Hvort vegur þyngra: sjálfstjórnarréttur eða sjálfbærni sveitarfélaga? Freyja Sigurgeirsdóttir skrifar 7. september 2023 16:00 Lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga Í lok júní 2021 voru breytingar gerðar á sveitarstjórnarlögum og í samræmi við stefnumörkun stjórnvalda í málaflokknum var lögfest ákvæði um lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga, í því skyni að auka sjálfbærni sveitarfélaga og getu þess til að sinna lögbundnum verkefnum sínum. Sveitarfélög með undir 1.000 íbúa við almennar sveitarstjórnarkosningar 2026, þurfa að leitast við að ná 1.000 íbúamarkinu innan árs frá kosningum, með því að: hefja formlegar sameiningarviðræður við annað eða önnur sveitarfélög eða, vinna álit um stöðu sveitarfélagsins, getu þess til að sinna lögbundnum verkefnum og um þau tækifæri sem felast í mögulegum kostum sameiningar sveitarfélagsins við annað eða önnur sveitarfélög. Frá og með síðustu sveitarstjórnarkosningum árið 2022 miðar lágmarkið við 250 íbúa. Lagabreytingarnar eru í samræmi við þingsályktun um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019-2033 og aðgerðaráætlun fyrir árin 2019-2023 þar sem m.a. kemur fram það markmið að sveitarfélög hafi ekki færri íbúa en 1.000. Ákveði sveitarstjórn að hefja formlegar viðræður í stað þess að skila áliti þá þarf að skipa samstarfsnefnd. Nefndin skilar áliti sínu sem fer til umræðna í sveitarstjórnum viðkomandi sveitarfélaga. Formlegum sameiningarviðræðum lýkur með kosningu íbúa sveitarfélaganna. Á síðasta kjörtímabili aðstoðaðu ráðgjafar KPMG fjölmörg sveitarfélög við framkvæmd valkostagreiningar þar sem ólíkir sameiningarvalkostir voru metnir. Í kjölfarið var samráð haft við íbúa viðkomandi sveitarfélags um hvort og þá við hvaða sveitarfélag/sveitarfélög ætti að hefja sameiningarviðræður. Sú leið er til þess fallin að stuðla að aukinni sátt meðal íbúa og eignarhaldi á ákvörðun um sameiningarviðræður. Álit um stöðu sveitarfélagsins Í stað þess að fara í formlegar sameiningarviðræður við annað/önnur sveitarfélög getur sveitarstjórn, í sveitarfélagi þar sem íbúar eru undir íbúamörkum sveitarstjórnarlaga, ákveðið að skila inn áliti um stöðu sveitarfélagsins og getu þess til að sinna lögbundnum verkefnum. Samkvæmt lögunum skila sveitarfélög álitinu til ráðuneytis sveitarstjórnarmála sem veitir umsögn um álitið. Álitið og umsögn ráðuneytisins þarf svo að kynna fyrir íbúum sveitarfélagsins með fullnægjandi hætti. Ráðherra hefur gefið út leiðbeiningar um þau atriði sem eiga að koma fram í umræddu áliti en um er að ræða m.a. upplýsingar um hvernig lögbundnum og ólögbundnum verkefnum er sinnt, fjárhagsleg viðmið undanfarinna þriggja ára, hvort lögbundinni stefnumörkun og skipun í nefndir hafi verið sinnt og upplýsingar um mögulega sameiningu sveitarfélagsins við annað eða önnur sveitarfélög. Sjálfstjórnarréttur vs. sjálfbærni Ákvæðið um lágmarksíbúafjölda tók efnislegum breytingum í þinglegri meðferð frumvarpsins. Frumvarpið gerði upphaflega ráð fyrir því að ráðherra gæti sameinað sveitarfélag, sem hefði íbúafjölda undir íbúalágmarkinu í þrjú ár samfleytt, öðru eða öðrum nærliggjandi sveitarfélögum. Töluverð andstaða var við þá útfærslu ráðuneytisins sem að mati margra umsagnaraðila gekk of nærri sjálfstjórnarrétti sveitarfélaga og braut í bága við jafnræði og meðalhóf. Að mati meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis var „afar brýnt að ná fram samstöðu um þær breytingar sem ráðast [ætti] í til þess að efla sveitarstjórnarstigið“ og því var ákvæðinu breytt með ofangreindum hætti og heimild ráðherra felld niður. Í umræðunni um lögbundinn lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga hljóta alltaf að vegast á tvö meginsjónarmið. Annars vegar stjórnarskrárbundinn sjálfstjórnarréttur sveitarfélaga sem kveður á um að sveitarfélög skuli ráða málefnum sínum sjálf, eftir því sem lög ákveða. Hins vegar koma upp sjónarmið um sjálfbærni sveitarfélaga. Sjálfbærni sveitarfélaga í víðu samhengi felur m.a. í sér hvort þau hafi sett sér skilgreind markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda og kolefnisjöfnun auk aðgerða svo að þeim markmiðum verði náð, hvort rekstur þeirra er sjálfbær, hvort þau hafi getu og burði til að sinna lögbundnum verkefnum sínum og veita íbúum sínum lögbundna grunnþjónustu s.s. í félags- og fræðslumálum. Fjölmörg sveitarfélög sinna lögbundinni grunnþjónustu í samstarfi við annað eða önnur sveitarfélög t.a.m. í formi byggðasamlags eða með því að annað sveitarfélag taki að sér að veita þjónustuna. Með lagabreytingunum var reynt að ná utan um ofangreind meginsjónarmið, án þess að ganga of nærri sjálfstjórnarrétti sveitarfélaga. Ekki eru þó allir sammála um að það hafi tekist og hafa gagnrýnisraddir verið uppi varðandi útfærslu ákvæðisins sem sumir telja ganga of langt. Á Íslandi eru 64 sveitarfélög. Þar af eru 10 sveitarfélög með undir 250 íbúa. Þessi sveitarfélög eiga því að hafa skilað áliti um getu þeirra til að sinna lögbundnum verkefnum sínum eða hefja formlegar sameiningarviðræður við annað eða önnur sveitarfélög. Eftir næstu sveitarstjórnarkosningar mun fjöldi sveitarfélaga með undir 1.000 íbúa, vera 29. Þau sveitarfélög þurfa því að fara að huga að þeirri vinnu. Höfundur er ráðgjafi hjá KPMG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarmál Mest lesið Halldór 16.11.2024 Halldór Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Sjá meira
Lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga Í lok júní 2021 voru breytingar gerðar á sveitarstjórnarlögum og í samræmi við stefnumörkun stjórnvalda í málaflokknum var lögfest ákvæði um lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga, í því skyni að auka sjálfbærni sveitarfélaga og getu þess til að sinna lögbundnum verkefnum sínum. Sveitarfélög með undir 1.000 íbúa við almennar sveitarstjórnarkosningar 2026, þurfa að leitast við að ná 1.000 íbúamarkinu innan árs frá kosningum, með því að: hefja formlegar sameiningarviðræður við annað eða önnur sveitarfélög eða, vinna álit um stöðu sveitarfélagsins, getu þess til að sinna lögbundnum verkefnum og um þau tækifæri sem felast í mögulegum kostum sameiningar sveitarfélagsins við annað eða önnur sveitarfélög. Frá og með síðustu sveitarstjórnarkosningum árið 2022 miðar lágmarkið við 250 íbúa. Lagabreytingarnar eru í samræmi við þingsályktun um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019-2033 og aðgerðaráætlun fyrir árin 2019-2023 þar sem m.a. kemur fram það markmið að sveitarfélög hafi ekki færri íbúa en 1.000. Ákveði sveitarstjórn að hefja formlegar viðræður í stað þess að skila áliti þá þarf að skipa samstarfsnefnd. Nefndin skilar áliti sínu sem fer til umræðna í sveitarstjórnum viðkomandi sveitarfélaga. Formlegum sameiningarviðræðum lýkur með kosningu íbúa sveitarfélaganna. Á síðasta kjörtímabili aðstoðaðu ráðgjafar KPMG fjölmörg sveitarfélög við framkvæmd valkostagreiningar þar sem ólíkir sameiningarvalkostir voru metnir. Í kjölfarið var samráð haft við íbúa viðkomandi sveitarfélags um hvort og þá við hvaða sveitarfélag/sveitarfélög ætti að hefja sameiningarviðræður. Sú leið er til þess fallin að stuðla að aukinni sátt meðal íbúa og eignarhaldi á ákvörðun um sameiningarviðræður. Álit um stöðu sveitarfélagsins Í stað þess að fara í formlegar sameiningarviðræður við annað/önnur sveitarfélög getur sveitarstjórn, í sveitarfélagi þar sem íbúar eru undir íbúamörkum sveitarstjórnarlaga, ákveðið að skila inn áliti um stöðu sveitarfélagsins og getu þess til að sinna lögbundnum verkefnum. Samkvæmt lögunum skila sveitarfélög álitinu til ráðuneytis sveitarstjórnarmála sem veitir umsögn um álitið. Álitið og umsögn ráðuneytisins þarf svo að kynna fyrir íbúum sveitarfélagsins með fullnægjandi hætti. Ráðherra hefur gefið út leiðbeiningar um þau atriði sem eiga að koma fram í umræddu áliti en um er að ræða m.a. upplýsingar um hvernig lögbundnum og ólögbundnum verkefnum er sinnt, fjárhagsleg viðmið undanfarinna þriggja ára, hvort lögbundinni stefnumörkun og skipun í nefndir hafi verið sinnt og upplýsingar um mögulega sameiningu sveitarfélagsins við annað eða önnur sveitarfélög. Sjálfstjórnarréttur vs. sjálfbærni Ákvæðið um lágmarksíbúafjölda tók efnislegum breytingum í þinglegri meðferð frumvarpsins. Frumvarpið gerði upphaflega ráð fyrir því að ráðherra gæti sameinað sveitarfélag, sem hefði íbúafjölda undir íbúalágmarkinu í þrjú ár samfleytt, öðru eða öðrum nærliggjandi sveitarfélögum. Töluverð andstaða var við þá útfærslu ráðuneytisins sem að mati margra umsagnaraðila gekk of nærri sjálfstjórnarrétti sveitarfélaga og braut í bága við jafnræði og meðalhóf. Að mati meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis var „afar brýnt að ná fram samstöðu um þær breytingar sem ráðast [ætti] í til þess að efla sveitarstjórnarstigið“ og því var ákvæðinu breytt með ofangreindum hætti og heimild ráðherra felld niður. Í umræðunni um lögbundinn lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga hljóta alltaf að vegast á tvö meginsjónarmið. Annars vegar stjórnarskrárbundinn sjálfstjórnarréttur sveitarfélaga sem kveður á um að sveitarfélög skuli ráða málefnum sínum sjálf, eftir því sem lög ákveða. Hins vegar koma upp sjónarmið um sjálfbærni sveitarfélaga. Sjálfbærni sveitarfélaga í víðu samhengi felur m.a. í sér hvort þau hafi sett sér skilgreind markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda og kolefnisjöfnun auk aðgerða svo að þeim markmiðum verði náð, hvort rekstur þeirra er sjálfbær, hvort þau hafi getu og burði til að sinna lögbundnum verkefnum sínum og veita íbúum sínum lögbundna grunnþjónustu s.s. í félags- og fræðslumálum. Fjölmörg sveitarfélög sinna lögbundinni grunnþjónustu í samstarfi við annað eða önnur sveitarfélög t.a.m. í formi byggðasamlags eða með því að annað sveitarfélag taki að sér að veita þjónustuna. Með lagabreytingunum var reynt að ná utan um ofangreind meginsjónarmið, án þess að ganga of nærri sjálfstjórnarrétti sveitarfélaga. Ekki eru þó allir sammála um að það hafi tekist og hafa gagnrýnisraddir verið uppi varðandi útfærslu ákvæðisins sem sumir telja ganga of langt. Á Íslandi eru 64 sveitarfélög. Þar af eru 10 sveitarfélög með undir 250 íbúa. Þessi sveitarfélög eiga því að hafa skilað áliti um getu þeirra til að sinna lögbundnum verkefnum sínum eða hefja formlegar sameiningarviðræður við annað eða önnur sveitarfélög. Eftir næstu sveitarstjórnarkosningar mun fjöldi sveitarfélaga með undir 1.000 íbúa, vera 29. Þau sveitarfélög þurfa því að fara að huga að þeirri vinnu. Höfundur er ráðgjafi hjá KPMG.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun