Rændi unga bræður á leið út í sjoppu Árni Sæberg skrifar 12. september 2023 08:00 Landsréttur féllst á kröfur lögreglunnar um áframhaldandi gæsluvarðhald. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 27. þessa mánaðar vegna gruns um að hann hafi framið átta refsiverð brot frá 27. júní síðastliðnum. Meðal brotanna er rán fimm þúsund króna af ungum bræðrum sem voru á leið út í sjoppu að kaupa sér nammi. Í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur, sem staðfestur var af Landsrétti í síðustu viku og birtur í gær, segir að maðurinn hafi sætt gæsluvarðhaldi frá 4. ágúst síðastliðnum. Aðfaranótt þess dags hafi hann verið handtekinn fyrir líkamsárás, með því að hafa kýlt mann krepptum hnefa í andlit. Sá sem fyrir högginu varð hafi talið sig nefbrotinn eftir það. Hnefahöggið náðist á upptöku öryggismyndavélar og maðurinn sagði við skýrslutöku að sá kýldi hefði verið að trufla hann á meðan hann reyndi að sofna utandyra. Hann hefði kýlt sig í öxlina og því hefði hann kýlt hann hnefahöggi til baka í andlitið. Hafði nýlokið afplánun Í úrskurðinum segir að maðurinn hafi lokið afplánun eins árs fangelsisdóms þann 13. maí síðastliðinn. Frá 27. júní sé hann með sjö mál í kerfum lögreglu, fyrir utan líkamsárásina. Þá eigi hann einnig tvö eldri opin mál á borði lögreglu. Meðal brotanna eru vopnalagabrot, fíknefnalagabrot, þjófnaður og tilraun til líkamsárásar, sem þegar eru komin til ákærusviðs. Þá er hann grunaður um fjölda hótunarbrota, en hann er meðal annars sagður hafa hótað að drepa einhvern fengi hann ekki að halda áfram að sofa óáreittur í anddyri húss, eftir að kallað hafði verið til lögreglu og hann óskaður fjarlægður. Sakaði börnin um að hafa stolið af sér Þá segir að þann 19. júlí síðastliðinn hafi lögreglu borist tilkynning um mann sem væri ógnandi við tíu til tólf ára gömul börn og hefði tekið eitthvað af þeim. Talið hafi verið að um manninn hafi verið að ræða og hann hefði gengið Hofsvallagötu í átt að Hringbraut í Reykjavík. Lögregla hafi svo fundið hann á Hringbraut og fært hann á lögreglustöð. Á leið á lögreglustöð hafi borist tilkynning þess efnis að faðir barnanna hafi tilkynnt að börnin hafi verið rænd af manni á Hofsvallagötu og maðurinn hafi haft af þeim 5.000 krónur og húslykla. Væri lyklakippan með eftirlíkingu af Playstation fjarstýringu. Í fórum mannsins hafi fundist fimm þúsund króna seðill, fimm appelsínugular töflur, þrjár rauðar töflur og lyklar með Playstationfjarstýringarlyklakippu, sem hann hafði reynt að fela innan á sér. Hann hafi sagt að annar drengurinn hefði rænt seðlinum af honum og hinn verið vitni að því. Hjá lögreglu greindi brotaþoli frá því að hann og litli bróðir hans hafi farið út í búð að kaupa nammi. Þegar þeir voru á Hofsvallagötu, við Víðimel, hafi maður komið að þeim, gripið í hálskragann á peysunni hans og togað hann að sér. Hafi maðurinn spurt hann hvort að hann hafi rænt af sér. Hafi maðurinn leitað í vösum hans og tekið pening og lykla af honum. Maðurinn hafi sakað hann um að hafa stolið peningnum af sér, en hann hafi sagt honum að þetta væri peningurinn sinn. Kvaðst hann hafa farið heim og sagt foreldrum sínum frá. Aðspurður sagði hann að maðurinn hafi verið smá ógnandi og hagað sér skringilega. Þá væri hann leiður og hræddur eftir atvikið. Glímir við mikinn geð- og fíknivanda Í greinargerð Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu segir að það sé mat lögreglustjóra að yfirgnæfandi líkur séu á því að maðurinn muni halda áfram brotastarfsemi fari hann frjáls ferða sinna. Í ljósi fjölda þeirra brota sem kærði sé grunaður um og alvarleika sumra þeirra telji lögreglustjóri nauðsynlegt að honum verði gert að sæta gæsluvarðhaldi svo færi gefist til að ljúka þeim málum sem til meðferðar eru og koma í veg fyrir áframhaldandi brotastarfsemi. Þá segir að maðurinn eigi við mikinn fíknivanda að stríða, sé greindur með ótilgreindan sjúkdóm og hafi tilhneigingu til þess að fara í geðrofsástand undir áhrifum fíkniefna. „Það sem gerir [manninn] varhugaverðan er samblanda af andlegum veikindum hans og vímuefnaneyslu. Samkvæmt geðlækni er [maðurinn] líklegur til að fara í geðrofsástand þegar hann hefur verið í neyslu lengi. Í gögnum lögreglu má sjá mörg atvik sem [maðurinn] hefur verið í þessu ástandi. Þá má einnig sjá mörg atvik þar sem [maðurinn] hefur hótað almennum borgurum með sprautunálum,“ segir í greinargerð. Þá segir að í mati geðlæknis, sem unnið hafi verið árið 2022 í tengslum við annað mál, komi fram að í neyslunni fari hann ítrekað í geðrof, oft svæsin, og þá aukist hætta af honum fyrir hann sjálfan og umhverfi. Ljóst sé að vandi mannsins sé gríðarlegur fyrir hann og samfélag þar sem tryggja þurfi honum umhverfi þar sem hann sé ekki í neyslu. Þó segi í niðurstöðu matsins að matsmaður telji ljóst að ákvæði hegningarlaga um refsileysi vegna geðveiki eigi ekki við í tilviki mannsins. Í niðurstöðu héraðsdóms segir að með vísan til rannsóknargagna þeirra mála, sem lögreglan hefur nú til rannsóknar, verði að fallast á það að maðurinn liggi undir rökstuddum grun um ýmis brot sem fangelsisrefsing er lögð við. Hann var því úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald, þó ekki lengur en til 27. september næstkomandi. Dómsmál Lögreglumál Fíkniefnabrot Fíkn Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur, sem staðfestur var af Landsrétti í síðustu viku og birtur í gær, segir að maðurinn hafi sætt gæsluvarðhaldi frá 4. ágúst síðastliðnum. Aðfaranótt þess dags hafi hann verið handtekinn fyrir líkamsárás, með því að hafa kýlt mann krepptum hnefa í andlit. Sá sem fyrir högginu varð hafi talið sig nefbrotinn eftir það. Hnefahöggið náðist á upptöku öryggismyndavélar og maðurinn sagði við skýrslutöku að sá kýldi hefði verið að trufla hann á meðan hann reyndi að sofna utandyra. Hann hefði kýlt sig í öxlina og því hefði hann kýlt hann hnefahöggi til baka í andlitið. Hafði nýlokið afplánun Í úrskurðinum segir að maðurinn hafi lokið afplánun eins árs fangelsisdóms þann 13. maí síðastliðinn. Frá 27. júní sé hann með sjö mál í kerfum lögreglu, fyrir utan líkamsárásina. Þá eigi hann einnig tvö eldri opin mál á borði lögreglu. Meðal brotanna eru vopnalagabrot, fíknefnalagabrot, þjófnaður og tilraun til líkamsárásar, sem þegar eru komin til ákærusviðs. Þá er hann grunaður um fjölda hótunarbrota, en hann er meðal annars sagður hafa hótað að drepa einhvern fengi hann ekki að halda áfram að sofa óáreittur í anddyri húss, eftir að kallað hafði verið til lögreglu og hann óskaður fjarlægður. Sakaði börnin um að hafa stolið af sér Þá segir að þann 19. júlí síðastliðinn hafi lögreglu borist tilkynning um mann sem væri ógnandi við tíu til tólf ára gömul börn og hefði tekið eitthvað af þeim. Talið hafi verið að um manninn hafi verið að ræða og hann hefði gengið Hofsvallagötu í átt að Hringbraut í Reykjavík. Lögregla hafi svo fundið hann á Hringbraut og fært hann á lögreglustöð. Á leið á lögreglustöð hafi borist tilkynning þess efnis að faðir barnanna hafi tilkynnt að börnin hafi verið rænd af manni á Hofsvallagötu og maðurinn hafi haft af þeim 5.000 krónur og húslykla. Væri lyklakippan með eftirlíkingu af Playstation fjarstýringu. Í fórum mannsins hafi fundist fimm þúsund króna seðill, fimm appelsínugular töflur, þrjár rauðar töflur og lyklar með Playstationfjarstýringarlyklakippu, sem hann hafði reynt að fela innan á sér. Hann hafi sagt að annar drengurinn hefði rænt seðlinum af honum og hinn verið vitni að því. Hjá lögreglu greindi brotaþoli frá því að hann og litli bróðir hans hafi farið út í búð að kaupa nammi. Þegar þeir voru á Hofsvallagötu, við Víðimel, hafi maður komið að þeim, gripið í hálskragann á peysunni hans og togað hann að sér. Hafi maðurinn spurt hann hvort að hann hafi rænt af sér. Hafi maðurinn leitað í vösum hans og tekið pening og lykla af honum. Maðurinn hafi sakað hann um að hafa stolið peningnum af sér, en hann hafi sagt honum að þetta væri peningurinn sinn. Kvaðst hann hafa farið heim og sagt foreldrum sínum frá. Aðspurður sagði hann að maðurinn hafi verið smá ógnandi og hagað sér skringilega. Þá væri hann leiður og hræddur eftir atvikið. Glímir við mikinn geð- og fíknivanda Í greinargerð Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu segir að það sé mat lögreglustjóra að yfirgnæfandi líkur séu á því að maðurinn muni halda áfram brotastarfsemi fari hann frjáls ferða sinna. Í ljósi fjölda þeirra brota sem kærði sé grunaður um og alvarleika sumra þeirra telji lögreglustjóri nauðsynlegt að honum verði gert að sæta gæsluvarðhaldi svo færi gefist til að ljúka þeim málum sem til meðferðar eru og koma í veg fyrir áframhaldandi brotastarfsemi. Þá segir að maðurinn eigi við mikinn fíknivanda að stríða, sé greindur með ótilgreindan sjúkdóm og hafi tilhneigingu til þess að fara í geðrofsástand undir áhrifum fíkniefna. „Það sem gerir [manninn] varhugaverðan er samblanda af andlegum veikindum hans og vímuefnaneyslu. Samkvæmt geðlækni er [maðurinn] líklegur til að fara í geðrofsástand þegar hann hefur verið í neyslu lengi. Í gögnum lögreglu má sjá mörg atvik sem [maðurinn] hefur verið í þessu ástandi. Þá má einnig sjá mörg atvik þar sem [maðurinn] hefur hótað almennum borgurum með sprautunálum,“ segir í greinargerð. Þá segir að í mati geðlæknis, sem unnið hafi verið árið 2022 í tengslum við annað mál, komi fram að í neyslunni fari hann ítrekað í geðrof, oft svæsin, og þá aukist hætta af honum fyrir hann sjálfan og umhverfi. Ljóst sé að vandi mannsins sé gríðarlegur fyrir hann og samfélag þar sem tryggja þurfi honum umhverfi þar sem hann sé ekki í neyslu. Þó segi í niðurstöðu matsins að matsmaður telji ljóst að ákvæði hegningarlaga um refsileysi vegna geðveiki eigi ekki við í tilviki mannsins. Í niðurstöðu héraðsdóms segir að með vísan til rannsóknargagna þeirra mála, sem lögreglan hefur nú til rannsóknar, verði að fallast á það að maðurinn liggi undir rökstuddum grun um ýmis brot sem fangelsisrefsing er lögð við. Hann var því úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald, þó ekki lengur en til 27. september næstkomandi.
Dómsmál Lögreglumál Fíkniefnabrot Fíkn Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira