Bílrúðuviðgerð er ókeypis og umhverfisvæn Ágúst Mogensen skrifar 22. september 2023 11:01 Ef þú fékkst sprungu í bílrúðuna í sumar og ert búinn að vera að hugsa um að láta laga hana þá er rétti tíminn núna. Með kólnandi veðri og frosti er hætta á að litla sprungan stækki ört og það er til mikils að vinna að koma í veg fyrir það. Með því að strjúka yfir skemmdina og setja bílrúðumiða yfir kemur þú mögulega í veg fyrir að skipta þurfi rúðunni út. Ef hægt er að gera við rúðuna þá borgar þú ekki neitt og velur margfalt umhverfisvænni leið til að leysa vandamálið. Þú borgar ekkert Ef skemmdin er minni en límmiðinn og ekki í sjónlínu ökumanns eru góðar líkur á að hægt sé að gera við rúðuna. Þú borgar ekkert ef þú ert með bílrúðutryggingu, enga eigináhættu, ekki krónu. Framrúður eru sífellt að verða tæknilegri og um leið dýrari. Mikill breytileiki er í verðum þeirra eftir tegund og gerð ökutækja en ef miðað er við að meðalframrúðuskipti kosti 135.000 krónur og eigináhætta sé 25% þá spara eigendur ökutækja sér 33.750 krónur að meðaltali með viðgerð í stað rúðuskipta. Það munar um minna á komandi verðbólguvetri. Bílrúðumiðinn Ef þú færð sprungu í framrúðuna er gott að vera með bílrúðumiða við höndina til að auka líkurnar á að hægt sé að gera við rúðuna. Þú færð bílrúðumiða á skrifstofum tryggingarfélaga, mörgum verkstæðum og skoðunarstöðum. Með því að líma hann yfir skemmd helst sárið hreint þar til þú pantar tíma á verkstæði. Að láta gera við framrúðu er ókeypis, umhverfisvænt og tekur styttri tíma en ef henni er skipt út. Vandamálið er stórt Fjöldi rúða sem skemmast árlega á Íslandi eru sennilega um 17.000 og má þar kenna ýmsu um. Holur í vegum, lausamöl í kanti, slitlagsviðgerðir og malarvegir. Það er því miður mikið af lausu grjóti á vegum og götum. Ökumenn geta dregið úr líkum á grjótkasti með því að aka hægar í möl og halda fjarlægð við næsta bíl. Ekki vera sá sem spýtir grjóti í næsta bíl eða veldur lakkskemmdum. Skemmdar bílrúður trufla ökumenn við akstur og ef skemmdin er í sjónlínu ökumanns þarf að skipta um rúðuna. Framrúðan er hluti af burðarvirki bílsins og öryggismál að styrkur þess sé óskipt. Frostþensla Vatn sem þiðnar og frýs til skiptis sest í smæstu sprungur. Þegar vatnið breytist í ís þenst það út og hringrás hitabreytinga veldur því að litla sprungan sem þú tókst eftir í síðustu viku stækkar og stækkar. Þessi frostþensla á líka stóran þátt í að mynda holur og sprungur í vegina sem veldur því að mölin í undirlaginu kemur á yfirborðið og spýtist á rúður. Sjálfbærnivegferðin Viðgerð á rúðu þýðir að ekki þarf að flytja inn nýja rúðu til landsins og farga þeirri gömlu. Að meðaltali vegur hver framrúða í fólksbíl 13 kg og því má ætla, miðað við 17.000 rúður árlega, að 220 tonnum af gleri sé skipt út. Því fylgir tilheyrandi kolefnisspor og þess vegna eigum við að reyna að láta gera við rúðurnar í meira mæli. Undanfarin ár hefur hlutfall rúðuviðgerða verið um og undir 10% hjá Verði en félagið hefur sett sér metnaðarfullt markmið í ár og vill ná viðgerðum upp í 18%. Með betri viðgerðarbúnaði og aukinni umræðu er hlutfallið að hækka en við eigum að geta gert mun betur. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Mogensen Slysavarnir Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Sjá meira
Ef þú fékkst sprungu í bílrúðuna í sumar og ert búinn að vera að hugsa um að láta laga hana þá er rétti tíminn núna. Með kólnandi veðri og frosti er hætta á að litla sprungan stækki ört og það er til mikils að vinna að koma í veg fyrir það. Með því að strjúka yfir skemmdina og setja bílrúðumiða yfir kemur þú mögulega í veg fyrir að skipta þurfi rúðunni út. Ef hægt er að gera við rúðuna þá borgar þú ekki neitt og velur margfalt umhverfisvænni leið til að leysa vandamálið. Þú borgar ekkert Ef skemmdin er minni en límmiðinn og ekki í sjónlínu ökumanns eru góðar líkur á að hægt sé að gera við rúðuna. Þú borgar ekkert ef þú ert með bílrúðutryggingu, enga eigináhættu, ekki krónu. Framrúður eru sífellt að verða tæknilegri og um leið dýrari. Mikill breytileiki er í verðum þeirra eftir tegund og gerð ökutækja en ef miðað er við að meðalframrúðuskipti kosti 135.000 krónur og eigináhætta sé 25% þá spara eigendur ökutækja sér 33.750 krónur að meðaltali með viðgerð í stað rúðuskipta. Það munar um minna á komandi verðbólguvetri. Bílrúðumiðinn Ef þú færð sprungu í framrúðuna er gott að vera með bílrúðumiða við höndina til að auka líkurnar á að hægt sé að gera við rúðuna. Þú færð bílrúðumiða á skrifstofum tryggingarfélaga, mörgum verkstæðum og skoðunarstöðum. Með því að líma hann yfir skemmd helst sárið hreint þar til þú pantar tíma á verkstæði. Að láta gera við framrúðu er ókeypis, umhverfisvænt og tekur styttri tíma en ef henni er skipt út. Vandamálið er stórt Fjöldi rúða sem skemmast árlega á Íslandi eru sennilega um 17.000 og má þar kenna ýmsu um. Holur í vegum, lausamöl í kanti, slitlagsviðgerðir og malarvegir. Það er því miður mikið af lausu grjóti á vegum og götum. Ökumenn geta dregið úr líkum á grjótkasti með því að aka hægar í möl og halda fjarlægð við næsta bíl. Ekki vera sá sem spýtir grjóti í næsta bíl eða veldur lakkskemmdum. Skemmdar bílrúður trufla ökumenn við akstur og ef skemmdin er í sjónlínu ökumanns þarf að skipta um rúðuna. Framrúðan er hluti af burðarvirki bílsins og öryggismál að styrkur þess sé óskipt. Frostþensla Vatn sem þiðnar og frýs til skiptis sest í smæstu sprungur. Þegar vatnið breytist í ís þenst það út og hringrás hitabreytinga veldur því að litla sprungan sem þú tókst eftir í síðustu viku stækkar og stækkar. Þessi frostþensla á líka stóran þátt í að mynda holur og sprungur í vegina sem veldur því að mölin í undirlaginu kemur á yfirborðið og spýtist á rúður. Sjálfbærnivegferðin Viðgerð á rúðu þýðir að ekki þarf að flytja inn nýja rúðu til landsins og farga þeirri gömlu. Að meðaltali vegur hver framrúða í fólksbíl 13 kg og því má ætla, miðað við 17.000 rúður árlega, að 220 tonnum af gleri sé skipt út. Því fylgir tilheyrandi kolefnisspor og þess vegna eigum við að reyna að láta gera við rúðurnar í meira mæli. Undanfarin ár hefur hlutfall rúðuviðgerða verið um og undir 10% hjá Verði en félagið hefur sett sér metnaðarfullt markmið í ár og vill ná viðgerðum upp í 18%. Með betri viðgerðarbúnaði og aukinni umræðu er hlutfallið að hækka en við eigum að geta gert mun betur. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun