„Líf fatlaðs barns er ekki einkamál þess heldur er það líf allrar fjölskyldunnar” Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 3. september 2023 17:07 Mæðginin Katrín og Tómas Páll. Líkt og Katrín bendir á þá er ölll almenn umræða um frístundaheimili borgarinnar og sveitafélaga eitt en þegar kemur að þjónustu Öskju þá gildi annað. Þar sé um að ræða börn með aðrar og ítarlegri þarfir. Aðsend „Þetta hefur afskaplega mikil áhrif á okkar daglega líf, því þá daga sem er ekki frístund þá förum við úr vinnu upp úr hádegi til að taka á móti honum kl. 14. Sonur okkar er með mikinn hegðunarvanda og yfirleitt fer hann í uppnám við þessa tilfærslu á umönnunaraðila. Þegar maður missir stjórn á barni með hegðunarvanda þá er dagurinn farinn í það, og við snúum ekki svo auðveldlega aftur til vinnu eftir þannig uppákomu,” segir Katrín Auðunardóttir, móðir 11 ára drengs í Klettaskóla. Sökum manneklu fá sonur hennar og skólafélagar hans einungis einn til tvo daga á viku í frístund í frístundaheimilinni Öskju. Katrín er móðir Tómasar Páls sem er í sjötta bekk í Klettaskóla. Tómas Páll er ósjálfbjarga með öllu, og þarf starfsmann í fullu starfi með sér frá morgni til kvölds. „Hann er með heilkenni sem heitir Phelan-McDermid og er taugaþroskaröskun. Fötlun hans lýsir sér í því að hann er þroskaskertur, talar ekki og mun aldrei gera. Við eigum samskipti við hann með tákn með tali aðferðinni (TMT) og bendingum. Þau samskipti eru afskaplega sérhæfð og þess vegna geta aðeins starfsmenn sem þekka Tómas og hafa fengið þjálfun í TMT átt samskipti við hann. Einnig er hann með flogaveiki og ódæmigerða einhverfu. En fyrst og fremst er hann einstaklingur sem vaknar glaður og vill fara út og gera eitthvað við tímann sinn. Því Tómas er mjög orkumikill og til í mikið stuð og sprell. En allt starf með honum er einstakt og þarf að vera á hans forsendum.” Katrín bendir á að þetta er annað árið sem ekki hefur gengið að manna frístundastarfið í Öskju með fullnægjandi hætti. „Sonur okkar hefur nú einn dag í viku, en börnin hafa öll ýmist einn eða tvo daga í viku þetta haustið. Síðasta haust þá fengu börnin tvo til þrjá daga í viku, og við fengum ekki fulla viku fyrr en 14. apríl 2023, eða 7.5 mánuðum eftir að skóli hófst. Sum barnanna fengu aldrei fulla viku. Mér er sagt af foreldrum eldri barna að þetta hafi alltaf verið svona, að haustin fari af stað með 20 til 40 prósent þjónustustigi. Það er óviðunandi með öllu að foreldrar barna í þessum hópi skuli lifa við það að á tíu ára skólagöngu barnsins síns þurfi alltaf að vera ófullnægjandi þjónusta.” Katrín segir það vera afskaplega erfitt að vera komin upp á góðvild vinnuveitanda síns, og mögulega detta reglulega úr starfi tímabundið vegna þessa. KlettaskóliVísir/Vilhelm „Við foreldrar Tómasar viljum vera á vinnumarkaði eins og venjulegt fólk gerir og það er óþolandi að geta ekki sinnt vinnu sinni vegna þessa ástands.Þetta getur einnig haft áhrif á hin börnin okkar og við átt erfiðara með að sinna þeim til heimanáms, koma þeim í frístundir og fleira í þeim dúr. Þetta setur allt heimilislíf í uppnám. Líf fatlaðs barns er ekki einkamál þess heldur er það líf allrar fjölskyldunnar. Ef eitthvað er ekki að virka í þjónustu þess fatlaða þá hefur það áhrif á alla í fjölskyldunni.” Mikilvægt að huga að þörfum hópsins Líkt og Katrín bendir á þá er ölll almenn umræða um frístundaheimili borgarinnar og sveitafélaga eitt en þegar kemur að þjónustu félagsmiðstöðvarinnar Öskju þá gildi annað. Þar sé um að ræða börn með aðrar og ítarlegri þarfir. „Börnin sem þurfa á úrræði í sérskóla eins og Klettaskóla glíma flest við flókinn vanda. Þau eru eins misjöfn og þau eru mörg. Að sjálfsögðu þarf úrræðið að vera hugsað fyrir þarfir þessa hóps út frá þeirra þörfum, en ekki þörfum þjónustuveitandans, eins og nú er. Sonur okkar er í þungavigtarhópi þegar kemur að þjónustuþörf, og sá hópur er ekki fjölmennur, en hópurinn er