Hljóð og mynd fara ekki saman hjá stjórnvöldum varðandi ferðaþjónustu Jóhannes Þór Skúlason skrifar 20. september 2023 14:30 Ferðaþjónusta hefur staðið undir einna stærstum hluta gjaldeyris- og verðmætasköpunar þjóðarbúsins um árabil. Þegar litið er til mikilvægis ferðaþjónustu í þjóðhagslegu tilliti er ljóst að útgjöldum ríkissjóðs til málefnasviðs atvinnugreinarinnar er verulega ábótavant. Sú staðreynd kristallast í nýútkomnu frumvarpi til fjárlaga árið 2024 þar sem sjá má breytingar á úthlutun fjár til málefnasviða á milli ára. Útgjöld til málefnasviðs sjávarútvegs og fiskeldis aukast um 6,1% á milli ára, þar sem þau fara úr um 6,9 milljörðum króna í 7,3. Útgjöld til málefnasviðs landbúnaðar lækka um 0,2% á milli ára en standa í krónutölu enn í um 21 milljarði króna. Útgjöld til málefnasviðs ferðaþjónustunnar lækka hins vegar um 11,3% á milli ára, úr 2,4 milljörðum niður í um 2,1 milljarð. Hvort sem litið er til krónutölu eða hlutfallslegrar breytingar á milli ára dregur ferðaþjónustan því enn og aftur stutta stráið í samanburði á milli atvinnugreina. Á sama tíma er lögð til 2,7 milljarða aukning á tekjuöflun ríkissjóðs af ferðaþjónustu, umfram 1,5 milljarða endurupptöku gistináttaskatts, sem áformað er að ná fram með sértækri skattlagningu á atvinnugreinina. Í nýútkomnum fjárlögum er aukin sértæk skattlagning því boðuð á ferðaþjónustu sem virðist ekki eiga að skila sér til málefnasviðs ferðaþjónustu til uppbyggingar þekkingar, innviða og verkefna í ferðaþjónustu sem stjórnvöld hafa sjálf kallað eftir. Það er óskynsamleg aðferðafræði til að byggja upp sjálfbæra atvinnugrein til framtíðar. Framtíðarsýn og úrlausn áskorana kostar fé Stjórnmálamenn, bæði í ríkisstjórn og stjórnarandstöðu, hafa undanfarin ár ítrekað bent á ýmsar áskoranir sem ferðaþjónustan og samfélagið standa frammi fyrir. Þar má nefna betri dreifingu ferðamanna um allt landið og yfir árið, álag á helstu ferðamannastaði, innviði og náttúru, mikilvægi þess að auka framleiðni í greininni, mikilvægi þess að auka þekkingu á áhrifum greinarinnar á samfélagið og að auka þurfi verðmæti af hverjum ferðamanni frekar en að fjölga þeim. Samtök ferðaþjónustunnar taka heilshugar undir að allt þetta eru mikilvæg verkefni. Vandinn liggur í því að á sama tíma og stjórnmálamenn ræða mikilvægi þessa alls, virðist ekki vera vilji til staðar til að leggja fjármuni í þau verkefni á málefnasviði ferðaþjónustu sem nauðsynleg eru til að innviðir, náttúra og atvinnugreinin muni þróast í þá átt sem þeir vilja. Hér fara því ekki saman hljóð og mynd, orð og gerðir. Stjórnvöld eiga ekki í neinum vanda með að taka á móti þeim tekjum sem ferðaþjónustan skapar fyrir ríkissjóð, sveitarfélög og samfélagið í heild, sem eru verulega háar fjárhæðir. Þau virðast hins vegar ekki tilbúin til að kosta því til sem þarf til að stuðla markvisst að sjálfbærri þróun atvinnugreinarinnar til lengri tíma litið, í samræmi við þau markmið og framtíðarsýn sem stjórnvöld hafa sjálf sett fram í Stefnuramma stjórnvalda um ferðaþjónustu til 2030. Ef þróun sértækrar skattlagningar og gjaldtöku af ferðaþjónustu og útgjalda til málefnasviðs atvinnugreinarinnar verður áfram á þann veg sem liggur fyrir í fjárlagafrumvarpi næsta árs munu þessi markmið um úrlausn áskorana og framtíðarsýn ekki nást. Svo einfalt er það. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhannes Þór Skúlason Ferðamennska á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2024 Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Ferðaþjónusta hefur staðið undir einna stærstum hluta gjaldeyris- og verðmætasköpunar þjóðarbúsins um árabil. Þegar litið er til mikilvægis ferðaþjónustu í þjóðhagslegu tilliti er ljóst að útgjöldum ríkissjóðs til málefnasviðs atvinnugreinarinnar er verulega ábótavant. Sú staðreynd kristallast í nýútkomnu frumvarpi til fjárlaga árið 2024 þar sem sjá má breytingar á úthlutun fjár til málefnasviða á milli ára. Útgjöld til málefnasviðs sjávarútvegs og fiskeldis aukast um 6,1% á milli ára, þar sem þau fara úr um 6,9 milljörðum króna í 7,3. Útgjöld til málefnasviðs landbúnaðar lækka um 0,2% á milli ára en standa í krónutölu enn í um 21 milljarði króna. Útgjöld til málefnasviðs ferðaþjónustunnar lækka hins vegar um 11,3% á milli ára, úr 2,4 milljörðum niður í um 2,1 milljarð. Hvort sem litið er til krónutölu eða hlutfallslegrar breytingar á milli ára dregur ferðaþjónustan því enn og aftur stutta stráið í samanburði á milli atvinnugreina. Á sama tíma er lögð til 2,7 milljarða aukning á tekjuöflun ríkissjóðs af ferðaþjónustu, umfram 1,5 milljarða endurupptöku gistináttaskatts, sem áformað er að ná fram með sértækri skattlagningu á atvinnugreinina. Í nýútkomnum fjárlögum er aukin sértæk skattlagning því boðuð á ferðaþjónustu sem virðist ekki eiga að skila sér til málefnasviðs ferðaþjónustu til uppbyggingar þekkingar, innviða og verkefna í ferðaþjónustu sem stjórnvöld hafa sjálf kallað eftir. Það er óskynsamleg aðferðafræði til að byggja upp sjálfbæra atvinnugrein til framtíðar. Framtíðarsýn og úrlausn áskorana kostar fé Stjórnmálamenn, bæði í ríkisstjórn og stjórnarandstöðu, hafa undanfarin ár ítrekað bent á ýmsar áskoranir sem ferðaþjónustan og samfélagið standa frammi fyrir. Þar má nefna betri dreifingu ferðamanna um allt landið og yfir árið, álag á helstu ferðamannastaði, innviði og náttúru, mikilvægi þess að auka framleiðni í greininni, mikilvægi þess að auka þekkingu á áhrifum greinarinnar á samfélagið og að auka þurfi verðmæti af hverjum ferðamanni frekar en að fjölga þeim. Samtök ferðaþjónustunnar taka heilshugar undir að allt þetta eru mikilvæg verkefni. Vandinn liggur í því að á sama tíma og stjórnmálamenn ræða mikilvægi þessa alls, virðist ekki vera vilji til staðar til að leggja fjármuni í þau verkefni á málefnasviði ferðaþjónustu sem nauðsynleg eru til að innviðir, náttúra og atvinnugreinin muni þróast í þá átt sem þeir vilja. Hér fara því ekki saman hljóð og mynd, orð og gerðir. Stjórnvöld eiga ekki í neinum vanda með að taka á móti þeim tekjum sem ferðaþjónustan skapar fyrir ríkissjóð, sveitarfélög og samfélagið í heild, sem eru verulega háar fjárhæðir. Þau virðast hins vegar ekki tilbúin til að kosta því til sem þarf til að stuðla markvisst að sjálfbærri þróun atvinnugreinarinnar til lengri tíma litið, í samræmi við þau markmið og framtíðarsýn sem stjórnvöld hafa sjálf sett fram í Stefnuramma stjórnvalda um ferðaþjónustu til 2030. Ef þróun sértækrar skattlagningar og gjaldtöku af ferðaþjónustu og útgjalda til málefnasviðs atvinnugreinarinnar verður áfram á þann veg sem liggur fyrir í fjárlagafrumvarpi næsta árs munu þessi markmið um úrlausn áskorana og framtíðarsýn ekki nást. Svo einfalt er það. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar