Vindmyllur á Íslandi Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar 20. september 2023 07:01 Hér á Íslandi höfum við beislað orkuna með vatnsaflsvirkjunum. Vindorka hefur verið að ryðja sér til rúms hér á landi og sjá má vindmyllur við Búrfell og brátt rís vindorkugarður í Garpsdal á Vesturlandi. Stefnan er að verða sjálfbær í orkumálum. Það er samt gott að staldra við og kanna hvaða möguleikar henta best. Í Noregi hafa erlend fyrirtæki sett upp vindmyllugarða m.a. í Kvinesdal og Farsund. Umræða um vindmyllugarða á hafi úti hefur aukist. Mótstaðan landsmanna við vindmyllugörðunum hefur aukist af sama skapi. Ástæðan er margþætt: Léleg og óörugg raforkuframleiðsla Óvistvænar vindmyllur úr plastefni sem ekki er hægt að endurnýta Endingartími aðeins um 10-15 ár Mikil hávaðamengun Mikil sjónmengun Hafa neikvæð áhrif á fuglalíf Dreifing á plastögnum, Bisfenol-A og PFAS efnum (s.s. flúor) yfir stórt svæði Möguleg breyting á staðbundnu veðurfari Erlend fyrirtæki, sem reynast vera skúffufyrirtæki í skattaskjólum, með eignarhaldið (Noregur) Lítil sem engin atvinnusköpun Mikil neikvæð áhrif á dýralíf á svæðum þar sem vindmyllugarðar rísa Engin vitneskja um áhrif hafvindmylla á sjávarlíf Ísing, vindhraði, skemmdir o.fl. á spöðum leiða til þess að hámarki næst um 24% nýtni á landi. Hámarksafköst spaðanna er þegar vindhraði er um 15 m/s. Ef vindhraði er undir 5 m/s eða yfir 20 m/s þá stoppa spaðarnir. Aðeins 0,7% af allri orku sem notuð er í heiminum kemur frá vindmyllum þó svo að þær taki yfir gríðarlegt landflæmi og séu hávaða- og sjónmengandi. Svo mætti lengi telja. Hvers vegna er ekki verið að bæta gömlu vatnstúrbínurnar? Það er þegar búið að beisla vatnsaflið svo kosturinn ætti frekar að vera að uppfæra vatnsaflsvirkjanir. Vísindamenn við tækniháskólann í Þrándheimi (NTNU) og Aker Solution Hydropower benda á að það er auðvelt að auka nýtingu eldri vatnsaflsvirkjana þar í landi um 10-15 TWh pr. virkjun án stórvægilegra breytinga á náttúru. Þann 20. september kl. 9:00, verður haldin ráðstefna á Hótel Reykjavík Grand. Ráðstefnan er á vegum KPMG og nefnist „Með vindinn í fangið“. Hvet áhugasama að mæta. Höfundur er arkitekt FAÍ. Lesefni fyrir áhugasama: Hvorfor skjer det ikke noe med vannkraften? (aftenbladet.no) Nödslakt på grund av vindkraft? – Falköpings Tidning (falkopingstidning.se) Havvind, Energipolitikk | Flere må få opp øynene for hvor forferdelig dårlig idé denne satsingen er (nettavisen.no) (47) Vindkraft - Sparer vi CO2 - YouTube Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vindorka Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Hér á Íslandi höfum við beislað orkuna með vatnsaflsvirkjunum. Vindorka hefur verið að ryðja sér til rúms hér á landi og sjá má vindmyllur við Búrfell og brátt rís vindorkugarður í Garpsdal á Vesturlandi. Stefnan er að verða sjálfbær í orkumálum. Það er samt gott að staldra við og kanna hvaða möguleikar henta best. Í Noregi hafa erlend fyrirtæki sett upp vindmyllugarða m.a. í Kvinesdal og Farsund. Umræða um vindmyllugarða á hafi úti hefur aukist. Mótstaðan landsmanna við vindmyllugörðunum hefur aukist af sama skapi. Ástæðan er margþætt: Léleg og óörugg raforkuframleiðsla Óvistvænar vindmyllur úr plastefni sem ekki er hægt að endurnýta Endingartími aðeins um 10-15 ár Mikil hávaðamengun Mikil sjónmengun Hafa neikvæð áhrif á fuglalíf Dreifing á plastögnum, Bisfenol-A og PFAS efnum (s.s. flúor) yfir stórt svæði Möguleg breyting á staðbundnu veðurfari Erlend fyrirtæki, sem reynast vera skúffufyrirtæki í skattaskjólum, með eignarhaldið (Noregur) Lítil sem engin atvinnusköpun Mikil neikvæð áhrif á dýralíf á svæðum þar sem vindmyllugarðar rísa Engin vitneskja um áhrif hafvindmylla á sjávarlíf Ísing, vindhraði, skemmdir o.fl. á spöðum leiða til þess að hámarki næst um 24% nýtni á landi. Hámarksafköst spaðanna er þegar vindhraði er um 15 m/s. Ef vindhraði er undir 5 m/s eða yfir 20 m/s þá stoppa spaðarnir. Aðeins 0,7% af allri orku sem notuð er í heiminum kemur frá vindmyllum þó svo að þær taki yfir gríðarlegt landflæmi og séu hávaða- og sjónmengandi. Svo mætti lengi telja. Hvers vegna er ekki verið að bæta gömlu vatnstúrbínurnar? Það er þegar búið að beisla vatnsaflið svo kosturinn ætti frekar að vera að uppfæra vatnsaflsvirkjanir. Vísindamenn við tækniháskólann í Þrándheimi (NTNU) og Aker Solution Hydropower benda á að það er auðvelt að auka nýtingu eldri vatnsaflsvirkjana þar í landi um 10-15 TWh pr. virkjun án stórvægilegra breytinga á náttúru. Þann 20. september kl. 9:00, verður haldin ráðstefna á Hótel Reykjavík Grand. Ráðstefnan er á vegum KPMG og nefnist „Með vindinn í fangið“. Hvet áhugasama að mæta. Höfundur er arkitekt FAÍ. Lesefni fyrir áhugasama: Hvorfor skjer det ikke noe med vannkraften? (aftenbladet.no) Nödslakt på grund av vindkraft? – Falköpings Tidning (falkopingstidning.se) Havvind, Energipolitikk | Flere må få opp øynene for hvor forferdelig dårlig idé denne satsingen er (nettavisen.no) (47) Vindkraft - Sparer vi CO2 - YouTube
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar