Ráku þjálfarann eftir tapið á Laugardalsvelli og leikmenn töluðu ekki við fjölmiðla Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. september 2023 10:30 Edin Džeko er skærasta stjarna Bosníu og Hersegóvínu. Vísir/Hulda Margrét Bosnía og Hersegóvína tók tapið á Laugardalsvelli í gær, mánudag, mjög nærri sér. Þjálfara liðsins var látinn taka poka sinn eftir aðeins 30 daga í starfi og þá ræddi enginn leikmaður liðsins við fjölmiðla á leið sinni út af Laugardalsvelli. Ísland lagði Bosníu og Hersegóvínu með einu marki gegn engu í leik liðanna í undankeppni EM 2024 á mánudagskvöld. Þó vonir Íslands um að komast upp úr riðlinum þá áttu gestirnir enn von, sú von varð að engu með tapi á Laugardalsvelli. Strax eftir leik bárust þau tíðindi að Meho Kodro, þjálfari liðsins á Laugardalsvelli, hefði verið rekinn. Eru þetta önnur þjálfaraskipti knattspyrnusambandsins á stuttum tíma en Faruk Hadžibegić var við stjórnvölin þegar Bosnía og Hersegóvína vann öruggan 3-0 sigur á Íslandi í upphafi undankeppninnar. Vico Zeljković, forseti knattspyrnusambands landsins, var ekki lengi að tjá sig eftir leik og sagði að það yrði eitthvað að breytast. Í stað þess að horfa í eigin barm virðist hann hafa ákveðið að skipta um þjálfara enn á ný. Hvort leikmenn Bosníu og Hersegóvínu voru að mótmæla brottrekstrinum eða höfðu einfaldlega ekki áhuga á að ræða við fjölmiðla eftir leik er óvitað en ljóst er að þeir strunsuðu framhjá þeim blaðamönnum sem vildu ræða við þá. The arrogance of the stars (players) refusing to appear in front of the cameras showed what they think about the Bosnian public and how much they care about the opinions of people who invest their own money to come and support them. In doing so, they displayed immense pic.twitter.com/EkVu2Z4sR9— BiHFootball (@BiHFootball) September 11, 2023 Að loknum sex leikjum er Bosnía með sex stig líkt og Ísland. Þjóðirnar eru í 4. og 5. sæti J-riðils. Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Ísland lagði Bosníu og Hersegóvínu með einu marki gegn engu í leik liðanna í undankeppni EM 2024 á mánudagskvöld. Þó vonir Íslands um að komast upp úr riðlinum þá áttu gestirnir enn von, sú von varð að engu með tapi á Laugardalsvelli. Strax eftir leik bárust þau tíðindi að Meho Kodro, þjálfari liðsins á Laugardalsvelli, hefði verið rekinn. Eru þetta önnur þjálfaraskipti knattspyrnusambandsins á stuttum tíma en Faruk Hadžibegić var við stjórnvölin þegar Bosnía og Hersegóvína vann öruggan 3-0 sigur á Íslandi í upphafi undankeppninnar. Vico Zeljković, forseti knattspyrnusambands landsins, var ekki lengi að tjá sig eftir leik og sagði að það yrði eitthvað að breytast. Í stað þess að horfa í eigin barm virðist hann hafa ákveðið að skipta um þjálfara enn á ný. Hvort leikmenn Bosníu og Hersegóvínu voru að mótmæla brottrekstrinum eða höfðu einfaldlega ekki áhuga á að ræða við fjölmiðla eftir leik er óvitað en ljóst er að þeir strunsuðu framhjá þeim blaðamönnum sem vildu ræða við þá. The arrogance of the stars (players) refusing to appear in front of the cameras showed what they think about the Bosnian public and how much they care about the opinions of people who invest their own money to come and support them. In doing so, they displayed immense pic.twitter.com/EkVu2Z4sR9— BiHFootball (@BiHFootball) September 11, 2023 Að loknum sex leikjum er Bosnía með sex stig líkt og Ísland. Þjóðirnar eru í 4. og 5. sæti J-riðils.
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti