Lögregla kölluð til vegna TikTok-byssumyndbands unglinga Jón Þór Stefánsson skrifar 10. september 2023 07:26 Lögreglan átti í nógu að standa í nótt, en sex gistu fangageymslur. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Það var mikið um ölvun og óspektir í miðbænum í nótt að sögn lögreglu, en sex gistu fangageymslur eftir nóttina. Í miðbænum var skemmtistað lokað vegna þess að reglur um hámarksfjölda gesta var ekki virtur. Þá voru börn undir lögaldri á staðnum. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þá var tilkynnt um hóp unglinga sem hlupu í kringum bíl í miðbænum. Sá sem tilkynnti unglingana heyrði einhvern þeirra segja „drop the gun,“ eða „niður með byssuna“. Þegar lögregla kom á vettvang kom í ljós að þeir voru að taka upp TikTok-myndband og voru að nota leikfangabyssur. Þó kemur fram að ekki hafi sést á byssum unglinganna að þær voru leikföng. Lögregla vinnur málið í samvinnu við forráðamenn, en tveir hafa verið kærðir fyrir vopnalagabrot vegna málsins. Í Múlahverfinu var lögreglu tilkynnt um slagsmál þar sem steinum hafi verið kastað í fólk. Þegar lögreglu bar að garði voru allur farnir. Þá var tilkynnt um innbrot í bifreið í Múlahverfinu. Greint er frá því að sá sem hafi brotist inn hafi reynt að stinga lögregluna af á rafhlaupahjóli. Hann náðist á endanum og var handtekinn grunaður um innbrot, þjófnað, vopnalög, bann við akstri undir áhrifum ávana og fíkniefna, fyrirmælum lögreglu og vörslu fíkniefna. Jafnframt sem hann hlýddi ekki fyrirmælum lögreglunnar. Greint er frá umferðarslysi á Kringlumýrarbraut þar sem tjónvaldur flúði vettvang. Ökutæki hans fannst og var ökumaðurinn handtekinn grunaður um ölvun við akstur og akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Í Grafarvogi var tilkynnt um mann með hníf og hann var handekinn fyrir vopnalög, áfengislög og húsbrot. Lögreglumál Samfélagsmiðlar Reykjavík Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Fleiri fréttir Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Sjá meira
Í miðbænum var skemmtistað lokað vegna þess að reglur um hámarksfjölda gesta var ekki virtur. Þá voru börn undir lögaldri á staðnum. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þá var tilkynnt um hóp unglinga sem hlupu í kringum bíl í miðbænum. Sá sem tilkynnti unglingana heyrði einhvern þeirra segja „drop the gun,“ eða „niður með byssuna“. Þegar lögregla kom á vettvang kom í ljós að þeir voru að taka upp TikTok-myndband og voru að nota leikfangabyssur. Þó kemur fram að ekki hafi sést á byssum unglinganna að þær voru leikföng. Lögregla vinnur málið í samvinnu við forráðamenn, en tveir hafa verið kærðir fyrir vopnalagabrot vegna málsins. Í Múlahverfinu var lögreglu tilkynnt um slagsmál þar sem steinum hafi verið kastað í fólk. Þegar lögreglu bar að garði voru allur farnir. Þá var tilkynnt um innbrot í bifreið í Múlahverfinu. Greint er frá því að sá sem hafi brotist inn hafi reynt að stinga lögregluna af á rafhlaupahjóli. Hann náðist á endanum og var handtekinn grunaður um innbrot, þjófnað, vopnalög, bann við akstri undir áhrifum ávana og fíkniefna, fyrirmælum lögreglu og vörslu fíkniefna. Jafnframt sem hann hlýddi ekki fyrirmælum lögreglunnar. Greint er frá umferðarslysi á Kringlumýrarbraut þar sem tjónvaldur flúði vettvang. Ökutæki hans fannst og var ökumaðurinn handtekinn grunaður um ölvun við akstur og akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Í Grafarvogi var tilkynnt um mann með hníf og hann var handekinn fyrir vopnalög, áfengislög og húsbrot.
Lögreglumál Samfélagsmiðlar Reykjavík Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Fleiri fréttir Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent