Liður í að jafna tækifæri allra barna Heiðrún Jónsdóttir og Kristín Lúðvíksdóttir skrifa 14. september 2023 11:00 Öll viljum við að börn hafi sem jöfnust tækifæri til að takast á við áskoranir lífsins. Ein af þeim áskorunum sem reynir á fyrr eða síðar er skilningur á undirstöðuatriðum í fjármálum einstaklinga. Traustur grunnur á þessu sviði snemma á lífsleiðinni getur reynst vel í gegnum lífið. Algengt er að ungt fólk á Íslandi fái vísi að fjárhagslegu sjálfstæði með þátttöku á vinnumarkaði og kynnist þar atriðum á borð við að lesa úr launaseðlum, greiðslur í lífeyrissjóði, greiðslukortum, sparnaði og möguleikum til lántöku. Stafræn þróunin er hröð og aðgengi ungs fólks að fjármálaþjónustu og fjárhagslegum skuldbindingum er orðið mun einfaldara með styttri boðleiðum. Því hefur líklega aldrei verið mikilvægara en nú að ungt fólk fái skipulagða fjármálafræðslu sem er grunnur þess að þau verði viðbúin fjármálaáskorunum framtíðarinnar. Þannig hníga sterk rök að því að kennsla í fjármálalæsi eigi að ná til allra nemenda á efstu stigum grunnskólans. Samstaða um að efla fjármálalæsi Eins og sakir standa getur verið æði misjafnt hve mikla fjármálafræðslu börn og ungmenni fá eftir til að mynda hve mikla áherslu skólar leggja á málaflokkinn og hve mikið slík mál eru rædd inn á heimilum. Þó hefur verið almenn samstaða meðal kennara, nemenda og foreldra um að efla fjármálafræðslu ungs fólks. Í könnun sem Maskína gerði fyrir Samtök fjármálafyrirtækja árið 2021, meðal fólks á aldrinum 18 til 30 ára, sögðu um 90% aðspurðra að þau hefðu viljað læra meira um fjármál í grunnskóla. Í nýlegri skýrslu starfshóps menningar- og viðskiptaráðherra um gjaldtöku og arðsemi viðskiptabankanna er meðal annars lagt til að fræðsla á sviði fjármálalæsis verði efld. Áður hafa starfshópar á vegum viðskiptaráðuneytisins og menntamálaráðuneytisins auk Umboðsmanns skuldara lagt til að fjármálalæsi verði kennt fyrr og með markvissari hætti í skólakerfinu. Fær lítið vægi í aðalnámskrá Fyrir átta árum komum við hjá Samtökum fjármálafyrirtækja (SFF) á fót fræðsluvettvangingum Fjármálaviti sem nú er samstarfsverkefni með Landssamtökum lífeyrissjóða. Megintilgangur Fjármálavits er að styðja við kennara í kennslu um fjármál. Stuðningurinn felst nú einna helst í leggja til námsbækur og námsefni sem unnið er af óháðum aðilum auk þess að standa árlega að Fjármáleikunum, landskeppni í fjármálalæsi. Undirtektir kennara og nemenda hafa verið mjög góðar og mikil eftirspurn eftir þjónustunni gegnum árin. Af samskiptum okkar við kennara í fjármálalæsi heyrum við einna helst kallað eftir því að skýrari viðmið vanti til að auðvelda kennurum tilhögun og skipulag kennslu á þessu sviði, sér í lagi þegar snýr að hæfniviðmiðum í aðalnámskrá. Fjármálalæsi er sem stendur ekki sjálfstæð námsgrein í aðalnámskrá grunnskóla en kemur við sögu sem eitt af 45 hæfniviðum í stærðfræði, eitt af 54 hæfniviðmiðum í samfélagsfræði og eitt af ellefu hæfniviðmiðum í heimilisfræði. Samkvæmt viðmiðunarstundarskrá fær fjármálalæsi 7,5 klukkustundir á vetri í stærðfræði og 2,5 klukkustundir í samfélagsfræði, eða sem samsvarar ríflega einum vinnudegi. Endanlegt fyrirkomulag kennslunnar er undir hverjum og einum grunnskóla komið. Algengast er að fjármálalæsi sé tvinnað saman við kennslu í stærðfræði. Að auki eru dæmi um fjármálafræðslu sem valfag í 9. og 10. bekk, en fjármálalæsi sem skyldufag er sjaldgæft. Hvað af þessu telst heillavænlegast þegar upp er staðið er ekki aðalatriðið, heldur það að fjármálalæsi fái gott pláss og sé kennt með skipulögðum og markvissum hætti innan veggja grunnskólanna. Hagsmunamál fyrir allt samfélagið Það er von okkar að yfirvöld á sviði menntamála verði við þessu ákalli kennara, nemenda, foreldra og opinberra starfshópa um að öll ungmenni fái jöfn tækifæri til að tileinka sér undirstöðuatriði í fjármálum snemma á lífsleiðinni. Það er í senn jafnréttismál og hagsmunamál fyrir samfélagið allt. Heiðrún er framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja og Kristín er verkefnastjóri Fjármálavits hjá Samtökum fjármálafyrirtækja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Heiðrún Jónsdóttir Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Öll viljum við að börn hafi sem jöfnust tækifæri til að takast á við áskoranir lífsins. Ein af þeim áskorunum sem reynir á fyrr eða síðar er skilningur á undirstöðuatriðum í fjármálum einstaklinga. Traustur grunnur á þessu sviði snemma á lífsleiðinni getur reynst vel í gegnum lífið. Algengt er að ungt fólk á Íslandi fái vísi að fjárhagslegu sjálfstæði með þátttöku á vinnumarkaði og kynnist þar atriðum á borð við að lesa úr launaseðlum, greiðslur í lífeyrissjóði, greiðslukortum, sparnaði og möguleikum til lántöku. Stafræn þróunin er hröð og aðgengi ungs fólks að fjármálaþjónustu og fjárhagslegum skuldbindingum er orðið mun einfaldara með styttri boðleiðum. Því hefur líklega aldrei verið mikilvægara en nú að ungt fólk fái skipulagða fjármálafræðslu sem er grunnur þess að þau verði viðbúin fjármálaáskorunum framtíðarinnar. Þannig hníga sterk rök að því að kennsla í fjármálalæsi eigi að ná til allra nemenda á efstu stigum grunnskólans. Samstaða um að efla fjármálalæsi Eins og sakir standa getur verið æði misjafnt hve mikla fjármálafræðslu börn og ungmenni fá eftir til að mynda hve mikla áherslu skólar leggja á málaflokkinn og hve mikið slík mál eru rædd inn á heimilum. Þó hefur verið almenn samstaða meðal kennara, nemenda og foreldra um að efla fjármálafræðslu ungs fólks. Í könnun sem Maskína gerði fyrir Samtök fjármálafyrirtækja árið 2021, meðal fólks á aldrinum 18 til 30 ára, sögðu um 90% aðspurðra að þau hefðu viljað læra meira um fjármál í grunnskóla. Í nýlegri skýrslu starfshóps menningar- og viðskiptaráðherra um gjaldtöku og arðsemi viðskiptabankanna er meðal annars lagt til að fræðsla á sviði fjármálalæsis verði efld. Áður hafa starfshópar á vegum viðskiptaráðuneytisins og menntamálaráðuneytisins auk Umboðsmanns skuldara lagt til að fjármálalæsi verði kennt fyrr og með markvissari hætti í skólakerfinu. Fær lítið vægi í aðalnámskrá Fyrir átta árum komum við hjá Samtökum fjármálafyrirtækja (SFF) á fót fræðsluvettvangingum Fjármálaviti sem nú er samstarfsverkefni með Landssamtökum lífeyrissjóða. Megintilgangur Fjármálavits er að styðja við kennara í kennslu um fjármál. Stuðningurinn felst nú einna helst í leggja til námsbækur og námsefni sem unnið er af óháðum aðilum auk þess að standa árlega að Fjármáleikunum, landskeppni í fjármálalæsi. Undirtektir kennara og nemenda hafa verið mjög góðar og mikil eftirspurn eftir þjónustunni gegnum árin. Af samskiptum okkar við kennara í fjármálalæsi heyrum við einna helst kallað eftir því að skýrari viðmið vanti til að auðvelda kennurum tilhögun og skipulag kennslu á þessu sviði, sér í lagi þegar snýr að hæfniviðmiðum í aðalnámskrá. Fjármálalæsi er sem stendur ekki sjálfstæð námsgrein í aðalnámskrá grunnskóla en kemur við sögu sem eitt af 45 hæfniviðum í stærðfræði, eitt af 54 hæfniviðmiðum í samfélagsfræði og eitt af ellefu hæfniviðmiðum í heimilisfræði. Samkvæmt viðmiðunarstundarskrá fær fjármálalæsi 7,5 klukkustundir á vetri í stærðfræði og 2,5 klukkustundir í samfélagsfræði, eða sem samsvarar ríflega einum vinnudegi. Endanlegt fyrirkomulag kennslunnar er undir hverjum og einum grunnskóla komið. Algengast er að fjármálalæsi sé tvinnað saman við kennslu í stærðfræði. Að auki eru dæmi um fjármálafræðslu sem valfag í 9. og 10. bekk, en fjármálalæsi sem skyldufag er sjaldgæft. Hvað af þessu telst heillavænlegast þegar upp er staðið er ekki aðalatriðið, heldur það að fjármálalæsi fái gott pláss og sé kennt með skipulögðum og markvissum hætti innan veggja grunnskólanna. Hagsmunamál fyrir allt samfélagið Það er von okkar að yfirvöld á sviði menntamála verði við þessu ákalli kennara, nemenda, foreldra og opinberra starfshópa um að öll ungmenni fái jöfn tækifæri til að tileinka sér undirstöðuatriði í fjármálum snemma á lífsleiðinni. Það er í senn jafnréttismál og hagsmunamál fyrir samfélagið allt. Heiðrún er framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja og Kristín er verkefnastjóri Fjármálavits hjá Samtökum fjármálafyrirtækja.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun