Hallgrímur fyrir bikarúrslitaleikinn gegn Víkingum: Vitum hvar við getum meitt þá Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. september 2023 22:46 Hallgrímur á hliðarlínunni á Laugardalsvelli, þar sem leikur morgundagsins fer fram. Vísir/Anton Brink „Það er bara fínt spennustig. Búnir að undirbúa okkur vel, fara yfir Víkingsliðið og erum klárir í leikinn,“ sagði Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, sem mætir Víking í úrslitum Mjólkurbikars karla í knattspyrnu á Laugardalsvelli á morgun, laugardag. „Á tímabili vorum við með helvíti marga laskaða, sumir gátu ekki spilað og sumir inn á vellinum vel laskaðir. Þeir eru búnir að ná sér, staðan á hópnum er betri og það eru mjög fáir sem geta ekki tekið þátt í leiknum,“ sagði Hallgrímur aðspurður út í stöðuna á leikmannahópi KA en liðið var í stífu leikjaprógrammi vegna þátttöku í Evrópukeppni áður en það kom smá andrými. „Víkingur er frábært lið en við erum búnir að spila á móti mörgum frábærum liðum í sumar, vitum hvar við getum meitt þá. Erum vel undirbúnir undir það sem þeir eru góðir í. Ætlum okkur að vinna leikinn, ekkert annað sem kemur til greina. Ef við spilum vel þá eigum við fína möguleika.“ Klippa: Hallgrímur fyrir bikarúrslitaleikinn gegn Víkingum: Vitum hvar við getum meitt þá Víkingur er svo gott sem búið að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn þó enn sé nóg eftir af mótinu. Þá hafa Víkingar landað bikarnum síðustu þrjú tímabil sem leikið hefur verið til úrslita í Mjólkurbikarnum. Hvað þarf KA að gera til að vinna þetta Víkingslið? „Ætla ekki að koma með of mikið hérna, þurfum að mæta þeim líkamlega. Föst leikatriði munu klárlega hafa áhrif á leikinn, tala nú ekki um ef það verður vindur og rigning. Svo erum við með nokkra hluti sem við höfum æft sem ég er ekki að fara tala um í viðtali.“ KA hefur fjórum sinnum leikið til úrslita í bikarkeppninni en aldrei hefur bikarinn skilað sér í hús. „Okkur langar rosalega að taka titilinn, það myndi gera rosalega mikið fyrir okkur. Við höfum verið að skrifa söguna í sumar með Evrópukeppninni og það væri rosalega sætt ef við gætum haldið því áfram og komið með fyrsta bikartitilinn heim.“ „Búið að vera þvílíkt flottur stuðningur, spiluðum þrjá Evrópuleiki í Reykjavík þar sem komu yfir þúsund manns og síðast þegar ég vissi er búið að selja yfir þúsund miða hjá okkur og endar kannski í 1500 manns, sem er ótrúlegt. Gaman að sjá að fólk sé tilbúið að horfa á okkur og styðja okkur,“ sagði Hallgrímur að endingu. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikar karla KA Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Sjá meira
„Á tímabili vorum við með helvíti marga laskaða, sumir gátu ekki spilað og sumir inn á vellinum vel laskaðir. Þeir eru búnir að ná sér, staðan á hópnum er betri og það eru mjög fáir sem geta ekki tekið þátt í leiknum,“ sagði Hallgrímur aðspurður út í stöðuna á leikmannahópi KA en liðið var í stífu leikjaprógrammi vegna þátttöku í Evrópukeppni áður en það kom smá andrými. „Víkingur er frábært lið en við erum búnir að spila á móti mörgum frábærum liðum í sumar, vitum hvar við getum meitt þá. Erum vel undirbúnir undir það sem þeir eru góðir í. Ætlum okkur að vinna leikinn, ekkert annað sem kemur til greina. Ef við spilum vel þá eigum við fína möguleika.“ Klippa: Hallgrímur fyrir bikarúrslitaleikinn gegn Víkingum: Vitum hvar við getum meitt þá Víkingur er svo gott sem búið að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn þó enn sé nóg eftir af mótinu. Þá hafa Víkingar landað bikarnum síðustu þrjú tímabil sem leikið hefur verið til úrslita í Mjólkurbikarnum. Hvað þarf KA að gera til að vinna þetta Víkingslið? „Ætla ekki að koma með of mikið hérna, þurfum að mæta þeim líkamlega. Föst leikatriði munu klárlega hafa áhrif á leikinn, tala nú ekki um ef það verður vindur og rigning. Svo erum við með nokkra hluti sem við höfum æft sem ég er ekki að fara tala um í viðtali.“ KA hefur fjórum sinnum leikið til úrslita í bikarkeppninni en aldrei hefur bikarinn skilað sér í hús. „Okkur langar rosalega að taka titilinn, það myndi gera rosalega mikið fyrir okkur. Við höfum verið að skrifa söguna í sumar með Evrópukeppninni og það væri rosalega sætt ef við gætum haldið því áfram og komið með fyrsta bikartitilinn heim.“ „Búið að vera þvílíkt flottur stuðningur, spiluðum þrjá Evrópuleiki í Reykjavík þar sem komu yfir þúsund manns og síðast þegar ég vissi er búið að selja yfir þúsund miða hjá okkur og endar kannski í 1500 manns, sem er ótrúlegt. Gaman að sjá að fólk sé tilbúið að horfa á okkur og styðja okkur,“ sagði Hallgrímur að endingu. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikar karla KA Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Sjá meira