Ragnar Sigurðsson: Eitt það besta sem ég hef séð frá okkur í sumar Þorsteinn Hjálmsson skrifar 18. september 2023 22:16 Ragnar Sigurðsson og Igor Bjarni Kostic á hliðarlínunni. Vísir/Hulda Margrét Framarar náðu í stig í Bestu deild karla í fótbolta gegn HK í Kórnum í kvöld. Heimamenn komust yfir í byrjun fyrri hálfleiks en Framarar jöfnuðu leikinn á 77. mínútu úr vítaspyrnu. Fram kom sér þar með aftur úr fallsæti með þessum úrslitum. Ragnar Sigurðsson, þjálfari Fram, var sáttur með frammistöðu sinna manna í kvöld. „Frammistaðan bara frábær frá byrjun til enda en auðvitað koma kaflar í leiknum sem að HK tekur aðeins yfir og ná að ýta okkur niður. Í heildina á litið þá finnst mér við hafa verið töluvert betra liðið í dag,“ sagði Ragnar. Ekki vantaði upp á færin hjá Frömmurum í leiknum en liði fékk tvö víti, áttu eitt sláarskot og klikkuðu fyrir opnu marki í eitt skipti. Eitt af fjölmörgum færum Fram í kvöld.Vísir/Hulda Margrét „Við fengum nóg af færum til að klára þennan leik. En þegar við náum ekki að pota honum inn þá kannski minkar sjálfstraustið aðeins eða frekar ef við hefðum náð að pota einu inn þá er ég viss um að næstu færi hefðu dottið inn líka. Það helst svolítið í hendur,“ sagði Ragnar um færanýtinguna. Ragnar svaraði því játandi að hafa verið svekktur með að fá mark á sig úr föstu leikatriði en mark HK kom eftir aukaspyrnu. Þengill Orrason fékk mikið hrós frá Ragnari.Vísir/Hulda Margrét Vegna meiðsla og veikinda ýmissa leikmanna Fram fengu tveir leikmenn eldskírn í byrjunarliði Fram í kvöld. Voru það þeir Sigfús Árni Guðmundsson sem átti flottan leik í hægri bakvarðarstöðunni og sömuleiðis liðsfélagi hans Þengill Orrason í hjarta varnar Fram. Ragnar hrósaði þeim í hástert eftir leikinn og sömuleiðis allri varnarlínu sinni. „Eitt það besta sem ég hef séð frá okkur í sumar. Sigfús maður leiksins og Þengill næstbesti maður leiksins í dag.“ Ragnar játar því að það sé kominn fullur fókus á næsta leik sem er gegn ÍBV út í Eyjum á laugardaginn í algjörum botnbaráttu slag. „Já, að sjálfsögðu,“ sagði Ragnar að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Fram Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Sjá meira
Ragnar Sigurðsson, þjálfari Fram, var sáttur með frammistöðu sinna manna í kvöld. „Frammistaðan bara frábær frá byrjun til enda en auðvitað koma kaflar í leiknum sem að HK tekur aðeins yfir og ná að ýta okkur niður. Í heildina á litið þá finnst mér við hafa verið töluvert betra liðið í dag,“ sagði Ragnar. Ekki vantaði upp á færin hjá Frömmurum í leiknum en liði fékk tvö víti, áttu eitt sláarskot og klikkuðu fyrir opnu marki í eitt skipti. Eitt af fjölmörgum færum Fram í kvöld.Vísir/Hulda Margrét „Við fengum nóg af færum til að klára þennan leik. En þegar við náum ekki að pota honum inn þá kannski minkar sjálfstraustið aðeins eða frekar ef við hefðum náð að pota einu inn þá er ég viss um að næstu færi hefðu dottið inn líka. Það helst svolítið í hendur,“ sagði Ragnar um færanýtinguna. Ragnar svaraði því játandi að hafa verið svekktur með að fá mark á sig úr föstu leikatriði en mark HK kom eftir aukaspyrnu. Þengill Orrason fékk mikið hrós frá Ragnari.Vísir/Hulda Margrét Vegna meiðsla og veikinda ýmissa leikmanna Fram fengu tveir leikmenn eldskírn í byrjunarliði Fram í kvöld. Voru það þeir Sigfús Árni Guðmundsson sem átti flottan leik í hægri bakvarðarstöðunni og sömuleiðis liðsfélagi hans Þengill Orrason í hjarta varnar Fram. Ragnar hrósaði þeim í hástert eftir leikinn og sömuleiðis allri varnarlínu sinni. „Eitt það besta sem ég hef séð frá okkur í sumar. Sigfús maður leiksins og Þengill næstbesti maður leiksins í dag.“ Ragnar játar því að það sé kominn fullur fókus á næsta leik sem er gegn ÍBV út í Eyjum á laugardaginn í algjörum botnbaráttu slag. „Já, að sjálfsögðu,“ sagði Ragnar að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Fram Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Sjá meira