Morten lék með FH á árunum 2019-2021 og hefur deila hans við FH snúist um laun seinni hluta árs 2020 og árið 2021. Daninn kærði FH til aga- og úrskurðarnefndar KSÍ eftir þá niðurstöðu samninga- og félagaskiptanefndar sambandsins að samningur hans við félagið hefði verið launþegasamningur en ekki verktakasamningur eins og FH hélt fram.
Aganefnd KSÍ dæmdi FH í kjölfarið í félagsskiptabann, auk þess sem félaginu var gert að greiða sekt, FH áfrýjaði þeirri niðurstöðu til áfrýjunardómstóls KSÍ sem staðfesti þá niðurstöðu aganefndarinnar.
FH-ingar áttu að geta komist hjá téðri refsingu með því að ganga frá uppgjöri við Morten Beck innan 30 daga, eða á þeim tíma 15.júlí en þegar líða tók á júlímánuð losnaði FH undan félagsskiptabanninu eftir að Viðar Halldórsson, formaður FH, hafði sent áfrýjunardómstólnum bréf sem sýndu að félagið ætlaði að ábyrgjast greiðslur til Skattsins og Lífeyrissjóðs Verslunarmanna, vegna launa Mortens.
Fréttin hefur verið uppfærð.