flókinn. Það að barn fari fyrst í skóla í fimm klukkustundir, og svo í frístund í þrjár klukkustundir er of flókið fyrir einstakling eins og Tómas. Hann fer frá einu skipulagi fyrirhádegi í annað skipulag eftir hádegi, allt annað starfsfólk og annað húsnæði. Í mínum huga þarf þjónustan að vera samfelld í átta klukkustundir þannig að hann finni ekki fyrir færslunni á milli stofnana/skipulagsins. En þannig er það í dag, úr einu sílói í annað. Þetta er viðfangsefni þeirra sem stjórna hjá Reykjavíkurborg og stjórnenda Klettaskóla að hanna úrræði sem myndi henta þessum flókna nemendahópi sem Klettaskóli hefur.“ Hún tekur fram að hún vilji engu að síður koma á framfæri þakklæti öllu því góða starfsfólki sem sinnir syni hennar. „Það er einstakt starf að vinna með börnum eins og Tómasi og við getum seint þakkað hvað honum er vel sinnt og margt vel gert. En það er ekki hægt að hafa þessa þjónustu eins og hún er, það verður að hugsa samfellda þjónustu þannig að foreldrar geti unnið sinn átta tíma vinnudag.” Takmörkuð samskipti „Það er afskaplega mikilvægt fyrir þennan hóp að hafa aðgang að þessari frístund, vegna þess að þetta er þeirra tækifæri til að þroskast félagslega. Fyrir utan auðvitað þá staðreynd að þau geta ekki verið ein heima eftir skóla ólíkt jafnöldrum þeirra í almennu skólunum,“ segir Hlynur Johnsen, sem einnig er foreldri barns í Klettaskóla. „Við erum með stelpu í Klettaskóla fædda 2011, sem fékk aðeins einn dag af fimm í vistun til að byrja með, en hefur nú fengið annan dag frá og með næstu viku. Samtals tvo af fimm í vikunni. Þessar upplýsingar fengum við tveimur dögum áður en skólinn átti að hefjast.“ Í fyrra fékk dóttir Hlyns fjórða daginn um jólin og ekki fulla vistun fyrr en í apríl, aðeins nokkrum vikum fyrir skólalok. „Og þá var samskiptum einnig verulega ábótavant og þurftum við foreldrar ítrekað að kalla eftir upplýsingum um stöðu mála - því ekki komu þær frá Öskju án þess að kallað væri eftir þeim,“ segir Hlynur. „Okkur svíður þetta sérstaklega þar sem aðrar frístundir fatlaðra hafa verið mannaðar fyrir löngu og allt klappað og klárt fyrir skólabyrjun. Ég nefni Guluhlíð í því samhengi. Það er óskiljanlegt að ekki sé hægt að skipuleggja þetta betur í öðrum deildum svo að þær komist allavega eitthvað nálægt því að vera full mannaðar áður en skólinn byrjar.“ Málefni fatlaðs fólks Grunnskólar Skóla - og menntamál Einhverfa Börn og uppeldi Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
Katrín er móðir Tómasar Páls sem er í sjötta bekk í Klettaskóla. Tómas Páll er ósjálfbjarga með öllu, og þarf starfsmann í fullu starfi með sér frá morgni til kvölds. „Hann er með heilkenni sem heitir Phelan-McDermid og er taugaþroskaröskun. Fötlun hans lýsir sér í því að hann er þroskaskertur, talar ekki og mun aldrei gera. Við eigum samskipti við hann með tákn með tali aðferðinni (TMT) og bendingum. Þau samskipti eru afskaplega sérhæfð og þess vegna geta aðeins starfsmenn sem þekka Tómas og hafa fengið þjálfun í TMT átt samskipti við hann. Einnig er hann með flogaveiki og ódæmigerða einhverfu. En fyrst og fremst er hann einstaklingur sem vaknar glaður og vill fara út og gera eitthvað við tímann sinn. Því Tómas er mjög orkumikill og til í mikið stuð og sprell. En allt starf með honum er einstakt og þarf að vera á hans forsendum.” Katrín bendir á að þetta er annað árið sem ekki hefur gengið að manna frístundastarfið í Öskju með fullnægjandi hætti. „Sonur okkar hefur nú einn dag í viku, en börnin hafa öll ýmist einn eða tvo daga í viku þetta haustið. Síðasta haust þá fengu börnin tvo til þrjá daga í viku, og við fengum ekki fulla viku fyrr en 14. apríl 2023, eða 7.5 mánuðum eftir að skóli hófst. Sum barnanna fengu aldrei fulla viku. Mér er sagt af foreldrum eldri barna að þetta hafi alltaf verið svona, að haustin fari af stað með 20 til 40 prósent þjónustustigi. Það er óviðunandi með öllu að foreldrar barna í þessum hópi skuli lifa við það að á tíu ára skólagöngu barnsins síns þurfi alltaf að vera ófullnægjandi þjónusta.” Katrín segir það vera afskaplega erfitt að vera komin upp á góðvild vinnuveitanda síns, og mögulega detta reglulega úr starfi tímabundið vegna þessa. KlettaskóliVísir/Vilhelm „Við foreldrar Tómasar viljum vera á vinnumarkaði eins og venjulegt fólk gerir og það er óþolandi að geta ekki sinnt vinnu sinni vegna þessa ástands.Þetta getur einnig haft áhrif á hin börnin okkar og við átt erfiðara með að sinna þeim til heimanáms, koma þeim í frístundir og fleira í þeim dúr. Þetta setur allt heimilislíf í uppnám. Líf fatlaðs barns er ekki einkamál þess heldur er það líf allrar fjölskyldunnar. Ef eitthvað er ekki að virka í þjónustu þess fatlaða þá hefur það áhrif á alla í fjölskyldunni.” Mikilvægt að huga að þörfum hópsins Líkt og Katrín bendir á þá er ölll almenn umræða um frístundaheimili borgarinnar og sveitafélaga eitt en þegar kemur að þjónustu félagsmiðstöðvarinnar Öskju þá gildi annað. Þar sé um að ræða börn með aðrar og ítarlegri þarfir. „Börnin sem þurfa á úrræði í sérskóla eins og Klettaskóla glíma flest við flókinn vanda. Þau eru eins misjöfn og þau eru mörg. Að sjálfsögðu þarf úrræðið að vera hugsað fyrir þarfir þessa hóps út frá þeirra þörfum, en ekki þörfum þjónustuveitandans, eins og nú er. Sonur okkar er í þungavigtarhópi þegar kemur að þjónustuþörf, og sá hópur er ekki fjölmennur, en hópurinn er flókinn. Það að barn fari fyrst í skóla í fimm klukkustundir, og svo í frístund í þrjár klukkustundir er of flókið fyrir einstakling eins og Tómas. Hann fer frá einu skipulagi fyrirhádegi í annað skipulag eftir hádegi, allt annað starfsfólk og annað húsnæði. Í mínum huga þarf þjónustan að vera samfelld í átta klukkustundir þannig að hann finni ekki fyrir færslunni á milli stofnana/skipulagsins. En þannig er það í dag, úr einu sílói í annað. Þetta er viðfangsefni þeirra sem stjórna hjá Reykjavíkurborg og stjórnenda Klettaskóla að hanna úrræði sem myndi henta þessum flókna nemendahópi sem Klettaskóli hefur.“ Hún tekur fram að hún vilji engu að síður koma á framfæri þakklæti öllu því góða starfsfólki sem sinnir syni hennar. „Það er einstakt starf að vinna með börnum eins og Tómasi og við getum seint þakkað hvað honum er vel sinnt og margt vel gert. En það er ekki hægt að hafa þessa þjónustu eins og hún er, það verður að hugsa samfellda þjónustu þannig að foreldrar geti unnið sinn átta tíma vinnudag.” Takmörkuð samskipti „Það er afskaplega mikilvægt fyrir þennan hóp að hafa aðgang að þessari frístund, vegna þess að þetta er þeirra tækifæri til að þroskast félagslega. Fyrir utan auðvitað þá staðreynd að þau geta ekki verið ein heima eftir skóla ólíkt jafnöldrum þeirra í almennu skólunum,“ segir Hlynur Johnsen, sem einnig er foreldri barns í Klettaskóla. „Við erum með stelpu í Klettaskóla fædda 2011, sem fékk aðeins einn dag af fimm í vistun til að byrja með, en hefur nú fengið annan dag frá og með næstu viku. Samtals tvo af fimm í vikunni. Þessar upplýsingar fengum við tveimur dögum áður en skólinn átti að hefjast.“ Í fyrra fékk dóttir Hlyns fjórða daginn um jólin og ekki fulla vistun fyrr en í apríl, aðeins nokkrum vikum fyrir skólalok. „Og þá var samskiptum einnig verulega ábótavant og þurftum við foreldrar ítrekað að kalla eftir upplýsingum um stöðu mála - því ekki komu þær frá Öskju án þess að kallað væri eftir þeim,“ segir Hlynur. „Okkur svíður þetta sérstaklega þar sem aðrar frístundir fatlaðra hafa verið mannaðar fyrir löngu og allt klappað og klárt fyrir skólabyrjun. Ég nefni Guluhlíð í því samhengi. Það er óskiljanlegt að ekki sé hægt að skipuleggja þetta betur í öðrum deildum svo að þær komist allavega eitthvað nálægt því að vera full mannaðar áður en skólinn byrjar.“
Málefni fatlaðs fólks Grunnskólar Skóla - og menntamál Einhverfa Börn og uppeldi Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira