Unglingur sniffaði gashylki allt að fimmtán sinnum á dag Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 8. september 2023 20:00 Samkvæmt sérfræðingi hjá Eiitrunarmiðstöð Landspítalands eru einkenni sem geta fylgt því að sniffa gas allt frá höfuðverk, ógleði og svima upp í alvarlegan lungaskaða,krampa og jafnvel dauða. Vísir/Rúnar Vilberg Dæmi eru um að börn á grunnskólaaldri sniffi gashylki úr svitalyktareyðum í þeim tilgangi að komast í vímu. Faraldur af þeim toga hefur ríkt á Norðurlöndum. Unglingur hér á landi var svo langt leiddur að hann sniffaði allt að fimmtán sinnum á dag. Afleiðingarnar geta verið afar alvarlegar. Nokkur ár eru liðin síðan lögregla vakti athygli á tilraunum ungmenna til að komast í vímu með notkun gashylkja úr rjómasprautum. Slík mál hafa reglulega komið upp og voru síðast til umræðu í sumar þegar strætóbílstjóri á Suðurnesjum birti mynd af tómum gashylkjum sem fundist í vagninum og sagðist hafa orðið var við slíkt í síauknum mæli. Hann sagðist óttast að unglingar noti hylkin til að sprauta gasi með rjómasprautu í blöðru og komast þannig í vímu. Notkun gashylkja úr svitalyktaeyðum til að komast í vímu er hinsvegar ný aðferð. Samkvæmt Berglindi Gunnarsdóttur Strandberg, framkvæmdastjóra Foreldrahúss, hafa foreldrar unglinga leitað til þeirra að undanförnu eftir að upp komst um slíka notkun. Um er að ræða unglinga á aldrinum þrettán til fimmtán ára. Í einu tilfelli var um að ræða einstakling sem sniffaði slík hylki fimm til fimmtán sinnum á hverjum degi. Faraldur á Norðurlöndum Helena Líndal Baldvinsdóttir, sérfræðingur í eiturefnafræði hjá Eitrunarmiðstöð Landspítalans segir í samtali við fréttastofu að faraldur ríki á Norðurlöndunum vegna þessa.Samkvæmt henni eru einkenni sem geta fylgt slíku athæfi allt frá höfuðverk, ógleði og svima upp í alvarlegan lungaskaða,krampa og jafnvel dauða. Samkvæmt sérfræðingi hjá Eitrunarmiðstöð geta afleiðingar þess að sniffa gas í hylkjum verið eftirfarandi: Erting í öndunarfærum, höfuðverkur, ógleði, uppköst og svimi. Háþrýstingur og hjartsláttartruflanir. CNS depression (miðtaugakerfisbæling) Lungnaþemba, samfall á lunga og alvarlegur lungnaskaði. Asphyxia (köfnun) Convulsions (krampar) og dauði. Mikilvægt að fræða en ekki hræða Hildur Halldórsdóttir, sérfræðingur í foreldrastarfi og forvörnum hjá Heimili og skóla, segir málið koma illa við marga foreldra þar sem um sé að ræða vöru sem aðgengi að sé sérlega gott. Mikilvægt sé að ræða málefnið heima fyrir. Hildur Halldórsdóttir, sérfræðingur í foreldrastarfi og forvörnum ,segir mikilvægt að foreldrar taki yfirvegaða umræðu heima fyrir varðandi hættuleg athæfi sem virðast vera í tísku meðal ungmenna. Vísir/Ívar Fannar „Ég held að þarna verðum við að tala um að fræða en ekki hræða,“ segir Hildur. „Grípa tækifærið því að nú er þetta í umræðunni og segja, „heyrðu, hefur þú orðið var við svona eða hvernig er þetta, af hverju ætli þetta sé sniðugt?“ Eins og með önnur vímuefni og annað sem kemur upp, það er alltaf bara þetta, að grípa tækifærið, ræða saman og svolítið leggja spilin á borðið.“ Börn og uppeldi Fíkn Tengdar fréttir Vilja flokka „rjómasprautugas“ sem fíkniefni Breska ríkisstjórnin vill skrá nituroxíðgas sem ávana- og fíkniefni og banna notkun þess fyrir árslok. Gasið er sérstaklega vinsælt á meðal ungs fólks sem sniffar það meðal annars úr rjómasprautuhylkjum. 5. september 2023 15:47 Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Sjá meira
Nokkur ár eru liðin síðan lögregla vakti athygli á tilraunum ungmenna til að komast í vímu með notkun gashylkja úr rjómasprautum. Slík mál hafa reglulega komið upp og voru síðast til umræðu í sumar þegar strætóbílstjóri á Suðurnesjum birti mynd af tómum gashylkjum sem fundist í vagninum og sagðist hafa orðið var við slíkt í síauknum mæli. Hann sagðist óttast að unglingar noti hylkin til að sprauta gasi með rjómasprautu í blöðru og komast þannig í vímu. Notkun gashylkja úr svitalyktaeyðum til að komast í vímu er hinsvegar ný aðferð. Samkvæmt Berglindi Gunnarsdóttur Strandberg, framkvæmdastjóra Foreldrahúss, hafa foreldrar unglinga leitað til þeirra að undanförnu eftir að upp komst um slíka notkun. Um er að ræða unglinga á aldrinum þrettán til fimmtán ára. Í einu tilfelli var um að ræða einstakling sem sniffaði slík hylki fimm til fimmtán sinnum á hverjum degi. Faraldur á Norðurlöndum Helena Líndal Baldvinsdóttir, sérfræðingur í eiturefnafræði hjá Eitrunarmiðstöð Landspítalans segir í samtali við fréttastofu að faraldur ríki á Norðurlöndunum vegna þessa.Samkvæmt henni eru einkenni sem geta fylgt slíku athæfi allt frá höfuðverk, ógleði og svima upp í alvarlegan lungaskaða,krampa og jafnvel dauða. Samkvæmt sérfræðingi hjá Eitrunarmiðstöð geta afleiðingar þess að sniffa gas í hylkjum verið eftirfarandi: Erting í öndunarfærum, höfuðverkur, ógleði, uppköst og svimi. Háþrýstingur og hjartsláttartruflanir. CNS depression (miðtaugakerfisbæling) Lungnaþemba, samfall á lunga og alvarlegur lungnaskaði. Asphyxia (köfnun) Convulsions (krampar) og dauði. Mikilvægt að fræða en ekki hræða Hildur Halldórsdóttir, sérfræðingur í foreldrastarfi og forvörnum hjá Heimili og skóla, segir málið koma illa við marga foreldra þar sem um sé að ræða vöru sem aðgengi að sé sérlega gott. Mikilvægt sé að ræða málefnið heima fyrir. Hildur Halldórsdóttir, sérfræðingur í foreldrastarfi og forvörnum ,segir mikilvægt að foreldrar taki yfirvegaða umræðu heima fyrir varðandi hættuleg athæfi sem virðast vera í tísku meðal ungmenna. Vísir/Ívar Fannar „Ég held að þarna verðum við að tala um að fræða en ekki hræða,“ segir Hildur. „Grípa tækifærið því að nú er þetta í umræðunni og segja, „heyrðu, hefur þú orðið var við svona eða hvernig er þetta, af hverju ætli þetta sé sniðugt?“ Eins og með önnur vímuefni og annað sem kemur upp, það er alltaf bara þetta, að grípa tækifærið, ræða saman og svolítið leggja spilin á borðið.“
Samkvæmt sérfræðingi hjá Eitrunarmiðstöð geta afleiðingar þess að sniffa gas í hylkjum verið eftirfarandi: Erting í öndunarfærum, höfuðverkur, ógleði, uppköst og svimi. Háþrýstingur og hjartsláttartruflanir. CNS depression (miðtaugakerfisbæling) Lungnaþemba, samfall á lunga og alvarlegur lungnaskaði. Asphyxia (köfnun) Convulsions (krampar) og dauði.
Börn og uppeldi Fíkn Tengdar fréttir Vilja flokka „rjómasprautugas“ sem fíkniefni Breska ríkisstjórnin vill skrá nituroxíðgas sem ávana- og fíkniefni og banna notkun þess fyrir árslok. Gasið er sérstaklega vinsælt á meðal ungs fólks sem sniffar það meðal annars úr rjómasprautuhylkjum. 5. september 2023 15:47 Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Sjá meira
Vilja flokka „rjómasprautugas“ sem fíkniefni Breska ríkisstjórnin vill skrá nituroxíðgas sem ávana- og fíkniefni og banna notkun þess fyrir árslok. Gasið er sérstaklega vinsælt á meðal ungs fólks sem sniffar það meðal annars úr rjómasprautuhylkjum. 5. september 2023 15:47