Íslenski boltinn

Mörkin, myndir og samfélagsmiðlar frá enn einum bikar­sigri Víkinga

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Elvar Árni fer í flugferð.
Elvar Árni fer í flugferð. Vísir/Hulda Margrét

Víkingur lagði KA í úrslitum Mjólkurbikars karla í knattspyrnu á laugardag. Víkingar hafa nú unnið bikarkeppnina fjögur skipti í röð og eru hársbreidd frá því að vinna tvöfalt í annað skiptið á þremur árum.

Matthías Vilhjálmsson kom Víkingum yfir í blíðskaparveðrinu á Laugardalsvelli. Aron Elís Þrándarson kom meisturunum í 2-0 áður en Ívar Örn Árnason minnkaði muninn fyrir Akureyringa. Von KA-manna lifði hins vegar ekki lengi þar sem ofurvaramaðurinn Ari Sigurpálsson skoraði þriðja mark Víkinga örskömmu síðar. 

Mörkin

Viðtöl

Myndir

Sá fjórði í röð fer á loft.Vísir/Hulda Margrét
Halldór Smári veit nákvæmlega hversu marga titla Víkingar hafa unnið í röð.Vísir/Hulda Margrét
Lífið leikur við Danijel Dejan Djuric.Vísir/Hulda Margrét
Sveinn Margeir fellur til jarðar og Hallgrímur Mar er ekki sáttur.Vísir/Hulda Margrét
Pablo Punyed fellur til jarðar.Vísir/Hulda Margrét
Þórður Ingason stóð vaktina í marki Víkings.Vísir/Hulda Margrét
Aron Elís nýtur þess að spila á Íslandi.Vísir/Hulda Margrét
Helgi Mikael hafði í nægu að snúast.Vísir/Hulda Margrét
Nikolaj Hansen og Rodri í háloftabaráttunni.Vísir/Hulda Margrét
Hallgrímur Jónasson fylgist með af hliðarlínunni.Vísir/Hulda Margrét

Samfélagsmiðlar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×