Segir milljarða sekt koma til vegna samsæriskenninga Bjarki Sigurðsson skrifar 1. september 2023 12:05 Hörður Felix Harðarson er lögmaður Samskipa. Vísir/Vilhelm Samskip ætla sér að kæra rúmlega fjögurra milljarða króna sekt sem Samkeppniseftirlitið lagði á félagið í gær. Lögmaður Samskipa segir félagið vera sektað fyrir samsæriskenningar sem enginn fótur sé fyrir. Í gær var greint frá því að flutningafyrirtækið Samskip hafi verið sektað um 4,2 milljarða króna fyrir brot á samkeppnislögum. Um er að ræða lang stærstu sektina í sögu Samkeppniseftirlitsins. Að mati þess braut Samskip alvarlega af sér með ólögmætu samráði við Eimskip. Þá hafi upplýsingagjöf og gagnaafhending fyrirtækisins við rannsókn málsins verið ófullnægjandi, röng og villandi. Hörður Felix Harðarson, lögmaður Samskipa, segir sektina ekki í neinum tengslum við efni málsins og fyrri ákvarðanir Samkeppniseftirlitsins. Þá sé verið að sekta fyrir samsæriskenningar. „Við eigum mjög erfitt með að skilja hvaðan eftirlitið er að koma í þessu. Við erum búin að vinna mjög mikið í þessu máli undanfarin ár og reyndum strax í upphafi að greina það með ítarlegri yfirferð gagna hvort það væri eitthvað til í þessum kenningum. Niðurstaðan er einfaldlega sú að svo er alls ekki,“ segir Hörður. Hann segir kenningar eftirlitsins hafa orðið til vegna skjals sem haldlagt var hjá samkeppnisaðilanum, Eimskipi. Enginn hjá Samskipum hafi séð umrætt skjal fyrr en átta árum eftir að rannsókn hófst. „Þá eru spunnar út einhverjar ályktanir og kenningar um það að þarna hafi orðið eitthvað allsherjarsamráð á milli félaganna tveggja. Fyrir þessu er einfaldlega enginn fótur. Þetta er verkefni framundan, það er að vinda ofan af þessu,“ segir Hörður. Nú munu Samskip kæra ákvörðunina til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Segir Hörður að náist ekki ásættanleg niðurstaða þar, verði málið tekið alla leið hjá dómstólum. Samkeppnismál Skipaflutningar Eimskip Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Í gær var greint frá því að flutningafyrirtækið Samskip hafi verið sektað um 4,2 milljarða króna fyrir brot á samkeppnislögum. Um er að ræða lang stærstu sektina í sögu Samkeppniseftirlitsins. Að mati þess braut Samskip alvarlega af sér með ólögmætu samráði við Eimskip. Þá hafi upplýsingagjöf og gagnaafhending fyrirtækisins við rannsókn málsins verið ófullnægjandi, röng og villandi. Hörður Felix Harðarson, lögmaður Samskipa, segir sektina ekki í neinum tengslum við efni málsins og fyrri ákvarðanir Samkeppniseftirlitsins. Þá sé verið að sekta fyrir samsæriskenningar. „Við eigum mjög erfitt með að skilja hvaðan eftirlitið er að koma í þessu. Við erum búin að vinna mjög mikið í þessu máli undanfarin ár og reyndum strax í upphafi að greina það með ítarlegri yfirferð gagna hvort það væri eitthvað til í þessum kenningum. Niðurstaðan er einfaldlega sú að svo er alls ekki,“ segir Hörður. Hann segir kenningar eftirlitsins hafa orðið til vegna skjals sem haldlagt var hjá samkeppnisaðilanum, Eimskipi. Enginn hjá Samskipum hafi séð umrætt skjal fyrr en átta árum eftir að rannsókn hófst. „Þá eru spunnar út einhverjar ályktanir og kenningar um það að þarna hafi orðið eitthvað allsherjarsamráð á milli félaganna tveggja. Fyrir þessu er einfaldlega enginn fótur. Þetta er verkefni framundan, það er að vinda ofan af þessu,“ segir Hörður. Nú munu Samskip kæra ákvörðunina til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Segir Hörður að náist ekki ásættanleg niðurstaða þar, verði málið tekið alla leið hjá dómstólum.
Samkeppnismál Skipaflutningar Eimskip Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira