Sértrúarsöfnuður ásækir Íslendinga Örn Karlsson skrifar 19. september 2023 10:00 Þegar fjármálaráðherra Íslands stígur fram og segir okkur Íslendingum að ekki megi banna verðtryggingu því hún veiti skuldugum skjól þá getum við illa skammað hann. Hann er lögfræðingur að mennt og þiggur hagfræðilega ráðgjöf frá æðstu menntastofnun Íslands og Seðlabanka Íslands. Vandamál Íslendinga, þau sem tengjast sífelldum sveiflum og verðbólguböli eiga sterkar rætur til hóps fólks sem hefur hreiðrað um sig í æðstu menntastofnun Íslands og Seðlabanka Íslands hvar það fær óáreitt að sinna hugðarefnum sínum við tilbeiðslu verðtryggingar. Almenningur hefur fyrir löngu áttað sig á steypunni í kringum verðtrygginguna. Alla þessa öld hefur fast að 80% almennings óskað henni feigðar þegar hann hefur fengið tækifæri til að tjá sig í skoðanakönnunum. Almenningur valdi sér grundvöll stjórnarskrár árið 2012, sem hefði fært honum lýðræðistól til að kveða verðtrygginguna í kútinn, en valdablokkir hafa séð til þess að sjónarmið sértrúarsöfnuðarins ráða enn för Íslendinga. Hagfræðin sem kennd er við bestu skóla heimsins fjallar ekki um verðtryggingu því hún er ekki til í þróuðustu samfélögunum hvar bestu menntastofnanirnar í hagfræði eru. Sértrúarsöfnuðurinn hefur því frítt spil til að bulla, stunda trúarbrögð sín og þvinga þau upp á almúgann sem á ekki annars völ en að troða marvaðann til að halda lífi. Íslenskt samfélag hefur orðið samdauna sértrúnni um verðtryggingu. Það er sama hvar gripið er niður, hún ræður ríkjum. Lítum á dómstólana, stjórnvöld, Alþingi, Umboðsmann Alþingis, stjórnmálaflokka og fjármálastofnanir, þar er allt á sömu bókina lært, bókina um verðtryggingu, sem smíðuð var í æðstu menntastofnun Íslands. Lítum aftur á orð fjármálaráðherra. Vissulega má finna orðum hans stað þegar litið er til þess að tímabundið er hægt að lækka greiðslubyrði skuldar með því að færa hana inn í verðtryggingarhelgidóminn. En það er tímabundið ástand. Verra er að eftir því sem fleiri nýta sér skjólið þeim mun meiri er verðbólgan og hún þrálátari. Eftir því sem verðtryggðar eignir eru stærra hlutfall peningalegra eigna er samsvarandi minna hlutfall eigna þátttakandi í náttúrulegri verðleiðréttingu sem þarf að eiga sér stað þegar verðbólguþrýstingur er til staðar. Af því að hlutfall óverðtryggðra eigna minnkar samsvarandi stækkandi hlutfalli verðtryggðra eigna verður verðfall óverðtryggðra eigna meira og lengri tíma tekur að ná jafnvægi aftur. Ef þetta er ekki nógu slæmt má jafnframt benda á að verðtrygging er ólögleg að Íslenskum lögum því þegar einstakar vörur eða vöruflokkar hækka í verði vegna atvika (raun hnykkja) óháðum breytingum á innra virði greiðslumyntarinnar mokar verðtryggingin raunverulegum eignum skuldugra til fjármálastofnana. Verðtryggingin hirðir eignir ólöglega af skuldugum og skilar okkur samfélagi með meiri verðbólgu og þrálátari. Seðlabankinn sér þetta þótt hann skilji ekki samhengið… eða vilji ekki skilja það. Seðlabankinn hefur því tekið upp þá nýju stefnu í peningamálum þjóðarinnar, að hækka vexti fyrr, hækka þá meira og halda þeim háum lengur en gert er í nágrannalöndunum. Það er kalt í haustinu og skuldugum mætir að auki napur gustur þeirrar kaldhæðni að þegar fastvaxtatímabilinu lýkur er „skjólið“ af verðtryggingunni það eina sem í boði er. Höfundur er vélaverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenska krónan Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Sjá meira
Þegar fjármálaráðherra Íslands stígur fram og segir okkur Íslendingum að ekki megi banna verðtryggingu því hún veiti skuldugum skjól þá getum við illa skammað hann. Hann er lögfræðingur að mennt og þiggur hagfræðilega ráðgjöf frá æðstu menntastofnun Íslands og Seðlabanka Íslands. Vandamál Íslendinga, þau sem tengjast sífelldum sveiflum og verðbólguböli eiga sterkar rætur til hóps fólks sem hefur hreiðrað um sig í æðstu menntastofnun Íslands og Seðlabanka Íslands hvar það fær óáreitt að sinna hugðarefnum sínum við tilbeiðslu verðtryggingar. Almenningur hefur fyrir löngu áttað sig á steypunni í kringum verðtrygginguna. Alla þessa öld hefur fast að 80% almennings óskað henni feigðar þegar hann hefur fengið tækifæri til að tjá sig í skoðanakönnunum. Almenningur valdi sér grundvöll stjórnarskrár árið 2012, sem hefði fært honum lýðræðistól til að kveða verðtrygginguna í kútinn, en valdablokkir hafa séð til þess að sjónarmið sértrúarsöfnuðarins ráða enn för Íslendinga. Hagfræðin sem kennd er við bestu skóla heimsins fjallar ekki um verðtryggingu því hún er ekki til í þróuðustu samfélögunum hvar bestu menntastofnanirnar í hagfræði eru. Sértrúarsöfnuðurinn hefur því frítt spil til að bulla, stunda trúarbrögð sín og þvinga þau upp á almúgann sem á ekki annars völ en að troða marvaðann til að halda lífi. Íslenskt samfélag hefur orðið samdauna sértrúnni um verðtryggingu. Það er sama hvar gripið er niður, hún ræður ríkjum. Lítum á dómstólana, stjórnvöld, Alþingi, Umboðsmann Alþingis, stjórnmálaflokka og fjármálastofnanir, þar er allt á sömu bókina lært, bókina um verðtryggingu, sem smíðuð var í æðstu menntastofnun Íslands. Lítum aftur á orð fjármálaráðherra. Vissulega má finna orðum hans stað þegar litið er til þess að tímabundið er hægt að lækka greiðslubyrði skuldar með því að færa hana inn í verðtryggingarhelgidóminn. En það er tímabundið ástand. Verra er að eftir því sem fleiri nýta sér skjólið þeim mun meiri er verðbólgan og hún þrálátari. Eftir því sem verðtryggðar eignir eru stærra hlutfall peningalegra eigna er samsvarandi minna hlutfall eigna þátttakandi í náttúrulegri verðleiðréttingu sem þarf að eiga sér stað þegar verðbólguþrýstingur er til staðar. Af því að hlutfall óverðtryggðra eigna minnkar samsvarandi stækkandi hlutfalli verðtryggðra eigna verður verðfall óverðtryggðra eigna meira og lengri tíma tekur að ná jafnvægi aftur. Ef þetta er ekki nógu slæmt má jafnframt benda á að verðtrygging er ólögleg að Íslenskum lögum því þegar einstakar vörur eða vöruflokkar hækka í verði vegna atvika (raun hnykkja) óháðum breytingum á innra virði greiðslumyntarinnar mokar verðtryggingin raunverulegum eignum skuldugra til fjármálastofnana. Verðtryggingin hirðir eignir ólöglega af skuldugum og skilar okkur samfélagi með meiri verðbólgu og þrálátari. Seðlabankinn sér þetta þótt hann skilji ekki samhengið… eða vilji ekki skilja það. Seðlabankinn hefur því tekið upp þá nýju stefnu í peningamálum þjóðarinnar, að hækka vexti fyrr, hækka þá meira og halda þeim háum lengur en gert er í nágrannalöndunum. Það er kalt í haustinu og skuldugum mætir að auki napur gustur þeirrar kaldhæðni að þegar fastvaxtatímabilinu lýkur er „skjólið“ af verðtryggingunni það eina sem í boði er. Höfundur er vélaverkfræðingur.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar