„Allir nemendur sammála um að þetta sé alveg galið“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 4. september 2023 22:16 Nemendur MA eru þreyttir á því að rútur leggi þvert fyrir bíla á bílastæði skólans. Rútubílstjóri hleypti úr tveimur dekkjum nemenda sem svaraði í sömu mynt. skjáskot Það kastaðist í kekki milli nemenda Menntaskólans á Akureyri og rútubílstjóra á bílastæði skólans í síðustu viku. Rútubílstjórar nota enn bílastæðið til að hleypa ferðamönnum í Lystigarðinn og leggja um leið fyrir nemendur. Tveir nemendur svöruðu í sömu mynt og upp úr sauð á bílastæðinu. Annar þeirra er Trausti Freyr Sigurðsson sem ræddi málið í samtali við Gústa B í útvarpsviðtali á FM957: Hleyptu úr dekkjum „Þetta byrjar núna í upphafi skólaárs, þá koma allir nemendur á stæði MA en túristarúturnar eru enn að leggja í sömu stæði. Þá gerist það að rúturnar leggja þvert fyrir alla nemendur og þá myndast auðvitað vandamál,“ segir Trausti Freyr. „Krakkar eru kannski að skreppa í hádegismat eða eitthvert í frímínútum og þá er rúta lögð þvert fyrir þau þannig að þau komast ekki úr stæðunum.“ Trausti og vinur hans vildu því gjalda rútubílstjórunum í sömu mynt. „Við ákváðum bara að leggja í stæðin fyrir framan rútuna og aftan og gefa þeim það sem þeir hafa gefið okkur.“ Og hvernig tóku rútubílstjórarnir í það? „Þeir tóku ekki vel í það, það var til dæmis hleypt úr tveimur dekkjum á bílnum mínum,“ segir Trausti. Honum var í framhaldinu sagt að færa bílinn. „Það er kannski smá erfitt fyrir mig að færa bílinn þegar það er búið að hleypa úr dekkjunum. Þetta var aðeins í þversögn við það sem þeir báðu mig um. Þetta er allt í vinnslu, það er óvíst hvernig dekkin eru núna.“ Rútubílstjórar og nemendur MA hafa undanfarna viku deilt um notkun á bílastæðinu. Upp úr sauð síðasta mánudag.aðsend Bola þurfi rútunum burt. „Það eru allir nemendur sammála um að þetta sé alveg galið,“ segir Trausti Freyr sem heldur að rútubílstjórarnir verði til friðs framvegis. Miðillinn Hrímfaxi hefur birt myndband sem sýnir nemendur og bílstjóra rífast á stæðinu eftir að einn rútubílstjóranna hleypti úr tveimur dekkjum nemenda. Krista Sól Guðjónsdóttir formaður skólafélagsins segir að skólastjórnendur hafi haft samband við rútufyrirtækið SBA Norðurleið til að fá rútubílstjóra til að leggja rútunum aftast á stæðinu. „Það endist í fjóra daga max,“ segir Krista í samtali við Vísi. „Eigandi SBA vísaði þessu öllu á bug og sagði að það eina sem hægt væri að gera væri að sjá til þess að þetta kæmi ekki fyrir aftur. Eigandi bílsins sem kom að loftlausum dekkjum fékk ekki einu sinni afsökunarbeiðni.“ Akureyri Skóla - og menntamál Ferðamennska á Íslandi Framhaldsskólar Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Sjá meira
Annar þeirra er Trausti Freyr Sigurðsson sem ræddi málið í samtali við Gústa B í útvarpsviðtali á FM957: Hleyptu úr dekkjum „Þetta byrjar núna í upphafi skólaárs, þá koma allir nemendur á stæði MA en túristarúturnar eru enn að leggja í sömu stæði. Þá gerist það að rúturnar leggja þvert fyrir alla nemendur og þá myndast auðvitað vandamál,“ segir Trausti Freyr. „Krakkar eru kannski að skreppa í hádegismat eða eitthvert í frímínútum og þá er rúta lögð þvert fyrir þau þannig að þau komast ekki úr stæðunum.“ Trausti og vinur hans vildu því gjalda rútubílstjórunum í sömu mynt. „Við ákváðum bara að leggja í stæðin fyrir framan rútuna og aftan og gefa þeim það sem þeir hafa gefið okkur.“ Og hvernig tóku rútubílstjórarnir í það? „Þeir tóku ekki vel í það, það var til dæmis hleypt úr tveimur dekkjum á bílnum mínum,“ segir Trausti. Honum var í framhaldinu sagt að færa bílinn. „Það er kannski smá erfitt fyrir mig að færa bílinn þegar það er búið að hleypa úr dekkjunum. Þetta var aðeins í þversögn við það sem þeir báðu mig um. Þetta er allt í vinnslu, það er óvíst hvernig dekkin eru núna.“ Rútubílstjórar og nemendur MA hafa undanfarna viku deilt um notkun á bílastæðinu. Upp úr sauð síðasta mánudag.aðsend Bola þurfi rútunum burt. „Það eru allir nemendur sammála um að þetta sé alveg galið,“ segir Trausti Freyr sem heldur að rútubílstjórarnir verði til friðs framvegis. Miðillinn Hrímfaxi hefur birt myndband sem sýnir nemendur og bílstjóra rífast á stæðinu eftir að einn rútubílstjóranna hleypti úr tveimur dekkjum nemenda. Krista Sól Guðjónsdóttir formaður skólafélagsins segir að skólastjórnendur hafi haft samband við rútufyrirtækið SBA Norðurleið til að fá rútubílstjóra til að leggja rútunum aftast á stæðinu. „Það endist í fjóra daga max,“ segir Krista í samtali við Vísi. „Eigandi SBA vísaði þessu öllu á bug og sagði að það eina sem hægt væri að gera væri að sjá til þess að þetta kæmi ekki fyrir aftur. Eigandi bílsins sem kom að loftlausum dekkjum fékk ekki einu sinni afsökunarbeiðni.“
Akureyri Skóla - og menntamál Ferðamennska á Íslandi Framhaldsskólar Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Sjá meira