Óvæntust urðu úrslitin líklega í E-riðli þegar Aston Villa tapaði 3-2 gegn Legia og Zrinjski Mostar unnu 4-3 sigur á AZ Alkmaar.
Genk og Fiorentina gerðu 2-2 jafntefli á milli sín, Frankfurt vann 2-1 sigur á Aberdeen og PAOK unnu HJK 3-2.
Aðeins helmingur leikja fór fram kl. 16:45, hinn helmingurinn fer af stað kl. 19:00. Ef eitthvað má marka fyrri hlutann virðist stefna í nóg af mörkum og von er á óvæntum úrslitum.
Það eru gleðifréttir fyrir Breiðablik sem spilar við Maccabi Tel Aviv á útivelli. Textalýsingu Vísis af þeim leik má finna hér fyrir neðan.