Við ætlum ekkert að fara að vorkenna okkur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. september 2023 22:50 Gunnleifur í leik með Blikum á sínum tíma. vísir/andri Gunnleifur Gunnleifsson, fyrrum landsliðsmarkvörður, stýrði sínum fyrsta leik sem aðalþjálfari Breiðabliks eftir að Ásmundur Arnarsson lét af störfum fyrir skömmu. Frumraun hans gekk ekki að óskum en leiknum leik með 4-0 tapi gegn Þrótti. „Þróttur spilaði vel, mér fannst við spila vel fyrsta hálftímann. Fengum fullt af færum, vorum þéttar og margt gott við frammistöðuna og fyrri hálfleikurinn ásættanlegur að mörgu leyti. Svo skora þær, fara inn í hálfleik með 1-0, skora svo snemma 2-0 og þá fann maður hausinn aðeins fara niður á við.“ sagði Gunnlaugur strax að leik loknum. Það hefur gengið á ýmsu síðustu vikur hjá Breiðablik, fyrir um mánuði síðan var liðið í toppsæti deildarinnar á leið sinni í úrslitaleik Mjólkurbikarsins. Sá leikur tapaðist og liðinu hefur gengið illa að ná sér á strik eftir það. „Það vantar upp á sjálfstraust, mikið búið að ganga á og þá er þetta svolítið erfitt, mótlæti er stundum erfitt og einhvern veginn verður allt þyngra en við ætlum ekkert að fara að vorkenna okkur. Töpuðum bara leik á móti fínu liði.“ Gunnlaugur segir mikilvægt að halda höfðinu hátt á lofti þrátt fyrir áföll og erfitt gengi síðustu misseri. „Það er bara þannig í fótbolta... eins og að tapa bikarúrslitaleiknum, það var áfall fyrir liðið og við höfum ekki náð okkur upp eftir það og þetta er búið að vera brekka. Þá þarf að grafa djúpt, finna einhverja ástríðu og tilgang fyrir því að vera í þessu.“ Þó þetta hafi ekki verið nein draumabyrjun í starfi hefur Gunnlaugur fulla trú á liðinu og vonast til að klára mótið með sæmd. „Ég er hvergi bonkinn, eins og ég sagði erum við ekkert að fara að vorkenna okkur. Við erum að keppast við að halda spennu í deildinni, Valur eru með mikla forystu og við ráðum ekkert við það. Eina sem við gerum er að hugsa um okkur, hugsa um liðið og hjálpa stelpunum að enda þetta eins vel og hægt er.“ Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun: Breiðablik - Þróttur 0-4 | Titilvonir Blika endanlega úr sögunni eftir afhroð á heimavelli Þróttur heimsótti Breiðablik í Kópavoginn og lagði þær af velli 0-4. Þetta var fyrsti leikur í úrslitakeppni Bestu deildar kvenna og sömuleiðis fyrsti leikur Gunnleifs Gunnleifssonar við stjórnvölinn eftir að Ásmundur Arnarsson lét af störfum sem aðalþjálfari Breiðabliks. 4. september 2023 21:10 Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Fleiri fréttir Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Sjá meira
„Þróttur spilaði vel, mér fannst við spila vel fyrsta hálftímann. Fengum fullt af færum, vorum þéttar og margt gott við frammistöðuna og fyrri hálfleikurinn ásættanlegur að mörgu leyti. Svo skora þær, fara inn í hálfleik með 1-0, skora svo snemma 2-0 og þá fann maður hausinn aðeins fara niður á við.“ sagði Gunnlaugur strax að leik loknum. Það hefur gengið á ýmsu síðustu vikur hjá Breiðablik, fyrir um mánuði síðan var liðið í toppsæti deildarinnar á leið sinni í úrslitaleik Mjólkurbikarsins. Sá leikur tapaðist og liðinu hefur gengið illa að ná sér á strik eftir það. „Það vantar upp á sjálfstraust, mikið búið að ganga á og þá er þetta svolítið erfitt, mótlæti er stundum erfitt og einhvern veginn verður allt þyngra en við ætlum ekkert að fara að vorkenna okkur. Töpuðum bara leik á móti fínu liði.“ Gunnlaugur segir mikilvægt að halda höfðinu hátt á lofti þrátt fyrir áföll og erfitt gengi síðustu misseri. „Það er bara þannig í fótbolta... eins og að tapa bikarúrslitaleiknum, það var áfall fyrir liðið og við höfum ekki náð okkur upp eftir það og þetta er búið að vera brekka. Þá þarf að grafa djúpt, finna einhverja ástríðu og tilgang fyrir því að vera í þessu.“ Þó þetta hafi ekki verið nein draumabyrjun í starfi hefur Gunnlaugur fulla trú á liðinu og vonast til að klára mótið með sæmd. „Ég er hvergi bonkinn, eins og ég sagði erum við ekkert að fara að vorkenna okkur. Við erum að keppast við að halda spennu í deildinni, Valur eru með mikla forystu og við ráðum ekkert við það. Eina sem við gerum er að hugsa um okkur, hugsa um liðið og hjálpa stelpunum að enda þetta eins vel og hægt er.“
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun: Breiðablik - Þróttur 0-4 | Titilvonir Blika endanlega úr sögunni eftir afhroð á heimavelli Þróttur heimsótti Breiðablik í Kópavoginn og lagði þær af velli 0-4. Þetta var fyrsti leikur í úrslitakeppni Bestu deildar kvenna og sömuleiðis fyrsti leikur Gunnleifs Gunnleifssonar við stjórnvölinn eftir að Ásmundur Arnarsson lét af störfum sem aðalþjálfari Breiðabliks. 4. september 2023 21:10 Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Fleiri fréttir Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Sjá meira
Umfjöllun: Breiðablik - Þróttur 0-4 | Titilvonir Blika endanlega úr sögunni eftir afhroð á heimavelli Þróttur heimsótti Breiðablik í Kópavoginn og lagði þær af velli 0-4. Þetta var fyrsti leikur í úrslitakeppni Bestu deildar kvenna og sömuleiðis fyrsti leikur Gunnleifs Gunnleifssonar við stjórnvölinn eftir að Ásmundur Arnarsson lét af störfum sem aðalþjálfari Breiðabliks. 4. september 2023 21:10