Vonuðust til þess að drottningin myndi tala um fyrir Johnson Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. september 2023 08:49 Framganga Johnson vakti áhyggjur meðal opinberra starfsmanna stjórnkerfisins. Hann neyddist síðar til að segja af sér, meðal annars vegna partýstands í miðjum kórónuveirufaraldri. AP/Kirsty Wigglesworth Háttsettir embættismenn í Bretlandi áttu samtöl við fulltrúa Buckingham-hallar um framgöngu Boris Johnson þegar hann var forsætisráðherra og ræddu meðal annars möguleikann á því að málið yrði tekið upp á reglulegum fundum Johnson og Elísabetar drottningar. Þetta kemur fram í nýjum heimildarþáttum BBC. Ekki er greint frá því nákvæmlega hvað það var sem fór fyrir brjóstið á embættismönnum en vitað er að mikill rígur var á milli Dominic Cummings, helsta ráðgjafa Johson á þessum tíma, og Mark Sedwill, æðsta yfirmanns opinberrar þjónustu. Einn viðmælandi segir í þáttunum Laura Kuenssberg: State of Chaos að það hafi þurft að minna Johnson á stjórnarskrána. Heimildarþættirnir fjalla um tímabilið frá því að Bretar ákváðu að ganga úr Evrópusambandinu og þar til Johnson sagði af sér og Liz Truss tók við sem forsætisráðherra í skamman tíma. Samtölin milli embættismannanna og konungshallarinnar eru sögð hafa átt sér stað í maí 2020, við upphaf kórónuveirufaraldursins. Í þættinum segir að á tíma þar sem mikil spenna ríkti í samskiptum pólitísks teymis Johnson og opinberra starfsmanna innan stjórnkerfisins hafi samskiptin milli starfsmanna Downing-strætis og Buckingham-hallar verið meiri en venjulega. Vonir hafi staðið til að samskiptin yrðu til þess að Elísabet drottning myndi ræða áhyggjur starfsmannanna við Johnson á reglulegum fundum þeirra. Einn heimildarmaður segir andrúmsloftið í Downing-stræti hafa verið ömurlegt og samskiptin „eitruð“. Þá hefðu fulltrúar Buckingham-hallar lýst áhyggjum í kjölfar þess að Johnson frestaði þingstörfum sumarið 2019, í nafni drottningarinnar, en ákvörðun Johnson var seinna úrskurðuð ólögmæt. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið. Bretland Elísabet II Bretadrottning Kóngafólk Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Vargöldin í Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira
Þetta kemur fram í nýjum heimildarþáttum BBC. Ekki er greint frá því nákvæmlega hvað það var sem fór fyrir brjóstið á embættismönnum en vitað er að mikill rígur var á milli Dominic Cummings, helsta ráðgjafa Johson á þessum tíma, og Mark Sedwill, æðsta yfirmanns opinberrar þjónustu. Einn viðmælandi segir í þáttunum Laura Kuenssberg: State of Chaos að það hafi þurft að minna Johnson á stjórnarskrána. Heimildarþættirnir fjalla um tímabilið frá því að Bretar ákváðu að ganga úr Evrópusambandinu og þar til Johnson sagði af sér og Liz Truss tók við sem forsætisráðherra í skamman tíma. Samtölin milli embættismannanna og konungshallarinnar eru sögð hafa átt sér stað í maí 2020, við upphaf kórónuveirufaraldursins. Í þættinum segir að á tíma þar sem mikil spenna ríkti í samskiptum pólitísks teymis Johnson og opinberra starfsmanna innan stjórnkerfisins hafi samskiptin milli starfsmanna Downing-strætis og Buckingham-hallar verið meiri en venjulega. Vonir hafi staðið til að samskiptin yrðu til þess að Elísabet drottning myndi ræða áhyggjur starfsmannanna við Johnson á reglulegum fundum þeirra. Einn heimildarmaður segir andrúmsloftið í Downing-stræti hafa verið ömurlegt og samskiptin „eitruð“. Þá hefðu fulltrúar Buckingham-hallar lýst áhyggjum í kjölfar þess að Johnson frestaði þingstörfum sumarið 2019, í nafni drottningarinnar, en ákvörðun Johnson var seinna úrskurðuð ólögmæt. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið.
Bretland Elísabet II Bretadrottning Kóngafólk Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Vargöldin í Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira