Samtökin 22 geti ekki mætt í hvaða skóla sem er Bjarki Sigurðsson skrifar 10. september 2023 20:16 Helgi Grímsson er sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Vísir/Ívar Reykjavíkurborg hefur varað skóla borgarinnar við hópi sem mætti nýverið í grunnskóla, tók myndbönd af starfsfólki og mótmælti efni veggspjalda sem hanga uppi í skólanum. Sviðsstjóri hjá skóla- og frístundasviði segir slíkar uppákomur ekki boðlegar. Á fimmtudaginn í síðustu viku mættu nokkrir meðlimir hóps sem kallar sig Samtökin 22 í Langholtsskóla í Reykjavík og heimtuðu svör hvers vegna veggspjöld sem fjölluðu um kynlíf og kynhneigð væru hengd á veggi skólans. Þeim var vikið úr húsnæðinu af starfsmönnum þar. Skólastjórnendur varaðir við Einn meðlimur samtakanna birti myndband af heimsókninni á Facebook. Samtökin voru ekki sátt með að vera vikið í burtu og sögðu ítrekað að grunnskólinn væri opinber staður og því væru þau í fullum rétti til að vera á svæðinu. Í kjölfar þessarar uppákomu var sendur út póstur á alla skóla, félags- og frístundamiðstöðvar þar sem varað var við hópnum. Var þar meðal annars sagt að starfsfólk þurfi að snúa bökum saman. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir hópinn ekki geta mætt án leyfis í hvaða skóla sem er. „Skóli er einfaldlega vettvangur náms og kennslu. Þangað eiga erindi eingöngu kennarar, starfsfólk skóla, nemendur og svo foreldrar. Sem eru í samskiptum við skólann. Það skiptir miklu máli að skólar séu opnir þannig að foreldrar séu velkomnir. En þetta á ekki að gerast,“ segir Helgi. Eru að fylgja lögum Hann segir uppákomur eins og þessa geta orðið til þess að starfsfólk skóla eigi erfitt með að fræða og kenna börnum. „Við erum að fylgja því sem segir í lögum um grunnskóla, aðalnámskrá, alþjóðlegum samþykktum sem við höfum undirgengist. Það skiptir miklu máli að starfsfólk okkar sé öruggt í því umhverfi og fylgi þeim viðmiðum sem menntamálaráðuneytið og sveitarfélagið er að boða. Það má ekki verða til þess að sá óöryggi í þeirra huga því kynfræðsla, fræðsla um hinseginleikann, kynin og allt jafnréttis sem við viljum starfa eftir í íslensku samfélagi, að þeir séu öruggir í þeirri fræðslu og kennslu,“ segir Helgi. Reykjavík Skóla - og menntamál Hinsegin Börn og uppeldi Grunnskólar Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Vegagerðin: Markmið Sundabrautar náist að mestu með brú Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Sjá meira
Á fimmtudaginn í síðustu viku mættu nokkrir meðlimir hóps sem kallar sig Samtökin 22 í Langholtsskóla í Reykjavík og heimtuðu svör hvers vegna veggspjöld sem fjölluðu um kynlíf og kynhneigð væru hengd á veggi skólans. Þeim var vikið úr húsnæðinu af starfsmönnum þar. Skólastjórnendur varaðir við Einn meðlimur samtakanna birti myndband af heimsókninni á Facebook. Samtökin voru ekki sátt með að vera vikið í burtu og sögðu ítrekað að grunnskólinn væri opinber staður og því væru þau í fullum rétti til að vera á svæðinu. Í kjölfar þessarar uppákomu var sendur út póstur á alla skóla, félags- og frístundamiðstöðvar þar sem varað var við hópnum. Var þar meðal annars sagt að starfsfólk þurfi að snúa bökum saman. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir hópinn ekki geta mætt án leyfis í hvaða skóla sem er. „Skóli er einfaldlega vettvangur náms og kennslu. Þangað eiga erindi eingöngu kennarar, starfsfólk skóla, nemendur og svo foreldrar. Sem eru í samskiptum við skólann. Það skiptir miklu máli að skólar séu opnir þannig að foreldrar séu velkomnir. En þetta á ekki að gerast,“ segir Helgi. Eru að fylgja lögum Hann segir uppákomur eins og þessa geta orðið til þess að starfsfólk skóla eigi erfitt með að fræða og kenna börnum. „Við erum að fylgja því sem segir í lögum um grunnskóla, aðalnámskrá, alþjóðlegum samþykktum sem við höfum undirgengist. Það skiptir miklu máli að starfsfólk okkar sé öruggt í því umhverfi og fylgi þeim viðmiðum sem menntamálaráðuneytið og sveitarfélagið er að boða. Það má ekki verða til þess að sá óöryggi í þeirra huga því kynfræðsla, fræðsla um hinseginleikann, kynin og allt jafnréttis sem við viljum starfa eftir í íslensku samfélagi, að þeir séu öruggir í þeirri fræðslu og kennslu,“ segir Helgi.
Reykjavík Skóla - og menntamál Hinsegin Börn og uppeldi Grunnskólar Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Vegagerðin: Markmið Sundabrautar náist að mestu með brú Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Sjá meira