„Fráleitur“ eltingaleikur bílstjórans Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. september 2023 22:11 Úr myndbandi leigubílsstjórans af eftirför hans á Sæbrautinni. Eins og sést er hann á hátt í 95 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 60. Sláandi dæmi um hraðakstur á breyttum rafhlaupahjólum hafa ratað inn á borð lögreglu síðustu misseri. Í einu tilviki ók foreldri á áttatíu kílómetra hraða með barn í fanginu. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir þó fráleitt og stórhættulegt að bílstjórar brjóti lög til að ná slíkum brotum á myndband, eins og gerðist fyrir helgi. Í myndbandi sem leigubílstjóri sendi fréttastofu á föstudag er skrásettur stórhættulegur eltingaleikur bílstjórans við ökumann rafhlaupahjóls, sem bílstjórinn kemur auga á við akstur inn á Sæbraut í Reykjavík. Ljóst er að rafskútan er langt yfir leyfilegum 25 kílómetra hraða á göngustíg og bílstjórinn grípur til sinna ráða; eykur hraðann svo um munar og fylgir skútunni eftir fjölfarinni götunni á ofsahraða. Þegar mest er ekur bílstjórinn á hátt í hundrað kílómetra hraða, þar sem hámarkshraði er sextíu. Guðbrandur Sigurðsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í umferðardeild segir málið skelfilegt; það sé alltof algengt að fólk breyti rafskútum eins og í þessu tilviki. Dæmin séu fjölmörg. „Foreldri var með barn í fanginu á áttatíu kílómetra hraða á stofnbraut. Þessi tæki mega ekki vera á akbraut, þau mega bara vera á gangstígum og hjólastígum,“ segir Guðbrandur. „Því miður höfum við banaslys á þessu svæði og við viljum ekki sjá þau fleiri.“ Guðbrandur Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Arnar En hvað með ofsaakstur leigubílstjórans? Mætti ekki segja að hann væri enn hættulegri en akstur þess sem stýrir hjólinu? „Það er allavega ekki minna hættulegt og fráleitt að menn leyfi sér slíkt og er einfaldlega ekki í boði,“ segir Guðbrandur. Þá hafi lögregla orðið vör við ört dýpkandi gjá milli stríðandi fylkinga í umferðinni, eins og þetta dæmi ef til vill sýni. Aukinn fjandskap milli talsmanna einkabílsins og þeirra sem eru frekar fylgjandi öðrum ferðamátum. „Því miður. Í staðinn fyrir að allir taki tillit hver til annars og fari með gætni. Þegar svo er, þá eru hlutirnir í betra standi allavega.“ Samgöngur Umferðaröryggi Reykjavík Lögreglumál Rafhlaupahjól Tengdar fréttir Á rafhlaupahjóli á níutíu á Sæbraut Upptaka úr bílamyndavél leigubíls sýnir mann aka rafhlaupahjóli ógnarhratt á göngustíg meðfram Sæbraut í Reykjavík. Leigubílstjórinn ók meðfram manninum á rúmlega níutíu kílómetra hraða á klukkustund. 15. september 2023 15:12 „Viðbrögðin voru bara þau að ég væri fáviti“ Fyrrverandi þingmaðurinn Brynjar Níelsson er búinn að afplána óformlegt rafskútubann sem hann sætti eftir að hann féll af slíkri skútu og slasaði sig fyrir tveimur árum. Hann notar deilihlaupahjól mikið en fer varlegar en hann gerði áður - og er alltaf allsgáður. 15. september 2023 10:31 Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Í myndbandi sem leigubílstjóri sendi fréttastofu á föstudag er skrásettur stórhættulegur eltingaleikur bílstjórans við ökumann rafhlaupahjóls, sem bílstjórinn kemur auga á við akstur inn á Sæbraut í Reykjavík. Ljóst er að rafskútan er langt yfir leyfilegum 25 kílómetra hraða á göngustíg og bílstjórinn grípur til sinna ráða; eykur hraðann svo um munar og fylgir skútunni eftir fjölfarinni götunni á ofsahraða. Þegar mest er ekur bílstjórinn á hátt í hundrað kílómetra hraða, þar sem hámarkshraði er sextíu. Guðbrandur Sigurðsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í umferðardeild segir málið skelfilegt; það sé alltof algengt að fólk breyti rafskútum eins og í þessu tilviki. Dæmin séu fjölmörg. „Foreldri var með barn í fanginu á áttatíu kílómetra hraða á stofnbraut. Þessi tæki mega ekki vera á akbraut, þau mega bara vera á gangstígum og hjólastígum,“ segir Guðbrandur. „Því miður höfum við banaslys á þessu svæði og við viljum ekki sjá þau fleiri.“ Guðbrandur Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Arnar En hvað með ofsaakstur leigubílstjórans? Mætti ekki segja að hann væri enn hættulegri en akstur þess sem stýrir hjólinu? „Það er allavega ekki minna hættulegt og fráleitt að menn leyfi sér slíkt og er einfaldlega ekki í boði,“ segir Guðbrandur. Þá hafi lögregla orðið vör við ört dýpkandi gjá milli stríðandi fylkinga í umferðinni, eins og þetta dæmi ef til vill sýni. Aukinn fjandskap milli talsmanna einkabílsins og þeirra sem eru frekar fylgjandi öðrum ferðamátum. „Því miður. Í staðinn fyrir að allir taki tillit hver til annars og fari með gætni. Þegar svo er, þá eru hlutirnir í betra standi allavega.“
Samgöngur Umferðaröryggi Reykjavík Lögreglumál Rafhlaupahjól Tengdar fréttir Á rafhlaupahjóli á níutíu á Sæbraut Upptaka úr bílamyndavél leigubíls sýnir mann aka rafhlaupahjóli ógnarhratt á göngustíg meðfram Sæbraut í Reykjavík. Leigubílstjórinn ók meðfram manninum á rúmlega níutíu kílómetra hraða á klukkustund. 15. september 2023 15:12 „Viðbrögðin voru bara þau að ég væri fáviti“ Fyrrverandi þingmaðurinn Brynjar Níelsson er búinn að afplána óformlegt rafskútubann sem hann sætti eftir að hann féll af slíkri skútu og slasaði sig fyrir tveimur árum. Hann notar deilihlaupahjól mikið en fer varlegar en hann gerði áður - og er alltaf allsgáður. 15. september 2023 10:31 Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Á rafhlaupahjóli á níutíu á Sæbraut Upptaka úr bílamyndavél leigubíls sýnir mann aka rafhlaupahjóli ógnarhratt á göngustíg meðfram Sæbraut í Reykjavík. Leigubílstjórinn ók meðfram manninum á rúmlega níutíu kílómetra hraða á klukkustund. 15. september 2023 15:12
„Viðbrögðin voru bara þau að ég væri fáviti“ Fyrrverandi þingmaðurinn Brynjar Níelsson er búinn að afplána óformlegt rafskútubann sem hann sætti eftir að hann féll af slíkri skútu og slasaði sig fyrir tveimur árum. Hann notar deilihlaupahjól mikið en fer varlegar en hann gerði áður - og er alltaf allsgáður. 15. september 2023 10:31