Samflokkskona ráðherra skorar á hann Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 14. september 2023 07:45 Ingibjörg Isaksen, oddviti Framsóknar í Norðausturkjördæmi og þingflokksformaður við setningu Alþingis í fyrradag. Hún tók sæti á þingi árið 2021. Vísir/Hulda Þingflokksformaður Framsóknar og oddviti í Norðausturkjördæmi skorar á menntamálaráðherra og samflokksmann sinn að endurskoða vinnu og markmið með sameiningu MA og VMA með það að leiðarljósi að efla nám framhaldsskólanna í breiðu samráði. Hún segir eina af forsendum þess að breyta áherslum sé sú að fá aukið fjármagn í málaflokkinn. Þetta kemur fram í skriflegum svörum frá Ingibjörgu Isaksen, þingflokksformanni Framsóknar og oddvita í Norðausturkjördæmi. Eins og fram hefur komið hafa 25 fyrirtæki á Norðurlandi gagnrýnt áformin sem fyrst voru kynnt í lok apríl, auk kennarafélaga beggja skóla og nemenda við Menntaskólann á Akureyri. „Ég hef verið hörð á því frá upphafi að markmið með þeirri vinnu sem lagt var upp með yrði að vera til þess að efla nám og svæðið í heild,“ segir Ingibjörg. „Í ljósi þeirrar gagnrýni sem fram hefur komið á skýrslu nefndarinnar tel ég einsýnt að staldra við, hægja á okkur og breyta uppleggi vinnunnar. Ég hef skorað á menntamálaráðaherra að endurskoða vinnuna og markmið með það að leiðarljósi að efla nám framhaldskólanna í breiðu samráði.“ Hún segir að það verði að gefa svigrúm til þess að umræðan geti átt sér stað á málefnalegum grundvelli, með það að endamarkmiði að framhaldsskólasamfélagið á Akureyri verði það öflugasta á landinu. „Ein af forsendum þess að hægt sé að slaka á vinnunni eða breyta áherslum er sú að fjármagn inn í málaflokkinn aukist. Ég treysti því að allir þingmenn hér í kjördæminu styðji tillögur um aukið fjármagn inn í málaflokkinn svo hægt sé að hægja á þessari vegferð. Nú er mikilvægt að gefa starfsmönnum, nemendum og heimafólki á svæðinu svigrúm og tækifæri til að móta sameiginlega framtíðarsýn um þróun framhaldsskólastarfs á svæðinu í takt við samfélagsbreytingar og áskoranir.“ Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Akureyri Framsóknarflokkurinn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Banaslys við Tungufljót Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Þetta kemur fram í skriflegum svörum frá Ingibjörgu Isaksen, þingflokksformanni Framsóknar og oddvita í Norðausturkjördæmi. Eins og fram hefur komið hafa 25 fyrirtæki á Norðurlandi gagnrýnt áformin sem fyrst voru kynnt í lok apríl, auk kennarafélaga beggja skóla og nemenda við Menntaskólann á Akureyri. „Ég hef verið hörð á því frá upphafi að markmið með þeirri vinnu sem lagt var upp með yrði að vera til þess að efla nám og svæðið í heild,“ segir Ingibjörg. „Í ljósi þeirrar gagnrýni sem fram hefur komið á skýrslu nefndarinnar tel ég einsýnt að staldra við, hægja á okkur og breyta uppleggi vinnunnar. Ég hef skorað á menntamálaráðaherra að endurskoða vinnuna og markmið með það að leiðarljósi að efla nám framhaldskólanna í breiðu samráði.“ Hún segir að það verði að gefa svigrúm til þess að umræðan geti átt sér stað á málefnalegum grundvelli, með það að endamarkmiði að framhaldsskólasamfélagið á Akureyri verði það öflugasta á landinu. „Ein af forsendum þess að hægt sé að slaka á vinnunni eða breyta áherslum er sú að fjármagn inn í málaflokkinn aukist. Ég treysti því að allir þingmenn hér í kjördæminu styðji tillögur um aukið fjármagn inn í málaflokkinn svo hægt sé að hægja á þessari vegferð. Nú er mikilvægt að gefa starfsmönnum, nemendum og heimafólki á svæðinu svigrúm og tækifæri til að móta sameiginlega framtíðarsýn um þróun framhaldsskólastarfs á svæðinu í takt við samfélagsbreytingar og áskoranir.“
Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Akureyri Framsóknarflokkurinn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Banaslys við Tungufljót Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira