Óttast ekki að fleiri fái óverðskuldaðar gráður Bjarki Sigurðsson skrifar 18. september 2023 19:04 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Vísir/Arnar Nýtt fyrirkomulag við fjármögnun háskólanna var kynnt í dag. Gert er ráð fyrir að það skili auknum gæðum í íslensku háskólanámi. Forseti landssamtaka íslenskra stúdenta óttast að það verði til þess að færri komist í háskóla en fyrir breytingu. Kerfisbreytingin var kynnt í Grósku í dag og voru þar helstu toppar háskólasamfélagsins mættir að fylgjast með. Er þetta í fyrsta sinn síðan árið 1999 sem fjármögnunarkerfinu er breytt. Mikil aukning á fjárveitingum vegna útskriftarnema Fyrir breytingu fá skólarnir mest fjármagn fyrir þá nemendur sem skráðir eru í skólann, sama hvort þeir standi sig eða ekki. Í nýja kerfinu fá skólarnir fjármagn fyrir hverja einingu sem nemandi líkur. Í staðinn fyrir að skólarnir fái 350 þúsund krónur fyrir að útskrifa nemanda úr grunnnámi munu þeir fá eina komma eina milljón króna. Þá fer greiðsla fyrir útskrift úr meistaranámi úr 355 þúsund krónum í tvær komma tvær milljónir króna. Ráðherra segist ekki óttast að háskólarnir keyri nemendur í gegnum námið sem eiga það ekki endilega skilið að útskrifast. „Gæðakerfi háskólanna er mjög umfangsmikið. Bæði innra og ytra, svo er það líka alþjóðlegt og hingað koma alþjóðlegir sérfræðingar og taka út gæðakerfi íslenskra háskóla. Þetta á því alls ekki að minnka gæðin heldur þvert á móti auka þau eins og við höfum séð gerast með svona breytingum á Norðurlöndunum,“ segir Áslaug. Vill sjá skólana á heimsmælikvarða Hún kveðst hafa aukið fjármagn til háskólanna og vonast eftir því að skólarnir hér á landi verði á heimsmælikvarða á næstu árum. „Við eigum ekki háskóla í topp 100 í heiminum á meðan Norðurlöndin hafa öll átt háskóla þar. Þannig við þurfum að sækja fram. Þess vegna er í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar 6 milljarða króna aukning til háskólastigsins og 3,5 milljarðar sem koma strax á næsta ári,“ segir Áslaug. Óttast að færri komist inn Alexandra Ýr van Erven, forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta, segist vera ánægð með margt í nýja kerfinu. Hún óttast þó að erfiðara verði fyrir nemendur að komast inn í skólana. „Það sem við höfum áhyggjur af er að þetta geti leitt til þess að háskólarnir þurfi að vera aðeins selektívari á því hvaða nemendum þeir hleypa inn, með öðrum orðum að það geti leitt til aukinnar aðgangsstýringar. Það getur verið mjög alvarlegt og heft aðgengi ýmissa hópa að námi,“ segir Alexandra. Skóla - og menntamál Háskólar Hagsmunir stúdenta Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Kerfisbreytingin var kynnt í Grósku í dag og voru þar helstu toppar háskólasamfélagsins mættir að fylgjast með. Er þetta í fyrsta sinn síðan árið 1999 sem fjármögnunarkerfinu er breytt. Mikil aukning á fjárveitingum vegna útskriftarnema Fyrir breytingu fá skólarnir mest fjármagn fyrir þá nemendur sem skráðir eru í skólann, sama hvort þeir standi sig eða ekki. Í nýja kerfinu fá skólarnir fjármagn fyrir hverja einingu sem nemandi líkur. Í staðinn fyrir að skólarnir fái 350 þúsund krónur fyrir að útskrifa nemanda úr grunnnámi munu þeir fá eina komma eina milljón króna. Þá fer greiðsla fyrir útskrift úr meistaranámi úr 355 þúsund krónum í tvær komma tvær milljónir króna. Ráðherra segist ekki óttast að háskólarnir keyri nemendur í gegnum námið sem eiga það ekki endilega skilið að útskrifast. „Gæðakerfi háskólanna er mjög umfangsmikið. Bæði innra og ytra, svo er það líka alþjóðlegt og hingað koma alþjóðlegir sérfræðingar og taka út gæðakerfi íslenskra háskóla. Þetta á því alls ekki að minnka gæðin heldur þvert á móti auka þau eins og við höfum séð gerast með svona breytingum á Norðurlöndunum,“ segir Áslaug. Vill sjá skólana á heimsmælikvarða Hún kveðst hafa aukið fjármagn til háskólanna og vonast eftir því að skólarnir hér á landi verði á heimsmælikvarða á næstu árum. „Við eigum ekki háskóla í topp 100 í heiminum á meðan Norðurlöndin hafa öll átt háskóla þar. Þannig við þurfum að sækja fram. Þess vegna er í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar 6 milljarða króna aukning til háskólastigsins og 3,5 milljarðar sem koma strax á næsta ári,“ segir Áslaug. Óttast að færri komist inn Alexandra Ýr van Erven, forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta, segist vera ánægð með margt í nýja kerfinu. Hún óttast þó að erfiðara verði fyrir nemendur að komast inn í skólana. „Það sem við höfum áhyggjur af er að þetta geti leitt til þess að háskólarnir þurfi að vera aðeins selektívari á því hvaða nemendum þeir hleypa inn, með öðrum orðum að það geti leitt til aukinnar aðgangsstýringar. Það getur verið mjög alvarlegt og heft aðgengi ýmissa hópa að námi,“ segir Alexandra.
Skóla - og menntamál Háskólar Hagsmunir stúdenta Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira