölskyldu. Aðrir umhverfisþættir eru hvers kyns ofbeldi sem þau hafa verið beitt, einelti, erfiðleikar í vinasamböndum eða missir einhvers nákomins. Yfir 40% þeirra ungmenna sem svöruðu ACE-spurningalistanum voru með fjögur eða fleiri ACE-stig. ACE-listinn byggir á spurningum um áföll og erfiða reynslu í uppvexti fyrir 18 ára aldur og ef ACE-stigin eru fjögur eða fleiri er aukin áhætta á andlegum, líkamlegum og félagslegum vandamálum á fullorðinsárum. Það er því til mikils að vinna að tryggja börnum og ungmennum aðgengilega og skilvirka þjónustu líkt og Bergið gerir, áður en vandinn er orðinn of flókinn eða alvarlegur. Í því felst mikið forvarnargildi. Geðheilbrigði ungs fólks er góð fjárfesting fyrir samfélagið Eitt af markmiðum með starfsemi Bergsins var að brúa bilið í þjónustu við ungt fólk og það hefur raungerst á þessum fimm árum. Fyrr á þessu ári tóku Headspace samtökin í Danmörku, Noregi og á Íslandi höndum saman undir nafninu Nordic headspace með það markmið að bæta kerfin í kringum geðheilbrigði barna og ungmenna. Framundan er að opna Bergið headspace á Akureyri og vonandi víðar um landið, það er liður í því að veita lágþröskuldaþjónustu í nærsamfélagi allra ungmenna. Geðheilbrigði ungs fólks er góð fjárfesting fyrir samfélagið og Bergið headspace er komið til að vera, enda mikilvægur hlekkur í að mæta þjónustuþörfum ungmenna. Eins og starfsmaður Bergsins orðaði svo vel að þá er þjónusta okkar eitt frábærasta boð til ungmenna á Íslandi og ég tek heilshugar undir þau orð. Von mín er að öll ungmenni á Íslandi viti að þessi þjónusta standi þeim til boða, hvort sem þau þurfa á henni að halda eða ekki. Höfundur er stjórnarformaður í Berginu headspace.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun